Schillplate við Bökugarðinn

Schillplate við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Flutningaskipið Schillplate kom upp að Bökugarðinum í morgun með hráefnsfarm fyrir PCC á Bakka.

Skipið var smíðað í Víetnam árið 2009 og er 2,415 GT að stærð. 85 metra langt og 12 metra breitt.

Schillplate, sem siglir undir fána Gibraltar, hét upphaflega 002 Lisemco Haipong og síða Schill.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristbjörg ÞH 44 og Haförn SK 17

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjubátarnir Kristbjörg ÞH 44 frá Húsavík og Haförn SK 17 frá Sauðárkróki eru á þessum myndum sem teknar voru að mig minnir í Héraðsflóa.

Þessir bátar tengjast að því leyti að Dögun hf. keypti Kristbjörgu ÞH 44 til Sauðárkróks árið 1997 og leysti hún Haförn S 17 af hólmi við hráefnisöflun fyrir rækjuverksmiðju fyrirtækisins.

100. Haförn SK 17 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bátarnir voru báðir smíðaðir í Noregi, Kristbjörg ÞH 44 hét upphaflega Sóley ÍS 22 frá Flateyr og kom árið 1966. Haförn SK 17 hét upphaflega Hoffell SU 80 og var smíðaður 1959. Báðir eru bátarnir farnir í pottinn illræmda.

1009. Kristbjörg ÞH 44 – 100. Haförn SK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýja Vestmannaey VE 54 komin út úr húsi í Aukra

2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Guðmundur Alfreðsson 2019.

Hin nýja Vestmannaey VE 54 var tekin út úr húsi í morgun, máluð og fín. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að notaður sé vagn til að færa skipið út úr húsinu og mun hann flytja það út á pramma. Pramminn verður síðan dreginn út og fjörð og þar verður honum sökkt undan skipinu. Gert er ráð fyrir að Vestmannaey muni fljóta í fyrramálið.

Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins er í Aukra og fylgist grannt með. Hann segir að mönnum lítist afar vel á Vestmannaey og brosi allan hringinn. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að vélar skipsins verði gangsettar 4. eða 5. maí.

2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmyndari Guðmundur Alfreðsson 2019.

Systurskip Vestmannaeyjar, Bergey, er einnig í smíðum í Aukra og er ráðgert að það verði sjósett í ágúst nk. Skipin eru tæplega 29 metrar að lengd og 12 metra breið og há. Sumir segja að þessi skip séu stór-lítil.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Máni ÞH 98 að draga grásleppunetin við Tjörnes

1920. Máni ÞH 98 ex Máni EA 36. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Máni ÞH 98 er hér að draga grásleppunetin við austanvert Tjörnes á sumardaginn fyrsta.

Máni ÞH 98 var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1988 og hét upphaflega Þjóðólfur ÍS 86 og var lengi af gerður út frá Bolungarvík.

Þjóðólfur var síðan gerður út frá Suðurnesjum undir þrem nöfnum, fyrst Gefjun KE 19, síðan Þorbjörn GK 109 og Máni GK 109.

Keyptur norður í land árið 2009 af Þórði Birgissyni sem skráði hann fyrst í Hrísey sem Mána EA 36. Árið 2011 er hann skráður Máni ÞH 98 með heimahöfn á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution