Kap II við bryggju á Akureyri

1062. Kap II VE 4 ex Óskar Magnússon AK 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Loðnuskipið Kap II VE 4 liggur hér við bryggju á Akureyri um árið og í baksýn má greina Sæþór EA 101 og Sigurð Pálmason HU 333.

Kap VE 4 var smíðuð í Stálvík árið 1967 og hét upphaflega Óskar Magnússon AK 177. Í byrjun ágústmánaðar 1976 bættist Kap II VE 4 í Eyjaflotann þegar Bessi s/f festi kaup á Óskari Magnússyni AK 177 en nýr Óskar Magnússon var í smíðum á Akureyri.

Nánar má lesa um skipið hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ásgrímur kom með um 1000 tonn af síld

2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 ex Lunar Bow. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020.

Ásgrímur Halldórsson SF 250 kemur hér að landi á Hornafirði í gær með um 1000 tonn af síld sem fer til vinnslu hjá Skinney-Þinganesi.

Ásgrímur Hallórsson SF 250 var smíðaður hjá Simek skipamíðastöðinni í Noregi árið 2000 fyrir Lunar Fishing í Skotlandi og hlaut þá nafnið Lunar Bow. 

Skinney-Þinganes hf. keypti skipið til Íslands árið 2008 og gaf því nafnið Ásgrímur Halldórsson SF 250.

Skipið er 61,2 metrar að lengd, 13,2 metra breitt og mælist 1528 brúttótonn að stærð. Aðalvél 7707 hestafla Wartsila.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Víkingur AK 100

220. Víkingur AK 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessar myndir af Víkingi AK 100 koma til hafnar í Reykjavík voru teknar um miðjan níunda áratug síðustu aldar, að haustlagi ef minni ljósmyndarans er rétt.

Um Víking AK 100 er það að segja að hann hét alla tíð Víkingur AK 100 og þjónaði eigendum sínum í yfir hálfa öld

Byggður í Þýskalandi 1960 sem síðutogari fyrir Síldar- og fiskimjölverksmiðju Akraness. Yfirbyggður og breytt í nótaskip árið 1977. 

Sett var ný brú á Víking sumarið 1989 og var það Slippstöðin á Akureyri sem sá um verkið.

Sögu Víkings AK 100 má lesa í grein Haraldar Bjarnasonar í Skessuhorni

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hafursey VE 122

1416. Hafursey VE 122 ex Steinunn SF 107. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Hafursey VE 122 hét upphaflega Skarðsvík SH 205 og var í eigu samnefnds fyrirtækis á Hellisandi.

Hér má lesa sögu skipsins en það var árið 2009 sem Kópavík ehf. í Vestmannaeyjum keypti það frá Hornafirði og nefndi Hafursey VE 122.

Árið 2011 keypti Vísir hf. í Grindavík skipið og stóð það uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur um árabil undir nafninu Sævík GK 257.

Sumarið 2018 kom skipið heim eftir gagngerar breytingar í Póllandi og undir nýju nafni, Sighvatur GK 57.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eldborg HF 13

1525. Eldborg HF 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eldborg HF 13 siglir hér til hafnar á Eskifirði haustið 1984, eða 1986, og myndin var tekin úr síldveiðibátnum Geira Péturs ÞH 344.

Eldborg HF 13 var smíðuð fyrir samnefnda útgerð árið 1978 og kom til heimahafnar í Hafnarfirði 30. desember það ár.

Skipið var smíðanúmer 136 hjá Fartygsentreprenader AB í Uddevalla í Svíþjóð, sem sá um smíðina. Smíði skipsins var hins vegar með þeim hœtti að smíði á skipsskrokk og yfirbyggingu fór fram í Svíþjóð hjá Karlstadverken.

Síðan var skipið dregið til Danmerkur, þar sem smíðinni var lokið, þ.e. smíði innréttinga, niðursetning á véla- og tœkjabúnaði og annar frágangur.

Það var skipsmíðastöðin Ørskovs Staalskipsvœrft í Fredrikshavn, sem annaðist þennan verkþátt sem ber númer 105 hjá stöðinni. Heimild Ægir 2. tbl. 1979.

Eldborg HF 13 var 59 metrar að lengd, breidd skipsins er 12 metrar og aðalvélar tvær 1600 hestafla Nohab.

Árið 1988 var Eldborg HF 13 keypt til Eskifjarðar þar sem hún fékk nafnið Hólmaborg SU 11.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Svanur RE 45

1029. Svanur RE 45 ex Esjar RE 400. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Svanur RE 45 er hér á siglingu á einhverjum firðinum fyrir austan en myndina tók Hreiðar Olgeirsson á síldarvertíð 1982 eða 3.

Svanur RE 45 hét upphaflega Brettingur NS 50 og var smíðaður árið 1967 fyrir Tanga h/f á Vopnafirði í Flekkufirði í Noregi. Brettingur var 317 brl. að stærð, búinn 800 hestafla Lister aðalvél.

Brettingur NS 50 var seldur til Reykjavíkur sumarið 1972 og fékk nafnið Esjar RE 400. Ári síðar keyptu Ingimundur Ingimundarson og Pétur Axel Jónsson Esjar og gefa honum nafnið Svanur RE 45. 

Rúmu ári síðar er Ingimundur orðinn einn eigandi að Svaninum sem var RE 45 til ársins 2002. Þá varð hann RE 40 þegar nýrri og stærri Svanur RE 45 leysti hann af hólmi.

Svanur RE 40 var seldur úr landi árið 2003 en hann hafði verið lengdur og yfirbyggður árið 1979 og mældist þá 330 brl. að stærð. Þá var einnig skipt um aðalvél, 1.330 hestafla Wartsila kom í stað Listersins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðrún Þorkelsdóttir SU 211

2944. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 ex Qavak GR 2 1. Ljósmynd Þór Jónsson 2020.

Þór Jónsson á Djúpavogi, skipverji á Ljósafelli SU 70, tók þessa mynd af Guðrúnu Þorkelsdóttur SU 211 á miðunum seint í ágústmánuði.

Eskja hf. keypti skipið haustið 2017 en það hét áður Qavak GR 2 1 og var í eigu dótturfélags Brims á Grænlandi.

Upphaflega hét skipið, sem var smíðað í Noregi árið 1999, Vendla H-40-AV og var gert út frá Bergen. Árið 2013 fékk það nafnið Vendla II en 2015 var það selt til Grænlands þar sem það fékk nafnið Qavak GR 2 1.

Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 er tæplega 68 metrar að lengd, breidd hennar er 13 metrar og hún mælist 1773 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jóna Eðvalds

2618. Jóna Eðvalds SF 200 ex Krossey SF 20. Ljósmynd Sverrir Aðalsteinsson 2020.

Uppsjávarveiðiskipið Jóna Eðvalds SF 200 kom til Hafnar í Hornafirði í dag og tók Sverrir Aðalsteinsson þessa mynd eftir að hún lagðist að bryggju.

Á heimasíðu Skinneyjar-Þinganess segir:

Jóna Eðvalds var smíðuð hjá Flekkefjord skipasmíðastöðinni í Noregi árið 1975.  Skipið hét áður Birkeland, Björg Jónsdóttir og Krossey. Jóna fór í miklar endurbætur í Póllandi árið 2004 þar sem skip var um aðalvél og ný brú sett á skipið. 2008 var frystilestum breytt og RSW kælikerfi sett í lestar skipsins. Jóna Eðvalds stundar uppsjávarveiðar á síld, loðnu og makríl. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýr Börkur sjósettur í Póllandi

Börkur NK 122. Ljósmynd svn.is 2020.

Í gær hófst vinna við að sjósetja nýjan Börk en hann er í smíðum hjá danska fyrirtækinu Karstensens Skibsværft AS. Skrokkur skipsins er smíðaður í skipasmíðastöð Karstensens í Gdynia í Póllandi og þar fer sjósetningin fram.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að skrokkurinn verði dreginn í nóvember nk. til Skagen í Danmörku og þar verður skipið fullklárað. Skipið verður sjósett án yfirbyggingar en hún verður sett á eftir sjósetninguna.

Sjósetningin fer þannig fram að hjólabúnaður er settur undir skipsskrokkinn og honum ekið út á stóran flotpramma sem er síðan dreginn frá bryggju og út á nægjanlegt dýpi. Sjó er síðan dælt í tanka prammans og honum sökkt nægilega mikið til að skipið fljóti. Það er síðan dregið að bryggju við skipsamíðastöðina þar sem haldið verður áfram að vinna í því.

Hinn nýi Börkur verður hið glæsilegasta skip í alla staði en það er byggt til nóta – og flotvörpuveiða. Lengd skipsins er 88 metrar, breiddin 16,6 metrar og dýptin 9,6 metrar. Stærð skipsins er 4.100 brúttótonn. Í skipinu verða tvær aðalvélar 3.600 kw hvor og ásrafall skipsins verður 3.500 kw. Þá verður í skipinu 820 kw hjálparvél. Alls verða 13 kælitankar í skipinu og til að kæla aflann verða tvö kerfi, hvort um sig 1.500 kw. Samtals verða tankarnir 3.420 rúmmetrar. Vistarverur verða fyrir 16 manns.

Gert er ráð fyrir að smíði skipsins verði að fullu lokið á komandi vori.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skinney SF 20 kom til Grindavíkur í dag

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Skinney SF 20 kom til löndunar í Grindavík í dag en hún er á humarveiðum sem ganga tregla nú sem síðustu ár.

Skinney, var líkt og systurskipið Þórir SF 77,  smíðuð hjá Ching Fu Shipbuilding co.,LTD skipasmíðastöðinni í Taiwan árið 2008 fyrir Skinney-Þinganes hf. á Höfn í Hornafirði.

Þau komu til landsins vorið 2019 eftir umfansmiklar breytingar í Póllandi sem m.a fólust í um 10 metra lengingu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution