Vestmannaey VE 54 komin á flot

2954. Vestmannaey VE 54 fór á flot í morgun. Ljósmynd Guðmundur Alfreðsson.

Hin nýja Vestmannaey sem er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi var sjósett í morgun.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að sjósetningin hafi átt sér stað með nokkuð óvenjulegum hætti og lýsir Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins henni svo:

„Skipið var dregið út úr húsi í gær og því síðan komið fyrir á pramma. Pramminn var síðan dregin út á flóa og þar er honum sökkt undan skipinu þar til það flýtur. Byrjað var að dæla sjó í prammann klukkan fimm í morgun og Vestmannaey flaut akkúrat klukkan 10.54 þannig að þetta tók töluverðan tíma.

Skipið er glæsilegt á floti og allir afar ánægðir með vel unnið verk. Ráðgert er að vélar skipsins verði gangsettar 5. eða 7. maí. Hinn 6. maí er mánudagur og það kemur ekki til greina að gangsetja vélarnar á mánudegi,“ segir Guðmundur.

                Guðmundur segir að ráðgert sé að afhending skipsins fari fram 2. júlí nk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þorgeir GK 73 á Seyðisfirði

222. Þorgeir GK 73 ex Ingólfur GK 96. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Þorgeir GK 73 er hér á Seyðisfirði eitthvað að lóna, þetta var á síldarárunum og myndina tók Hreiðar Olgeirsson þá skipverji á Dagfara ÞH 70.

Þorgeir GK 73 var 127 brl. að stærð. Síðar endurmældur og var þá 137 brl. Báturinn hét áður Ingólfur GK 96 og er smíðaður í Hollandi 1925.

Í bókinni Íslensk skip kemur fram að hann er skráður á Íslandi 1946 og eigandinn Ingólfshöfði h/f í Keflavík.

Þegar þessi mynd var tekin 1967-8 að ég held var báturinn í eigu Miðness hf. í Sandgerði en 1970 var það selt til Stykkishólms.

Lítið varð úr útgerð hans þar en Þorgeir hefur legið og grotnað niður í fjörunni í Landey, sem er beint á móti Skipavík, í nærri hálfa öld.

Í Morgunblaðinu 19. apríl 1962 kom þetta fram:

Nýlega kom til Sandgerðis nýr bátur, Þorgeir GK 73. Báturinn er 127 lesta stálskip og í honumverða öll nýtísku tæki, fiskleitartæki og siglingartæki. Hann fer á síldveiðar þegar hann verður tilbúinn. Eigandi bátsins er Miðnes h.f

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolutionMargrét GK 707 á skaki

2794. Margrét GK 707 ex Margrét HF 4. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Handfærabáturinn Margrét GK 707 er að veiðum skammt utan við Grindavík á þessum myndum Jóns Steinars frá því um daginn.

Margrét GK 707 hét upphaflega Ásdís SH 154 og var smíðuð árið 2010. Hefur heitið þessum tveim nöfnum en Margrét hefur verið HF 4, ÞH 21 og nú GK 707.

Eigandi Margrétar GK 707 er Dorg ehf. í Grindavík.

2794. Margrét GK 707 ex Margrét HF 4. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution