Fríða Dagmar ÍS 103

2817. Fríða Dagmar ÍS 103. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Bolvíski línubáturinn Fríða Dagmar ÍS 103 er á þessum myndum að koma inn til Grindavíkur undir kvöld í gær í suðaustan skítveðri eins og ljósmyndarinn orðaði það.

Fríða Dagmar ÍS 103 er í eigu útgerðarfélagsins Salting ehf. og var smíðuð hjá bátasmiðjunni Trefjum árið 2012. Upphaflega var báturinn Cleopatra 40B en eftir að hafa verið lengdur telst hann vera Cleopatra 50.

2817. Fríða Dagmar ÍS 103. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Það er nú ekki oft sem vestfirskir bátar detta inn á síðuna en kemur þó fyrir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haukaberg SH 20

1399. Haukaberg SH 20. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Haukaberg SH 20 frá Grundarfirði er hér á siglingu á Breiðafirði, sennilega á vetrarvertíðinni 1982 frekar en 1983.

Í 16-17 tbl. Ægis 1974 sagði ma. svo frá:

11. október s.l afhenti Þorgeir & Ellert h.f. Akranesi nýtt 104 rúmlesta stálfiskiskip, smíðanúmer 30 hjá stöðinni. Skipið sem ber nafnið Haukaberg SH 20 er eign
Hjálmars Gunnarssonar, Grundarfirði. Haukaberg SH 20 er 6. skipið sem stöðin
byggir eftir sömu teikningu.

Og í Morgunblaðinu 15. október sama ár er getið um komu Haukabergsins til heimahafnar:

Nýsmíðað skip kom hingað s.l. laugardag frá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Heitir skipið Haukaberg SH 20 og er það eign Hjálmars Gunnarssonar útgerðarmanns í Grundarfirði.

Öllum sem skoðað hafa skipið ber saman um að það sé mjög glæsilegt og vandað á allan hátt og er Hjálmar mjög ánægður með öll samskipti við skipasmíðastöðina á Akranesi. Haukabergið mun halda á togveiðar innan skamms.

Annars er fátt að frétta héðan, en slátrun er í fullum gangi.

Svo mörg voru þau orð en Haukaberg SH 20 heitir Patrekur BA 64 í dag og hafði verið yfirbyggt, skutlengt ný brú sett á það áður en það var selt frá Grundarfirði 2015.

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði (LVF) keypti hlutafélagið Hjálmar í Grundarfirði sumarið 2015, en félagið var eigandi Haukabergs ásamt 400 tonna veiðiheimildum.

Í nóvember það ár seldi LVF Haukabergið til Odda á Patreksfirði án veiðiheimilda sem fékk nafnið Patrekur BA 64.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Aquamarine M-0272 frá Murmansk

Aquamarine M-272 ex Orcades Viking. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Rússneski togarinn Aquamarine M-272 kom til hafnar í Hafnarfirði í gærmorgun en Rússarnir eru að undirbúa karfavertíðina á Reykjaneshryggnum.

Togarinn, sem er í eigu NOREBO útgerðarrisans, var smíðaður árið 1991 og er með heimahöfn í Murmansk.

Smíði þessa skips hófst fyrir Færeyinga hjá P/f Skala Skipasmidja í Skála og átti að bera nafnið Heygadrangur. Smíði skipsins hófst á árinu 1987 en lauk ekki fyrr en á árinu 1991 en stöðin í Skála lenti í fjárhagserfiðleikum á smíðatímanum. Skipið var klárað í Karstensens Skibsværft A/S í Skagen.

Skipið var selt áður en það var fullklárað til Scotlands og fékk þar nafnið Orcades Viking III K 175 og gert út frá Kirkwall.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution