
Helga María AK 16, skuttogari í eigu HB Granda hf. er hér á toginu en undanfarnar vikur hefur skipið legið við bryggju. Hvað sem síðar verður.
Helga María var smíðuð árið 1988 í Flekkefjord í Noregi. Hún var smíðuð fyrir Sjólastöðina í Hafnarfirði hét upphaflega Haraldur Kristjánsson HF 2.
Árið 1999 var Haraldur Kristjánsson HF 2 seldur til Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og fékk skipið þá núverandi nafn, Helga María AK 16.
Helga María var frystitogari en var breytt í ísfiskstogara í Alkorskipasmíðastöðinni í Gdansk árið 2013 og hóf veiðar sem slíkur árið 2014.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution