Helga II RE 373

1903. Helga II RE 373. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Helga II RE 373 var smíðuð í Ulsteinvik í Noregi árið 1988 fyrir Ingimund hf. í Reykjavík og kom í stað eldra skips með sama nafni.

Nóta- og togveiðiskipið Helga II var 794 brl. að stærð, mesta lengd þess 51,62 metrar og breiddin 12,50 metrar.

Samherji hf. keypti Helgu II sumarið 1995 og fékk hún nafnið Þorsteinn EA 810.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Börkur NK 122

2983. Börkur NK 122. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2021.

Börkur NK 122 kom til heimahafnar á Neskaupstað í gær og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd þá.

Á vef Fiskifrétta segir m.a 

Skipið er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft AS þar í landi. Börkur er systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA sem kom til landsins í aprílbyrjun.

Nýr Börkur er smíðaður með flotvörpu- og hringnótaveiðar í huga þannig að hann er dæmigert uppsjávarveiðiskip. Hann mun leysa af hólmi skip sem ber sama nafn sem smíðað var í Tyrklandi árið 2012.

Nýi Börkur er 89 metrar að lengd, 16,6 metrar að breidd og mælt rúmlega 4.100 brúttótonn. Aðalvélar í skipinu eru tvær og kælitankar 13 talsins, alls 3.420 rúmmetrar. Í skipinu verða vistarverur fyrir 16 manns. Skipið kostar 5,7 milljarða króna heim komið.

Skip­stjór­ar á Berki verða þeir Hjörv­ar Hjálm­ars­son og Hálf­dán Hálf­dán­ar­son.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Valaberg GK 399

1031.Valaberg GK 399 ex Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Valaberg GK 399 hét áður Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 en upphaflega Magnús NK 72, smíðaður fyrir Ölver hf. á Neskaupsstað.

Smíðin fór fram árið 1967 í Lindstöl Skips & Baatbyggeri A/S í Risör í Noregi og var með smíðanúmer 263. Magnús, sem var 274 brl. að stærð, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í marsmánuði 1967.

Um Magnús NK 72 má lesa hér en hann var seldur til Grindavíkur í febrúarmánuði 1988. Þá fékk hann nafnið Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11. Í september sama ár fékk báturinn nafnið Valaberg GK 399, eigandi Sigluberg hf. í Grindavík.

Sigluberg hf. gerði einnig út Háberg GK 299 og Sunnuberg GK 199 og öfluðu þeir hráefnis fyrir Fiskimjöl & Lýsi í Grindavík.

Sigluberg hf. seldi Valaberg GK 399 Sævaldi Pálssyni í Vestmannaeyjum haustið 1989.

Báturinn fékk nafnið bergu VE 44 en meira um það síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Myndasyrpa frá komu Vilhems Þorsteinssonar EA 11 haustið 2000

2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar sunnudaginn 3. september árið 2000 þegar fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom til heimahafnar í fyrsta sinn.

Vilhelm Þorsteinsson var með smíðanúmer 310 frá Kleven Verft AS í Ulsteinvík í Noregi en skipsskrokkurinn var smíðaður hjá Northen Shipyard í Póllandi.

Skipið var selt til Rússlands síðla árs 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vilhelm Þorsteinsson EA 11- Myndasyrpa

2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér koma fleiri myndir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 sem teknar voru í morgun þegar hann kom til heimahafnar á Akureyri.

Vilhelm Þorsteinsson er stórt, glæsilegt og fullkomið skip, 89 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd. Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem aflinn verður kældur niður til að sem best hráefni komi að landi. 

Karstensens skipasmíðastöðin í Skagen Danmörku hannaði og smíðaði skipið eftir þörfum Samherja og naut ráðgjafar starfsfólks Samherja við verkið.

Óska eigendum og áhöfn Vilhelms Þorsteinssonar EA 11 til hamingju með skipið.

Vilhelm Thorsteinsson EA 11, a new pelagic fishing vessel built especially for Samherji, sailed into Eyjafjördur in Iceland for the first time yesterday. Vilhelm Thorsteinsson is a large, elegant and exceptionally well-equipped vessel, 89 meters long and 16.6 meters wide. The carrying capacity is well over three thousand tons in thirteen tanks, where the catch will be cooled down to bring the best possible raw material to land. 

In Skagen, Denmark, Karstensen’s shipyard designed and built the ship according to Samherji’s needs and enjoyed Samherji’s staff’s advice during the process. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hið glæsilega nóta- og togskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, kom til heimahafnar á Akureyri í morgun og var þessi mynd tekin við það tækifæri.

Meira síðar í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér koma fleiri myndir sem teknar voru þegar hið nýja og glæsilega skip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, kom til Akureyrar.

Skipið lagðist að bryggju í Krossanesi og fóru skipverjar í skimun vegna Covid 19 og að henni lokinni fór skipið aftur út á Eyjafjörðinn þar sem það mund dóla til fyrramáls.

Ráðgert er að skipið komi „formlega“ til heimahafnar í fyrramálið og leggist að Togarabryggjunni klukkan 10.00.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þórshamar GK 75

1501. Þórshamar GK 75 ex Götunes. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson.

Þórshamar GK 75, sem sést hér á loðnumiðunum um árið, var keyptur af Festi hf. í Grindavík frá Færeyjum árið 1978. Hann kom til fyrsta skipti til heimahafnar í Grindavík þann 3. nóvember það ár.

Í Færeyjum hét skipið Götunes, það var byggt árið 1974 hjá Vaagland Baatbyggeri, í Vaagland, Noregi, smíðanúmer 86.

Þórshamar var tveggja þilfara nótaveiðiskip, búið kæligeymum að hluta, og mældist 326 brl. að stærð. Lengd þess var 39,65 metrar og breiddin 7,93 metrar. Aðalvélin 900 Alpha diesel.

Meira af Þórshamri síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Finnsson RE 506

1283. Jón Finnsson GK 506 ex Havbas. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson.

Jón Finnsson GK 506 er hér með nótina á síðunni en myndina tók Jón Páll Ásgeirsson fyrir margt löngu síðan á loðnumiðunum.

Jón Finnsson GK 506 var í eigu Gauksstaða h/f í Garði og var keyptur frá Noregi árið 1972. Hann var smíðaður í Smedvik Mek. Verksted, í Tjörvaag og hét áður Havbas. Hann var lengdur um 6,1 metra árið 1971.

Jón Finnsson GK 506 var í eigu Gauksstaða hf. í Garði til ársins 1978 er hann var seldur Gísla Jóhannessyni í Reykjavík. Hann var yfirbyggður 1976 og gerður út hér við land til ársins 1985 að hann var seldur til Chile. 

Þar hélt hann nafninu og er enn að sem seiðaflutningaskip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Faxaborg GK 40

1314. Faxaborg RE 40 ex Moflag Junior. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson.

Hér kemur einn gullmolinn til úr safni Jóns Páls Ásgeirssonar en myndin sýnir Faxaborgina GK 40 koma til hafnar í Hafnarfirði (held ég) drekkhlaðin loðnu.

Faxaborg GK 40 var keypt til landsins frá Noregi árið 1973 en þetta 459 brl. skip, sem áður hét Moflag Junior, var í eigu Faxaborgar sf. í Hafnarfirði.

Skipið var byggt hjá A/S Hommelvik Mek. Verksted í Noregi árið 1967, en lengt um 6 metra árið 1969. Faxaborg var búin 1100 hestafla MWM aðalvél.

Faxaborg átti sér systurskip í íslenska flotanum þar sem Loftur Baldvinsson EA 24 var en brúin á þeim var ekki eins.

Faxaborg GK 40 var seld aftur til Noregs í janúar 1976.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution