Vigri RE 71 að veiðum

2184. Vigri RE 71. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hér birtist frystistogarinn Vigri RE 71 en myndirnar sýna hann að veiðum á Heimsmeistarahrygg í Skerjadýpi sl. fimmtudag.

Vigri RE 71 var smíðaður fyrir Ögurvík hf. í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1992.

Togarinn, sem er 1.217 brl. að stærð, er 66.96 metra langur og 13 metra breiður búinn 4.079 ha. Wartsiila vél.

Brim hf. keypti Ögurvík hf. í júní 2016 og í fyrra keypti HB Grandi Ögurvík af Brim.

Vigri RE 71 kom í stað eldri Vigra og Ögra RE 71 en þeir voru smíðaðir á sínum tíma fyrir Ögurvík hf. í Póllandi. Ögri var seldur Granda hf. þar sem hann fékk nafnið Akurey RE 3 og Vigri norður á Sauðárkrók þar sem hann fékk nafnið Skagfirðingur SK 4.

2184. Vigri RE 71. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Í Morgunblaðinu 8. október 1992 sagði svo frá:

Vigri RE 71, fullkomnasta frystiskip Íslendinga, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi en hann var smíðaður í Flekkufirði í Noregi.

Um borð í skipinu er m.a. sjálfvirkur frystibúnaður og Vigri er fyrsta frystiskipið með slíkan búnað. Skipstjóri er Steingrímur Þorvaldsson, yfirvélstjóri Jón Bjarnason og 1. stýrimaður Sigurjón Kristjánsson.

Vigri RE er í eigu Ögurvíkur hf., sem gerir einnig út frystiskipið Frera RE, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Gísli Jón Hermannsson.

Í stað Vigra RE verða úreltir togararnir Skagfirðingur, Krossvík og Ásgeir.

2184. Vigri RE 71. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýi Páll Jónsson GK 7 kominn á flot

2957. Páll Jónsson GK 7 kominn á flot í Gdansk. Ljósmynd Kjartan Viðarsson 2019.

Eins og sagði hér á síðunni í gær var stefnt að því að þetta glæsilega 45 metra langa og 10,5 metra breiða línu­skip sem er á myndunum færi á flot í dag.

Og það gekk eftir því hinn nýi Páll Jónsson GK 7 var sjósettur hjá Alkorskipasmíðastöðinni í morgun.

Sem fyrr var það Kjartan Viðarsson útgerðarstjóri Vísis hf. sem tók myndir og gaf leyfi fyrir birtingu þeirra hér á síðunni.

2957. Páll Jónsson GK 7 fór á flot í morgun í Gdansk. Ljósmynd Kjartan Viðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arnar HU 1

2265. Arnar HU 1 ex Neptun. Ljósmynd Þór Jónsson 2019.

Frystitogarinn Arnar HU 1 frá Skagaströnd sést hér á toginu en þessi 60 metra togari er í eigu FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki.

Skagstrendingur hf. á Skagaströnd keypti togarann frá Rússlandi árið 1996 og sagði m.a svo frá í 5. tbl. Ægis það ár:

Nýr skuttogari bœttist við flota Skagstrendinga 28. mars sl., en þann dag kom Arnar HU 1 til landsins, nánar tiltekið til Reykjavíkur.

Skuttogari þessi, sem upphaflega hét Andrias í Hvannasundi, síðar Neptun, er keyptur frá Rússlandi en er smíðaður árið 1986 fyrir Fœreyinga hjá Langsten Slip & Bátbyggeri A/S í Tomrefjord í Noregi, smíðanúmer 114 hjá stöðinni.

Hönnun skipsins var í höndum Skipsteknink A/S í Álesund í Noregi, en skrokkur skipsins var smíðaður hjá L.H. Salthammer Bátbyggeri A/S í Vestnes í Noregi.

Arnar HU 1 komst í eigu Skagfirðinga um áramótin 2005-2006 þegar Fiskiðjan Skagfirðingur keypti Skagstrending af Brimi og fyrirtækin sameinuðust undir nafni FISK Seafood ehf.

2265. Arnar HU 1 ex Neptun. Ljósmynd Þór Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution