Reynir GK 47

733. Reynir GK 47 ex Reynir ÁR 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Reynir GK 47 kemur hér til hafnar í Grindavík um miðbik níunda áratugs síðustu aldar.

Báturinn hét upphaflega Reynir VE 15, smíðaður í Strandby í Danmörku árið 1958. Hann var 72 brl. að stærð. Eigendur hanns voru Páll og Júlíus Ingibergssynir frá Hjálmsholti í Vestmannaeyjum.

Síðar hét hann Reynir ÁR 18, Reynir AK 18, Reynir GK 47, Siggi Magg GK 355 og að lokum Reynir GK 355.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sólfari AK 170

1156. Sólfari AK 170 ex Fagurey SH 71. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér er Sólfari AK 170 að færa sig til í Hafnarfjarðarhöfn um árið en Sólfari hét upphaflega Arinbjörn RE 54 og var smíðaður á Akureyri 1971.

Í 12. tbl. Ægis 1971 sagði m.a:

Í apríl mánuði s.l. hljóp af stokkunum nýtt 149 brl. stálfiskiskip hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri og hlaut það nafnið Arinbjörn RE 54.

Skipið er um 31 m. langt, 6.70 m. breitt og 3,35 m. djúpt. Það er útbúið til línu-, neta-, tog- og nótaveiða og í því eru öll fullkomnustu fiskleitar- og siglingatæki og má þar nefna 2 Kelvin Hughes radara 48 smál. og 68 smál., Simrad S. K. 3 asdic, Kelvin Hughes fisksjá, Kodan miðunarstöð og Kelvin dýptarmæli.

Aðalvélin er 660 hö Alpha, ljósavélar eru 2 af Mercedes Benz gerð 57 hö. hvor og stærð rafala 37 KW. Togvindan er smíðuð af Sigurði Sveinbjarnarsyni Garðahreppi (stærð 16 tonn). Kælibúnaður er í lestum og einnig í línu- og beitugeymslu. Vistarverur eru fyrir 12 manna áhöfn.

Eigandi hins nýja skips er Sæfinnur h.f., Reykjavík, og óskar Ægir eiganda til hamingju með hinn nýja farkost.

1156. Sólfari AK 170 ex Fagurey SH 71. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987

Arinbjörn hét síðar Elías Steinsson VE 167, Fagurey SH 71, Sólfari AK 170, Lómur SH 177,  Lómur BA 257,  Jón Klemenz ÁR 313,  Trausti ÁR 313,  Hrausti ÁR 313, Látraröst ÍS 100, Látraröst GK 306, Sólfari RE 26, Sólfari BA 26, Sólfari RE 16 og Sólfari SU 16.

Afskráður og tekinn úr rekstri 23.05.2008. 

Sólfari AK 170 er sagður, í skipaskrá Siglingamalarstofnunar, yfirbyggður 1987.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Maersk Lota undir krananum í Malaga

Maersk Lota undir krananum í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Maersk Lota var í höfní Malaga í upphafi vikunnar og þá var þessi mynd tekin.

Skipið var smíðað árið 2012 og er 300 metrar að lengd, breidd þess er 45 metrar og það mælist 89,505 GT að stærð.

Það siglir undir fána Singapore og eigandinn er Moller Singapore AP Pte Ltd.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þórður ÞH 92

5476. Þórður ÞH 92. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér er Þórður ÞH 92 í fjörunni neðan Beinabakkans á Húsavík og greinilega verið að skvera bátinn.

Jóhann Sigvaldason bátasmiður á Húsavík smíðaði Þórð ÞH 92 fyrir Viðar Þórðarson árið 1961. Báturinn var 3,51 brl. að stærð, smíðaður úr furu og eik. Búinn 33 heestafla Volvo Penta.

Ekki er ég með miklar upplýsingar um bátinn handægar en á vef Árna Björns Árnasonar, aba.is, segir að Viðar Þórðarson hafi átt hann í fjögur ár.

Jón Ágúst Bjarnason átti hann um tíma og Viðar keypti hann af honum árið 1983 og eignaðist þar með Þórð í annað sinn. Spurning hverjum hann seldi 1965 og hver átti hann þar til Jón Ágúst keypti hann.

Síðunni hefur borist svar við spurningunni að ofan nema ártöl eru önnur en svona var svarið:

Viddi kaupir hann 62, selur Sedda 66, Seddi selur Trausta Jóns og Heimi Bessa 76 sem selja Krók 78 sem selur Vidda Þórðar 1983. Viddi seldi bátinn suður 1987. Eftir það fer hann á milli manna fyrir sunnan ýmist í Reykjavík eða á Suðurnesjum. Er skáður á Ísafirði 1997.

Það var s.s Sigurjón Kristjánsson sem átti hann á eftir Viðari, síðan kaupa Trausti Jónsson og Heimir Bessason bátinn og Jón Ágúst Bjarnason kaupir af þeim þegar þeir keyptu stærri bát. Og Viðar kaupir hann af Jóni og selur hann síðan suður 1987. Þá hafði báturinn verið gerður út frá Húsavík í kvartöld undir nafninu Þórður ÞH 92.

Á aba.is segir m.a:

Frá árinu 1987 hét báturinn Þórey RE-107, Reykjavík; 
Frá árinu 1987 Linda KE-240, Keflavík; Frá árinu 1991 hét báturinn Linda ÍS-278, Ísafirði og það nafn bar hann þegar hann var felldur af skipaskrá 23. desember 1998 með þeirri athugasemd að hann hafi ekki verið skoðaður árum saman.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Barði NK 120

1976. Barði NK 120 ex Norma Mary H 110. Ljósmynd Þór Jónsson.

Togarinn Barði NK 120 er hér á siglingu en myndina tók Þór Jónsson á Djúpavogi.

Togarinn Barði var smíðaður í Flekkefjord í Noregi fyrir Skipaklett hf. á Reyðarfirði árið 1989 og bar upphaflega nafnið Snæfugl. Skipaklettur hf. og Síldarvinnslan sameinuðust árið 2001.

Um tíma var skipið leigt skosku útgerðarfyrirtæki og bar þá nafnið Norma Mary en haustið 2002 hóf Síldarvinnslan að gera það út og fékk það þá nafnið Barði.

Síldarvinnslan gerði Barða fyrst út sem frysti- og ísfiskskip en síðar var megináhersla lögð á að frysta aflann um borð.

Árið 2016 var síðan allur vinnslubúnaður fjarlægður úr Barða og var hann rekinn sem ísfisktogari þar til hann var seldur til Rússlands sumarið 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution