Óli á Stað GK 99 í innsiglingunni til Grindavíkur

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þessar glæsilegu myndir tók Jón Steinar í gærkveldi þegar línubáturinn Óli á Stað GK 99 kom að landi í Grindavík.

Það var þungur sjór með sunnanbáru og þegar að vindur fór að blása að norðan á móti bárunni þá ýfist sjórinn og brimar, þó svo að hann sé alveg lúshægur.

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Óli á Stað GK 99 var smíðaður á Akureyri, í Seiglu, og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð.

Það er Stakkavík ehf. í Grindavík sem á bátinn og gerir út.

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Trausti ÍS 300

1170. Trausti ÍS 300. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson.

Á þessum myndum Sigurðar Jóhannessonar er Tausti ÍS 300 en myndirnar voru teknar árið 1972.

Trausti ÍS 300 frá Suðureyri við Súgandafjörð var smíðaður í Stálvík árið 1971. Hann hafði smíðanúmer 16 hjá Stálvík og var smíðaður eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar

Í Morgunblaðinu þann 20. júní 1971 sagði m.a svo frá í frétt frá fréttaritara blaðsins í Súgandafirði:

Sautjánda júni í kom hingað nýtt fiskiskip, sem smíðað var hjá Stálvík h.f. í Garðahreppi. Skipið er 123 lestir samkvæmt nýja málinu, smíðað úr stáli, sérstaklega teiknað til togveiða auk línu- og netaveiða. 

Var skipinu gefið nafnið Trausti eftir bátum Ólafs Gissurarsonar frá Ósi í Bolungarvík. Skipið mun stunda grálúðuveiðar með línu og fer í fyrsta túrinn á morgun. 

Eigandi m.b.Trausta ÍS 300 er Fiskiðjan Freyja h.f., skipstjóri Ólafur Ólafsson og fyrsti vélstjóri Jens Ásmundsson.

1170. Trausti ÍS 300. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson.

Trausti ÍS 300 var seldur til Keflavíkur árið 1973 þar sem hann fékk nafnið Valþór KE 125. Útgerð Trausta keypti stærri bát frá Noregi sem kom í nóvember 1973 og hét Sverdrupson ÍS 300

Hér má lesa sögu bátsins sem var að lokum rifinn í Krossanesi við Eyjafjörð árið 2007

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vésteinn GK 88 kemur að

2908. Vésteinn GK 88. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir í gærkveldi þegar línubáturinn Vésteinn GK 88, sem Einhamar Seafood ehf, gerir út, kom að landi í Grindavík.

2908. Vésteinn GK 88. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

„Það var aðeins farið að anda að norðan á móti sunnanbárunni í gærkveldi þegar að Vésteinn var að koma að landi og þegar að aðstæðum háttar þannig ýfist sjórinn upp þannig að það verður öllu tilkomumeira að sjá bátana koma inn“ sagði ljósmyndarinn.

2908. Vésteinn GK 88. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Vésteinn GK 88 bættist í flota Einhamars í Grindavík snemma árs 2018 en fyrir gerði fyrirtækið út Auði Vésteins SU 88 og Gísla Súrsson GK 8

Bátarnir eru allir smíðaðir hjá Trefjum í Hafnarfirði af gerðinni Cleopatra 50. Búnir línubeitningarvélum.

Þeir eru tæplega 30 brúttótonn og tæpir 15 metrar á lengd. 

2908. Vésteinn GK 88. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution