Hoffell SU 80 landaði 1050 tonnum á Fáskrúðsfirði

2885. Hoffell SU 80 ex Smaragd. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segir frá löndunum kolmunnaskipa en á síðustu þremur dögum hafa þrjú skip landað þar um 5000 tonnum

Norderveg H-182-AV kom á laugardagskvöldið með tæp 1.900 tonn, Knester H-9-AV kom á mánudaginn með um 2.000 tonn.

Hoffell SU 80, sem er á meðfylgjandi mynd sem Börkur Kjartansson tók á dögunum á kolmunnamiðunum, kom í gærkvöldi með um 1.050 tonn.

Samtals er nú búið að taka á móti 15.300 tonnum, en fyrsta löndun á kolmunna þetta árið var 15. febrúar þegar Hoffellið landaði 1.580 tonnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Álsey VE 2 komin á söluskrá

2772. Álsey VE 2 ex Delta H. LJósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Eyjafréttir segja frá því í dag að uppsjávarskipið Álsey VE 2 sem er í eigu Ísfélagsins sé til sölu.

Álsey var smíðuð í Flekkefjord í Noregi 1987 en keypt til landsins 2007. Hét áður Delta H.  Álsey VE 2 er 66,65 metrar á lengd og 12,60 metra breið. Mælist 2,156 BT að stærð búin 4012 hestafla Bergen Diesel aðalvél.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Beitir NK 123 í vari við strendur Írlands

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Beitir NK 123 var í vari á Donegalflóa á Írlandi í gær eins og fleiri íslensk kolmunnaveiðiskip.

Beitir hét áður Gitte Henning S 349 og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Western Baltija Shipbuilding í Litháen en kom nýr til Danmerkur í apríl 2014.

Beitir NK 123 er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og mælist 4.138 brúttótonn að stærð. 

Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu  hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél,

Síldarvinnslan keypti hann til landsins síðla árs 2015 og fór Beitir sem þá var upp í kaupin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Börkur NK 122 í vari á Donegalflóa

2865. Börkur NK 122 ex Malen S. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Það er slæmt veður á kolmunnamiðunum við Írland og spáin fyrir næstu daga er ljót.  Ekki er gert ráð fyrir að fari að lægja fyrr en undir helgi eða á fimmtudag eða föstudag.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Síldarvinslunnar sem sló á þráðinn til Hálfdans Hálfdanarsonar skipstjóra á Berki og spurðist frétta.

Nú er ekki mikið að frétta af veiðiskap. Við komum á miðin og tókum tvö hol og þurftum þá að sigla í var. Aflinn í þessum tveimur holum var samtals um 380 tonn. Við liggjum nú í vari á Donegalflóa sem er mikill flói norðarlega á Írlandi.

Á bak við næsta nes er bærinn Kyllibegs en það er sjávarútvegsbær og þar er eina stóra fiskimjölsverksmiðjan á Írlandi eftir því sem ég veit best.

Hér á Donegalflóa liggja einnig Beitir, Sigurður og Grandaskipin Víkingur og Venus ásamt einum Færeyingi og einum Norðmanni. Aðalsteinn Jónsson er einnig að koma hingað þannig að segja má að það sé traffík á bleyðunni. Höfnin í Kyllibegs er síðan full af Norðmönnum.

Það er ekkert útlit fyrir veiðiveður næstu daga og því er tíminn hér um borð nýttur til að lagfæra ýmislegt og þrífa. Það er alltaf nóg að gera. Hér á flóanum er bara sunnan gola og sveitabæir allt um kring þannig að við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Í talstöðinni hljóma hins vegar sífelldar stormviðvaranir,“ segir Hálfdan.

Þannig er nú það en Börkur Kjartansson vélstjóri á Víkingi AK 100 tók þessa mynd af nafna sínu ásamt fleirum sem birtast síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Sigurður VE 15 á útleið

2883. Sigurður VE 15. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Sigurður VE 15 lét úr höfn í Vestmannaeyjum undir kvöld og náði Hólmgeir Austfjörð þessum myndum af honum.

Íslensku kolmunnaveiðiskipin hafa verið að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi og því löng sigling framundan hjá þeim á Sigurði.

2883. Sigurður VE 15. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Sigurður VE 15 var smíðaður hjá Celektrans í Tyrklandi og afhentur árið 2014. Skipið er 80,3m langt, 17m breitt og 3.763BT.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Heimaey VE 1 kemur til hafnar með kolmunna

2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Heimaey VE 1 kom til hafnar í Vestmannaeyjum á sjöunda tímanum með kolmunnafarm.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir sem hér birtast af skipinum en kolmunnaskipin hafa verið að veiðum vestur af syðsta odda Írlands undanförnu. Það er alþjóðlegt hafsvæði.

2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Heimaey VE 1 var smíðuð fyrir Ísfélag Vestmannaeyja í Chile og afhent árið 2012. Hún er 71 metrar að lengd og 14 metrar á breidd, mælist 2,263 GT að stærð.

2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.
2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Víkingur AK 100

220. Víkingur AK 100. Ljósmynd Kristján Friðrik Sigurðsson.

Víkingur AK 100 er hér á loðnumiðunum , sennilega sumarið 2004.

Myndina tók Kristján Friðrik Sigurðsson sem var þá í afleysingartúr á Björgu Jónsdóttur ÞH 321.

Um Víking AK 100 er það að segja að hann hét alla tíð Víkingur AK 100 og þjónaði eigendum sínum í yfir hálfa öld

Byggður í Þýskalandi 1960 sem síðutogari fyrir Síldar- og fiskimjölverk-smiðju Akraness. Yfirbyggður og breytt í nótaskip árið 1977.

Sögu Víkings AK 100 má lesa í greina Haraldar Bjarnasonar í Skessuhorni

Með því að smella á myndina er hægt að skoð ahana í hærri upplausn.

Júpíter ÞH 61

161. Jípíter ÞH 61 ex Júpíter RE 161. Ljósmynd Kristján Friðrik Sigurðsson.

Á þessum myndum Kristjáns Fr. Sigurðssonar má sjá samvinnu sjómanna á miðunum við Ísland.

Júpíter ÞH 61 er búinn að fylla sig af loðnu og Björg Jónsdóttir ÞH 321 kemur að honum til að fá það sem eftir er í nótinni.

161. Júpíter ÞH 61 ex Júpíter RE 161. Ljósmynd Kristján Fr. Sigurðsson.

Þegar myndirnar voru teknar var flotinn við loðnuveiðar að sumarlagi.

161. Júpíter ÞH 61 – 1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321. Ljósmynd Kristján Fr. Sigurðsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Jón Garðar GK 475

989. Jón Garðar GK 457. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Jón Garðar GK 475 kom nýsmíðaður til landsins 23. júlí árið 1965 og var þá stærsti síldarbátur landsins.

Í 7. tbl. Faxa það ár sagði svo frá:

Stærsti bátur síldarflotans.

Föstudaginn 23. júl. í sumar kom til landsins stærsti síldarbátur íslenzka flotans, Jón Garðar, GK 475, eigandi hans er hinn landskunni útgerðarmaður, Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum í Garði. 

Jón Garðar er 317 rúmlestir að stærð. Hann er byggður hjá Kaarbös Mekaniske Værksted A/S, Harstad, og er þetta sjötta skipið sem þessi skipasmíðastöð byggir fyrir Íslendinga, hin fyrri eru Grótta, Árni Magnússon, Jón Kjartansson, Höfrungur III og Arnar.

Þessi skip eru öll þekkt sem mikil aflaskip. Guðmundur Jónsson bindur miklar vonir við hið nýja, stóra og glæsilega skip, sem er búið öllum þeim tækjum, sem nú eru notuð í nýtízku báta, sem notaðir eru til síldveiða. 

Í skipinu eru 700 hestafla Wicman aðalvél, og gekk skipið í reynslusiglingu tólf mílur. Í því eru tvær Volvopenta hjálparvélar hvor um 80 hestöfl. Þá eru þar þrjú Simradtæki, sérstök ísvél, sem framleiðir 8 tonn af ís á sólarhring. Jón Garðar á því að geta komið með betri síld ef sigla þarf langt með hana. Í skipinu er síldardæla af nýjustu gerð. 

Gunnar Guðmundsson veitti skipinu viðtöku fyrir hönd föður síns, en skipstjóri á því er Víðir Sveinsson, sem hefur verið með Víði II að undanförnu. Umboðsmenn skipasmíðastöðvarinnar á Íslandi eru Eggert Kristjánsson & Co hf. 

1975 var báturinn seldur Hilmari Rósmundssyni og Theódóri Ólafssyni Vestmannaeyjum og nefndu þeir hann Sæbjörgu VE 56. Skipið var lengt og yfirbyggt 1978. Sæbjörgin strandaði austan við Stokksnes þann 17 des. 1984  og eyðilagðist. Áhöfnin, 14 manns, bjargaðist í land með hjálp björgunarsveitarinnar á Hornafirði. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.