Jón Finnsson RE 506

1742. Jón Finnsson RE 506. Ljósmynd Sigfús Jónsson.

Jón Finnsson RE 506 sem hér sést var smíðaður smíðaður í Shiprepair Yard Gryfia í Stettin í Póllandi árið 1987 fyrir Gísla Jóhannesson útgerðarmann. 

Kom hann í stað eldra skips með sama nafni sem selt var til Chile árið 1985.

1995 keypti Ljósavík hf. í Þorlákshöfn skipið sem fékk nafnið Hersir Ár 4. Vinnslustöðin hf. keypti Hersir ÁR 4 vorið 1997 og fékk hann nafnið Kap VE 4. Árið 1998 var skipið selt Faxamjöli hf. og fékk það þá nafnið Faxi RE. Það var síðan skráð hjá HB Granda eftir að dótturfélagið Faxamjöl var sameinað móðurfélaginu.

Vinnslustöðin keypti síðan Faxa RE aftur til Vestmannaeyja síðla árs 2015 og fékk skipið afur nafnið Kap VE 4. Skipið var lengt árið 2000 og mælist eftir það 893 brl./1411 BT að stærð. Lengd þess og breidd er 60×11 metrar. Aðalvélin er af Warstilagerð, 5800 hestöfl, sett niður um leið og skipið var lengt árið 2000.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björg Jónsdóttir ÞH 321

1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 Höfðavík AK 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1996.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í apríl 1996 þegar ný Björg Jónsdóttir ÞH 321 kom til heimahafnar í fyrsta skipti. Þetta var sú sjötta í röðinni ef rétt er munað.

Þriðjudaginn 23. apríl 1996 birtist eftirfarandi frétt í Degi og til gamans má nefna það að ein þessara mynda prýddi frétttina:

Ný Björg Jónsdóttir ÞH-321 kom til heimahafnar, Húsavíkur, sl. laugardag. Skipið er keypt á Akranesi af Krossvík hf. á Akranesi, 500 brl. að stærð og hét áður Höfðavík AK-300.

Útgerðarfyrirtækið Langanes hf. átti fyrir tvö báta; Björgu Jónsdóttur ÞH-321, sem var seld til G. Ben hf. á Árskógssandi, og Björgu Jónsdóttur II ÞH-320, sem seld var til Siglfirðings hf. á Siglufirði.

Skipinu var breytt hjá skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi og kostuðu breytingarnar um 80 milljónir króna. Á Akranesi var sett í skipið allur nótaveiðibúnaður, m.a. kraftblakkir, nótaniðurleggjari, fiskidælur og loðnuskiljur auk nýs asdictækis.

Mikið af fiskileitar- og siglingatækjum í brú voru endurýjuð og brúin innréttuð að nýju. Lestin hefur verið hólfuð og er með einangruðum síðum, sem tryggir verulega ferskleika hráefnisins. Skipið getur borið um 850 tonn af síld eða loðnu.

Skipstjórar verða Aðalgeir og Sigurður Bjarnasynir, synir Bjarna Aðalgeirssonar, framkvæmdastjóra Langaness hf., sem áður voru með Björgu Jónsdóttur og Björgu Jónsdóttur II. Aflaheimildir þeirra báta verða sameinaðar á nýja skipið.

Svo mörg voru þau orð en skipið fékk nafnið Bjarni Sveinsson ÞH 322 þegar ný Björg Jónsdóttir var keypt árið 2004. Skinney-Þinganes hf. eignaðist Bjarna Sveinson ÞH 322 og Björgu Jónsdóttur ÞH 321 haustið 2006 og um ári síðar var skipið selt til Noregs.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Arney KE 50 á siglingu

1416. Arney KE 50 ex Ásborg EA 259. Ljósmynd Pétur Helgi Pétursson.

Arney KE 50 sem hér sést á siglingu hét upphaflega Skarðsvík SH 205 og var í eigu samnefnds fyrirtæki á Hellisandi.

Skarðsvík SH 205 var smíðuð árið 1975 hjá Baatservice Verft A/S í Mandal í Noregi, hún hafði smíðanúmer 620. Hún var fjórða og jafnframt síðasta stálfiskiskipið í raðsmíði stöðvarinnar fyrir íslenska aðila. Þrjú þau fyrri voru Gullberg VE 292, Huginn VE 55 og Árni Sigurður AK 370. Skarðsvík var yfirbyggð árið 1977.

Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi festi kaup á Skarðsvík SH 205 vorið 1990 og varð hún við það AK 205. Í nóvember sama ár keypti Borg h/f í Hrísey skipið og nefndi Ásborgu EA 259.

Það var svo í desembermánuði 1992 sem Arney ehf. í Keflavík keypti skipið sem í ársbyrjun 1993 fékk nafnið sem það ber á myndinni, Arney KE 50.

Arney KE 50 var gerð út frá Sandgerði fram yfir aldamót en Skinney-Þinganes hf. keypti útgerðina vorið 2001 Við það fékk Arney nafnið Steinunn SF 10 sem hún bar til ársins 2009 en það sumar var hún seld til Vestmannareyja. Það var Kópavík ehf. sem keypti Steinunni, sem þá var orðin SF 107, og nefndi Hafursey VE 122.

Árið 2011 keypti Vísir hf. skipið og stóð það uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur um árabil undir nafninu Sævík GK 257. Sumarið 2018 kom skipið heim eftir gagngerar breytingar í Póllandi og undir nýju nafni, Sighvatur GK 57, og leysti gamla nafna sinn af hólmi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Hákon kom til Vestmannaeyja í dag

2407. Hákon EA 148. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Uppsjávarveiðiskipið Hákon EA 148 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir af skipinu.

Hákon EA 148 var smíðaður fyrir Gjögur hf. í Asmarskipasmíðastöðina í Talcahuano í Chile og kom til landsins 10. ágúst 2001.

Hákon EA 148 er 65,95 metrar að lengd, breidd hans er 14,40 metrar og hann mælist 3003 BT að stærð.

Heimahöfn hans er Grenivík og færi nú betur að sjá ÞH á honum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Einum of mikið af því góða

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019

Eins og kom fram á síðunni var Beitir NK 123 við veiðar á síldarmiðunum austur af landinu í gær. 

Flottrollið var látið fara um hádegi í gær og var það dregið í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 tonn. Sturla Þórðarson skipstjóri segir að þarna hafi verið mikla síld að sjá.

Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá þessu.

„Þetta var einum of mikið af því góða hjá okkur. Við viljum helst ekki fá svona mikinn afla í holi. Við viljum frekar smærri skammta. Þetta fékkst á Héraðsflóanum um 16 mílur út af Glettingi. Það voru 32 mílur frá veiðistaðnum í Norðfjarðarhöfn.

Þetta er fínasta síld og meðalþyngdin er 385 grömm. Síldin fer auðvitað öll til manneldisvinnslu. Það var bara eitt skip að veiðum þarna auk okkar; Aðalsteinn Jónsson SU.

Nú eru hins vegar fjórir bátar á leiðinni af makrílmiðunum í Síldarsmugunni á síldarmiðin. Það eru einungis fáir bátar eftir í Smugunni og enn er leitað að makríl en árangurinn hefur verið lítill upp á síðkastið,“ segir Sturla í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 tók meðfylgjandi mynd í gær af Beiti NK 123 þegar verið var að dæla síldinni um borð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Beitir NK 123 dælir síld um borð

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Beitir NK 123, skip Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, er hér að síldveiðum í dag, nánar tiltekið á Glettingarnesgrunni.

Beitir hét áður Gitte Henning S 349 og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Western Baltija Shipbuilding í Litháen en kom nýr til Danmerkur í apríl 2014. 

Beitir NK 123 er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og mælist 4.138 brúttótonn að stærð.  Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu  hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél,

Síldarvinnslan keypti hann til landsins síðla árs 2015 og fór Beitir sem þá var upp í kaupin. 

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Hákon EA 148 á miðunum

2407. Hákon EA 148. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019

Hérna koma tvær glænýjar myndir af Hákoni EA 148 en Hólmgeir Austfjörð tók þær á miðunum í morgun.

Hákon EA 148 var smíðaður fyrir Gjögur hf. í Asmarskipasmíðastöðina í Talcahuano í Chile og kom til landsins 10. ágúst 2001.

Hákon EA 148 er 65,95 metrar að lengd, breidd hans er 14,40 metrar og hann mælist 3003 BT að stærð. Heimahöfn hans er Grenivík.

2407. Hákon EA 148. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution


Gengur vel hjá nýjum skipstjóra á Hoffelli

2885. Hoffell SU 80 ex Smaragd. Ljósmynd Börkur Kjartansson.

Á vef Loðnuvinnslunnar segir í dag að í brúnni á Hoffelli sitji Sigurður Bjarnason, nýráðinn skipstjóri,  og sigli í land með 790 tonn af makríl. 

Er þetta fyrsti makríltúr Sigurðar á Hoffellinu

Þegar greinarhöfundur heyrði í Sigurði var Hoffellið úr af Berufirði og reiknaði skipstjórinn með að þeir yrðu í heimahöfn á Fáskrúðsfirði um kl. 20.30 sunnudagskvöldið 14.júlí.  

Aðspurður sagði Sigurður að það hefði gengið vel. “Við vorum í tvo og hálfan sólarhring á veiðum og fengum þennan afla suðvestur af Vestmannaeyjum” sagði Sigurður.  Hann sagði að veðrið hefið verið gott, nokkur kaldi á leiðinni út en síðan bara blíða.  Hann sagði líka að skipið hefði reynst vel og áhöfnin væri góð. “Þetta eru flottir strákar og mér líst mjög vel á þetta allt saman” bætti skipstjórinn við. 

Löndun úr Hoffellinu hefst fljótlega eftir að það leggst við bryggju og þegar aflinn verður kominn í land verður haldið á miðin á nýjan leik. “Ég er mjög sáttur og  það eru næg verkefni framundan” sagði Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffellinu að lokum og full ástæða til að óska honum og áhöfninn til hamingju með samstarfið“. Segir á vef Loðnuvinnslunnar.

Sigurður Bjarnason í brúnni á Hoffelli. Ljósmynd Loðnuvinnslan 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Erling KE 45

1361. Erling KE 45 ex Seley SU 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Erling KE 45 var gerður út rækju frá Húsavík hér áður fyrr og hér er hann að koma inn til löndunar. Eigandi skipsins var Saltver hf. í Keflavík. 

Skipið var byggt árið 1969 hjá A/S Eidsvik Skipsbyggeri Uskedal Noregi. Hann hét upphaflega Stjernøysund og var með heimahöfn í Hammerfest.

Erling hét upphaflega Pétur Jóhannsson SH 207 á íslenskri skipaskrá, en skipið var keypt hingað til lands árið 1974 af Smára sf. í Ólafsvík.

Í árslok 1976 var skipip selt Höfn hf. á Siglufirði, nafn og númer óbreytt, og tæpu ári síðar kaupa Ingvi Rafn Albertsson skipstjóri, Askja hf. og Friðþjófur hf. á Eskifirði skipið og nefna hann Seley SU 10.

Það er svo haustið 1982 sem Saltver hf. kaupir Seleyna og fær skipið þá nafnið Erling. Erling var, eins og áður segir, smíðaður í Noregi 1969 og mældist þá 236 brl. að stærð. Í honum var 700 hestafla Wichmann aðalvél.

Hann var yfirbyggður 1977 og síðan lengdur 1986. Eftir lenginguna mældist hann 328 brl. að stærð. 1985 var sett í hann ný aðalvél, 1100 hestafla B & W Man.    Heimild Íslensk skip.

Erling KE 45 sökk 11. desember 1990 eftir að hafa steytt á skerinu Borgarboða sem er skammt frá Hornafjarðarósnum. Þrettán skipverjar komust heilu og  höldnu í gúmíbáta og þaðan yfir í Þorstein GK 16 hálftíma eftir að skip þeirra steytti á skerinu. Heimild Morgunblaðið 12. desember 1990.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Venus NS 150 í slipp á Akureyri

2881. Venus NS 150. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019.

Venus NS 150 frá Vopnafirði er nú í flotkvínni á Akureyri og tók Hilmar Örn Kárason skipverji á Venusi þessa mynd.

Venus NS 150 hefur verið á kolmunnaveiðum og á heimasíðu HB Granda segir að slipptakan á Akureyri sé hefðbundin og skipið eigi að vera klárt til veiða að nýju 10. til 12, júni nk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.