Barcelona Express

Barcelona Express við komuna til Malaga í dag.

Barcelona Express kom til hafnar í Malaga í dag og smellti ég myndum af því við það tækifæri.

Þetta skip, sem siglir undir fána Hong Kong, var smíðað hjá Hanjin Subic Shipyard í Olongapo á Filippseyjum árið 2014.

Það er 227 metra langt, 37 metrar að breidd og mælist 41,268 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hrafn GK í haugasjó

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hrafn GK 111 kom til hafnar í Grindavík um kvöldmatarleytið í gær en haugasjór var og ölduhæðin 6,2 metrar.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hrafn GK 111 hét upphaflega Gullberg VE 292 og var smíðaður hjá Baatservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1974 fyrir Ufsaberg hf. í Vestmannaeyjum.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hrafn GK 111, sem áður hét Ágúst GK 95, er 48,46 metrar á lengd, 8,2 metra breiður og mælist 446 brl. / 601 BT að stærð.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Skipið var yfirbyggt 1977 og lengt 1995 og brúin hækkuð ásamt því að settur var á það bakki.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þorbjörn hf. í Grindavík er eigandi Hrafns GK 111.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hrafn GK 111 hét eins og áður segir upphaflega Gullberg VE 292, síðan Gullfaxi KE 292, og svo Ágúst GK 95.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution