Ísleifur VE 63 kom með 2000 tonn til Vestmannaeyja í dag

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Ísleifur VE 63 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag og líkt og kompanískipið Kap VE 4 var hann með kolmunna úr Færeysku lögsögunni.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Aflinn var 2000 tonn en Ísleifur hét upphaflega Ingunn AK 150 og var smíðaður fyrir HB á Akranes í Chile árið 2000.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum keypti Ingunni AK 150 sumarið 2015 og gaf skipinu nafnið Ísleifur VE 63.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Ísleifur VE 63 er 1218 brl/2000 BT að stærð. Hann er 73 metrar að lengd og breiddin er 12,6 metrar. Aðalvélin er 5,870 hestafla M.a.k. frá árinu 2000.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kap VE 4 kom að landi með 1500 tonn af kolmunna í morgun

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap VE 4 kom í morgun til Vestmannaeyja með um 1500 tonn af kolmunna sem fékkst í Færeyskri lögsögu. Þar ku vera mokveiði hafði ljósmyndarinn eftir stákunum á Kap. Aflin fékkst í fjórum togum og það stærsta var 670 tonn.

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap VE 4 hét upphaflega Jón Finnsson RE 506 og var smíðaður í Shiprepair Yard Gryfia í Stettin í Póllandi árið 1987 fyrir Gísla Jóhannesson útgerðarmann. 1995 keypti Ljósavík hf. í Þorlákshöfn skipið sem fékk nafnið Hersir Ár 4.

1742. Kap II VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vinnslustöðin hf. keypti Hersir ÁR 4 vorið 1997 og fékk hann nafnið Kap VE 4. Árið 1998 var skipið selt Faxamjöli hf. og fékk það þá nafnið Faxi RE. Það var síðan skráð hjá HB Granda eftir að dótturfélagið Faxamjöl var sameinað móðurfélaginu.

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9.Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vinnslustöðin keypti síðan Faxa RE aftur til Vestmannaeyja síðla árs 2015 og fékk skipið afur nafnið Kap VE 4.

Skipið var lengt árið 2000 og mælist eftir það 893 brl./1411 BT að stærð. Lengd þess og breidd er 60×8 metrar.

Aðalvélin er af Warstilagerð, 5800 hestöfl, sett niður um leið og skipið var lengt árið 2000.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Börkur NK 122 í flotkví á Akureyri

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019.

Hilmar Örn Kárason tók þessar myndir af nóta- og togveiðiskipinu Berki NK 122 í flotkví Slippsins á Akureyri.

Börkur NK 122 hét áður Malene S frá Noregi og var keyptur hingað til lands af Síldarvinnslunni hf. í febrúar árið 2014.

Börkur var smíðaður í Tyrklandi árið 2012 en hann er 3588 BT að stærð, 80,30 metr­ar að lengd og 17 m á breidd.

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Kjartansson SU 111

155. Jón Kjartansson SU 111 ex Narfi RE 13. Ljósmynd Sigfús H. Jónsson.

Jón Kjartansson SU 111 siglir hér inn Skjálfandaflóa með fjöllin í baksýn, m.a eitt sem ber ein þrjú nöfn.

Jón Kjartansson Su 111 hét upphaflega Narfi RE 13 og var smíðaður 1960 sem síðutogari í  Nosbiskrug skipasmíðastöðinni í Rensburg í Vestur-Þýskalandi. Hann var smíðaður fyrir Guðmund Jörundsson, skipstjóra og útgerðarmann á Akureyri.

Guðmundur Jörundsson lét breyta Narfa í skuttogara árið 1974 og skipinu var breytt í nótaskip árið 1978. Fljótlega á eftir var Narfi seldur til Hraðfrystihúss Eskifjarðar (Eskju) og fékk skipið þá nafnið Jón Kjartansson SU 111.

Lesa má nánar um skipið hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ísleifur VE 63 kemur til Vestmannaeyja

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn Ak 150. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Vestmanneyingurinn Jói Myndó sendi mér nokkar glæsilegar myndir af Ísleifi VE 63 koma til hafnar í Eyjum á dögunum.

Ísleifur VE 63 hét upphaflega Ingunn AK 150 og var smíðaður fyrir HB á Akranes í Chile árið 2000.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum keypti Ingunni AK 150 sumarið 2015 og var salan á henni liður í endurnýjun á fiskiskipaflota HB Granda. Hið nýja og glæislega skip, Venus NS 150 , kom í stað Ingunnar Ak 150 og desember sama ár var Faxi RE 9 afhentur Vinnslustöðinni. Um svipað leyti kom Víkingur AK 100 til landsins og Lundey NS 14 var lagt og síðar seld til Noregs. Faxi fékk nafnið Kap vE 4.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Eins og sjá má er Íseifur VE 63 málaður í græn­um lit með gulri rönd, en sam­kvæmt hefðinni hafa all­ir bát­ar með þessu nafni, sem gerðir hafa verið út frá Eyj­um verið málaðir í þess­um lit­um. Önnur skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar eru hins veg­ar venju sam­kvæmt blá á skrokk­inn nema Sleipnir VE 83 sem er enn í gula Glófaxalitnum. Hann er hinsvegar ekki í drift sem stendur

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hoffell SU 80 landaði 1050 tonnum á Fáskrúðsfirði

2885. Hoffell SU 80 ex Smaragd. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segir frá löndunum kolmunnaskipa en á síðustu þremur dögum hafa þrjú skip landað þar um 5000 tonnum

Norderveg H-182-AV kom á laugardagskvöldið með tæp 1.900 tonn, Knester H-9-AV kom á mánudaginn með um 2.000 tonn.

Hoffell SU 80, sem er á meðfylgjandi mynd sem Börkur Kjartansson tók á dögunum á kolmunnamiðunum, kom í gærkvöldi með um 1.050 tonn.

Samtals er nú búið að taka á móti 15.300 tonnum, en fyrsta löndun á kolmunna þetta árið var 15. febrúar þegar Hoffellið landaði 1.580 tonnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Álsey VE 2 komin á söluskrá

2772. Álsey VE 2 ex Delta H. LJósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Eyjafréttir segja frá því í dag að uppsjávarskipið Álsey VE 2 sem er í eigu Ísfélagsins sé til sölu.

Álsey var smíðuð í Flekkefjord í Noregi 1987 en keypt til landsins 2007. Hét áður Delta H.  Álsey VE 2 er 66,65 metrar á lengd og 12,60 metra breið. Mælist 2,156 BT að stærð búin 4012 hestafla Bergen Diesel aðalvél.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Beitir NK 123 í vari við strendur Írlands

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Beitir NK 123 var í vari á Donegalflóa á Írlandi í gær eins og fleiri íslensk kolmunnaveiðiskip.

Beitir hét áður Gitte Henning S 349 og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Western Baltija Shipbuilding í Litháen en kom nýr til Danmerkur í apríl 2014.

Beitir NK 123 er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og mælist 4.138 brúttótonn að stærð. 

Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu  hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél,

Síldarvinnslan keypti hann til landsins síðla árs 2015 og fór Beitir sem þá var upp í kaupin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Börkur NK 122 í vari á Donegalflóa

2865. Börkur NK 122 ex Malen S. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Það er slæmt veður á kolmunnamiðunum við Írland og spáin fyrir næstu daga er ljót.  Ekki er gert ráð fyrir að fari að lægja fyrr en undir helgi eða á fimmtudag eða föstudag.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Síldarvinslunnar sem sló á þráðinn til Hálfdans Hálfdanarsonar skipstjóra á Berki og spurðist frétta.

Nú er ekki mikið að frétta af veiðiskap. Við komum á miðin og tókum tvö hol og þurftum þá að sigla í var. Aflinn í þessum tveimur holum var samtals um 380 tonn. Við liggjum nú í vari á Donegalflóa sem er mikill flói norðarlega á Írlandi.

Á bak við næsta nes er bærinn Kyllibegs en það er sjávarútvegsbær og þar er eina stóra fiskimjölsverksmiðjan á Írlandi eftir því sem ég veit best.

Hér á Donegalflóa liggja einnig Beitir, Sigurður og Grandaskipin Víkingur og Venus ásamt einum Færeyingi og einum Norðmanni. Aðalsteinn Jónsson er einnig að koma hingað þannig að segja má að það sé traffík á bleyðunni. Höfnin í Kyllibegs er síðan full af Norðmönnum.

Það er ekkert útlit fyrir veiðiveður næstu daga og því er tíminn hér um borð nýttur til að lagfæra ýmislegt og þrífa. Það er alltaf nóg að gera. Hér á flóanum er bara sunnan gola og sveitabæir allt um kring þannig að við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Í talstöðinni hljóma hins vegar sífelldar stormviðvaranir,“ segir Hálfdan.

Þannig er nú það en Börkur Kjartansson vélstjóri á Víkingi AK 100 tók þessa mynd af nafna sínu ásamt fleirum sem birtast síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Sigurður VE 15 á útleið

2883. Sigurður VE 15. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Sigurður VE 15 lét úr höfn í Vestmannaeyjum undir kvöld og náði Hólmgeir Austfjörð þessum myndum af honum.

Íslensku kolmunnaveiðiskipin hafa verið að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi og því löng sigling framundan hjá þeim á Sigurði.

2883. Sigurður VE 15. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Sigurður VE 15 var smíðaður hjá Celektrans í Tyrklandi og afhentur árið 2014. Skipið er 80,3m langt, 17m breitt og 3.763BT.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution