Gísli Árni RE 375

1002. Gísli Árni RE 375. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982. Gísli Árni RE 375 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni árið 1982. Gísli Árni var smíðaður fyrir Sjóla hf. í Reykjavík í Kaarbös Mek. Verksted í Harstad í Noregi árið 1966. Að Sjóla hf. stóðu Einar Árnason og Eggert Gíslason skipstjóri. Eggert eignaðist síðar … Halda áfram að lesa Gísli Árni RE 375

Lerkur Rókur og Vilhelm Þorsteinsson

Lerkur FD 206, Rókur FD 205 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Hér liggja við Oddeyrarbryggjuna færeysku togskipin Lerkur FD 206 og Rókur FD 205 ásamt Vilhelm Þorsteinssyni EA 11. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view … Halda áfram að lesa Lerkur Rókur og Vilhelm Þorsteinsson

Dagfari GK 70

1037. Dagfari GK 70 ex Dagfari ÞH 70. Ljósmynd Baldur Sigurgeirsson. Dagfari GK 70 er hér á loðnumiðunum um árið en myndina tók Baldur Sigurgeirsson vélstjóri. Dagfari var smíðaður fyrir Barðann hf. á Húsavík í Boizenburg í Austur-Þýskalandi.  Hann kom til heimahafnar á Húsavík 17, maí árið 1967. Árið 1977 er skráður eigandi Útgerðarfélagið Njörður … Halda áfram að lesa Dagfari GK 70

Víkingur á Skjálfanda

2882. Víkingur Ak 100. Ljósmynd Christian Schmidt 2021. Christian Schmidt leiðsögumaður hjá Norðursiglingu tók þessa myndir af Víkingi AK 100 í morgun. 2882. Víkingur Ak 100. Ljósmynd Christian Schmidt 2021. Víkingur og systurskip hans Venus NS 150 hafa verið á Skjálfandaflóa, framundan Húsavíkurhöfða og nágrenni, síðan í nótt. Ætli það sé ekki bræla á loðnumiðunum. … Halda áfram að lesa Víkingur á Skjálfanda

Svanur RE 45 við Norðurgarðinn

3015. Svanur RE 45 ex Ilvid GR-18-318 Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Svanur RE 45, nóta- og togskip í eigu Brims hf. liggur hér við Norðurgarðinn í Húsavíkurhöfn. Skipið hét áður Ilvid GR-18-318 og er nýkomið í flota Brims. Svanur RE 45 hét upphaflega Strand Senior og var smíðað árið 1999, lengd skipsins er 67 metrar og … Halda áfram að lesa Svanur RE 45 við Norðurgarðinn

Beitir við bryggju á Húsavík

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Hér koma nokkrar myndir af nóta- og togskipinu Beiti NK 123 við bryggju á Húsavík sl. sunnudag. 2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson 2021. Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn. … Halda áfram að lesa Beitir við bryggju á Húsavík

Beitir NK 123 kom til Húsavíkur í dag

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Nóta- og togskipið Beitir NK 123 kom til Húsavíkur í dag og hygg ég að þetta sé stærsta fiskiskip sem lagst hefur að bryggju hér í bæ. Skipið, sem áður hét Gitte Henning S 349 og þykir með þeim glæsilegri, var smíðað í … Halda áfram að lesa Beitir NK 123 kom til Húsavíkur í dag