Ásgrímur Halldórsson SF 250

2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 ex Lunar Bow. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2022. Ásgrímur Halldórsson SF 250 er hér að makrílveiðum á dögunum en það er Skinney-Þinganes hf. sem gerir hann út. Ásgrímur Hallórsson SF 250 var smíðaður hjá Simek skipamíðastöðinni í Noregi árið 2000 fyrir Lunar Fishing í Skotlandi og hlaut þá nafnið Lunar Bow.   … Halda áfram að lesa Ásgrímur Halldórsson SF 250

Börkur að makrílveiðum

2983. Börkur NK 122. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2022. Uppsjávarveiðiskipið Börkur NK 122 er hér að makrílveiðum í Síldarsmugunni en myndina tók Hólmgeir Austfjörð um helgina. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar sagði í gær: Hluti makrílflotans íslenska er nú að veiðum í íslenskum sjó, veiðin hefur verið misjöfn á milli skipa.  Fiskurinn sem er að fást er stór … Halda áfram að lesa Börkur að makrílveiðum

Álsey á Þórshöfn

3000. Álsey VE 2 ex Hardhaus H-120-AV. Ljósmynd Valdimar Halldórsson 2022. Álsey VE 2, skip Ísfélags Vestmannaeyja, kom með makrílfarm til Þórshafnar á Langanesi í gærmorgun. Álsey VE 2 hét áður Hardhaus H-120-AV en Ísfélag Vestmannaeyja hf. keypti það frá Noregi og kom það til landsins í febrúar sl. Skipið sem smíðað var árið 2003 … Halda áfram að lesa Álsey á Þórshöfn

Sigurður og Heimaey landa makríl á Þórshöfn

2883. Sigurður VE 15 - 2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Valdimar Halldórsson 2022. Mikið líf er nú í uppsjávarvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn og margir sem komið hafa til vinnu síðustu daga. Vinnsla úr fyrsta makrílfarmi sumarsins úr Sigurði VE 15 hófst að morgni 27. júlí og Heimaey VE 1 kom til hafnar 29. júlí. … Halda áfram að lesa Sigurður og Heimaey landa makríl á Þórshöfn

Gullberg VE 292

2730. Gullberg VE 292 ex Gardar H-34-AV. Ljósmynd Óskar Franz 2022. Óskar Franz tók á dögunum þessar flottu myndir af Gullberginu VE 292, nýja uppsjávarveiðiskipi Vinnslustöðvarinnar, sem áður hét Gardar H-34-AV. Á vef VSV segir ma. um skipið: Gullberg er gríðarlega öflugt skip, smíðað árið 1998 en er mikið endurnýjuð í stóru og smáu, vel … Halda áfram að lesa Gullberg VE 292

Aðalsteinn Jónsson SU 11 í flotkvínni á Akureyri

2929. Aðalsteinn Jónsson SU 11 ex Libas. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Uppsjávarveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU 11 frá Eskifirði er þessa dagana í flotkvínni hjá Slippnum á Akureyri. Aðalsteinn Jónsson hét áður Libas og smíðaður árið 2004, hann er 94 metrar að lengd og tæpir 18 metrar á breidd. Eskja hf. á Eskifirði keypti skipið til … Halda áfram að lesa Aðalsteinn Jónsson SU 11 í flotkvínni á Akureyri

Serene LK 297 á Eyjafirði

IMO 9167928. Serene LK 297. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Þessi mynd var tekin sumarið 2006 þegar Serene LK 297 kom til Akureyrar en Samherji hf. hafði þá nýlega fest kaup á skipinu frá Hjaltlandseyjum. Skipið fékk nafnið Margrét EA 710 og hélt þessum fallega rauða lit til ársins 2010 en þá keypti Síldarvinnslan hf. það … Halda áfram að lesa Serene LK 297 á Eyjafirði

Nýja Hoffell SU 80 á Fáskrúðsfirði

IMO 9414709. Hoffell SU 80 ex Asbjörn HG 265. Ljósmynd Bergþór Bjarnason 2022. Nýja Hoffellið er komið inn á Fáskrúðsfjörð í brakandi blíðu og fékk ég þessa mynd senda áðan. Fjallið sem skipið er nefnt eftir gnæfir þarna yfir th. á myndinni. Í dag kl. 14:00 verður móttökuathöfn við Bæjarbryggjuna þar sem hið glæsilega skip … Halda áfram að lesa Nýja Hoffell SU 80 á Fáskrúðsfirði