Gullberg VE 292

2730. Gullberg VE 292 ex Gardar H-34-AV. Ljósmynd Óskar Franz 2022. Óskar Franz tók á dögunum þessar flottu myndir af Gullberginu VE 292, nýja uppsjávarveiðiskipi Vinnslustöðvarinnar, sem áður hét Gardar H-34-AV. Á vef VSV segir ma. um skipið: Gullberg er gríðarlega öflugt skip, smíðað árið 1998 en er mikið endurnýjuð í stóru og smáu, vel … Halda áfram að lesa Gullberg VE 292

Aðalsteinn Jónsson SU 11 í flotkvínni á Akureyri

2929. Aðalsteinn Jónsson SU 11 ex Libas. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Uppsjávarveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU 11 frá Eskifirði er þessa dagana í flotkvínni hjá Slippnum á Akureyri. Aðalsteinn Jónsson hét áður Libas og smíðaður árið 2004, hann er 94 metrar að lengd og tæpir 18 metrar á breidd. Eskja hf. á Eskifirði keypti skipið til … Halda áfram að lesa Aðalsteinn Jónsson SU 11 í flotkvínni á Akureyri

Serene LK 297 á Eyjafirði

IMO 9167928. Serene LK 297. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Þessi mynd var tekin sumarið 2006 þegar Serene LK 297 kom til Akureyrar en Samherji hf. hafði þá nýlega fest kaup á skipinu frá Hjaltlandseyjum. Skipið fékk nafnið Margrét EA 710 og hélt þessum fallega rauða lit til ársins 2010 en þá keypti Síldarvinnslan hf. það … Halda áfram að lesa Serene LK 297 á Eyjafirði

Nýja Hoffell SU 80 á Fáskrúðsfirði

IMO 9414709. Hoffell SU 80 ex Asbjörn HG 265. Ljósmynd Bergþór Bjarnason 2022. Nýja Hoffellið er komið inn á Fáskrúðsfjörð í brakandi blíðu og fékk ég þessa mynd senda áðan. Fjallið sem skipið er nefnt eftir gnæfir þarna yfir th. á myndinni. Í dag kl. 14:00 verður móttökuathöfn við Bæjarbryggjuna þar sem hið glæsilega skip … Halda áfram að lesa Nýja Hoffell SU 80 á Fáskrúðsfirði

Arnþór á toginu

1030. Arnþór EA 16 ex Björg Jónsdóttir ÞH 321. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson. Arnþór EA 16 á toginu við rækjuveiðar en hann var gerður út frá Árskógssandi. G. Ben sf. keypti hann þangað árið 1996 og var hann seldur þaðan austur á Djúpavog árið 1999. Seljandi BGB-Snæfell hf. Upphaflega hét skipið Örfirisey RE 14 og smíðað … Halda áfram að lesa Arnþór á toginu

Jón Finnsson RE 506

1742. Jón Finnsson RE 506. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson. Jón Finnsson RE 506 var smíðaðaður í Shiprepair Yard Gryfia í Stettin í Póllandi árið 1987 fyrir Gísla Jóhannesson útgerðarmann. Kom hann í stað eldra skips sem selt var úr landi. Árið 1995 keypti Ljósavík hf. í Þorlákshöfn skipið sem fékk nafnið Hersir Ár 4. Vinnslustöðin hf. … Halda áfram að lesa Jón Finnsson RE 506

Nýtt Hoffell væntanlegt

IMO 9414709. Asbjørn HG-265 ex Gitte Henning. Ljósmynd Högni Páll Harðarson 2022. Í gær var skrifað formlega undir kaup LVF á uppsjávarskipinu Asbjørn HG-265 frá Danmörku og sölu á Hoffelli. Frá þessu er greint á Fésbókarsíðu Loðnuvinnslunnar. Bæði skipin eru komin í slipp í Noregi. Asbjørn er 14 ára gamalt, 9 árum yngra en Hoffell. … Halda áfram að lesa Nýtt Hoffell væntanlegt

Guðrún Þorkelsdóttir SU 211

1076. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 ex Helga Guðmundsdóttir BA 77. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson. Hér koma myndir af Guðrúnu Þorkelsdóttur SU 211 við rækjuveiðar fyrir margt löngu síðan. Upphaflega Helga Guðmundsdóttir BA 77, smíðuð í skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Hún var smíðuð fyrir Vesturröst hf. á Patreksfirði og kom ný til heimahafnar 9. mars … Halda áfram að lesa Guðrún Þorkelsdóttir SU 211

Beitir á rækjuveiðum

226. Beitir NK 123 ex Óli Óskars RE 175. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson. Beitir NK 123 frá Neskaupstað er hér að rækjuveiðum um árið en það var Síldarvinnslan hf. sem gerði hann út. Beitir NK 123 hét áður Óli Óskars og var smíðaður í Vestur-Þýskalandi árið 1958. Hann hét upphaflega Þormóður goði og var í fyrstu … Halda áfram að lesa Beitir á rækjuveiðum