Fróði II ÁR 38

2773. Fróði II ÁR 38 ex Endeavour III. Ljósmynd Þór Jónsson.

Þór Jónsson tók þessar myndir af Fróða II ÁR 38 koma til hafnar á Djúpavogi.

Fróði II ÁR 38 hét áður Endeavour III og var smíðaður árið 1998 í Macduff Yard í Skotlandi.  Hann er 27,41 metrar að lengd og 8,52 að breidd.

2773. Fróði II ÁR 38 ex Endeavour III. Ljósmynd Þór Jónsson.

Rammi hf. keypti bátinn í lok árs 2007 og kom hann til landsins um miðjan apríl 2008.

2773. Fróði II ÁR 38 ex Endeavour III. Ljósmynd Þór Jónsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Glænýtt Le Bougainville í höfn í Malaga

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Skemmtiferðaskipið Le Bougainville lá við bryggju í Malaga í gær þegar ég var þar á ferðinni og ekki annað að sjá en þetta sé hið snotrasta skip.

Það er glænýtt og telst til lúsxuskemmtiferðaskipa af minni gerðinni og er í eigu franska skipafélagsins PONANT.

Það var afhent frá Vard skipasmíðastöðinni í Søviknes 5. apríl sl. en skrokkur þess var smíðaður í skipasmíðastöð Vard A/S í Tulcea í Rúmeníu. Skipið er eitt fjögurra skipa af þessari gerð sem smíðuð verða hjá Vard fyrir franska skipafélagið.

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Skipið lét úr höfn í Malaga í jómfrúarsiglingu sína um kvöldmatarleytið í gær en það verður formlega vígt inn í flota PONANT þann 4. júní næstkomandi.

Áætlað er að systurskip þess, Le Dumont-d’Urville, verði afhent í júní.

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Le Bougainville er 128 metrar að lengd, 18 metra breitt og er með 92 klefa um borð sem geta rúmað 184 farþega.

Nokkur skip í eigu PONTANT hafa komið til Íslands og amk. tvö þeirra til Húsavíkur, Le Boréal og Le Soléal.

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dorado 2

Dorado 2 ex Newfound Pioneer. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Skuttogarinn Newfound Pioneer sem verið hefur í klassakoðun í Slippnum á Akureyri hefur fengið nafnið Dorado 2 og siglir nú undir fána Lettlands.

Við íslendingar könnumst við hann sem Svalbak EA 2 um tíma en héðan var hann seldur til Kanada þaðan sem hann var reyndar keyptur en þá hét hann Cape Adair.

Dorado 2 ex Nefonud Pioneer. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Friðrik Sigurðsson ÁR 17

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Hér koma myndir af Friðrik Sigurðssyni ÁR 17 sem smíðaður var í Stálvík árið 1969 fyrir Hofsósbúa.

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Báturinn hét upphaflega Halldór Sigurðsson SK 3 og svo sagði frá í Morgunblaðinu þann 13. ágúst 1969:

Um sjöleytið í gærkvöldi var sjósettur nýr bátur sem Stálvík h.f. hefur smíðað fyrir útgerðarfyrirtækið Nöf h.f. á Hofsósi. Heitir báturinn Halldór Sigurðsson SK 3.

Hann er 137 rúmlestir samkvæmt gömlu mælingunni, búinn 555 ha Manmheim dieselvél og 11 tonna togvindu frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, Simradfiskleitartæki og öllum öðrum fullkomnustu tækjum.  Ganghraði er 11-11 1/2 míla.

Blaðamaður Mbl. hringdi til Jóns Sveinssonar tæknifræðings,forstjóra Stálvíkur, í gærkvöldi og spurði hann nánar um smíði þessa skips. Jón sagði:

— Þetta skip var smíðað fyrir hlutafélagið Nöf á Hofsósi, en segja má, að til þess sé stofnað á mjög sérstökum grundvelli. Allt fólkið í byggðarlaginu, frá hverju einasta heimili, lagðist á eina sveif um að stofna hlutafélag um þetta framtak og snúa vörn í sókn til að geta eignazt framleiðslutæki, sem flytur björg í bú. Hjá þessu fólki var um þessar mundir lítið að gera og margir urðu að leggja hart að sér til þess að þetta væri hægt.

— Skipið er heitið eftir Halldóri heitnuim Sigurðssyni ,skipstjóra og útgerðarmanni, sem var fyrsti hvatamaður að stofnun fyrirtækisins og barðist fyrir málefnum þess meðan honum entust kraftar og heilsa.

Stjórnarformaður Nafar h.f. er Valgarður Björnsson, héraðslæknir, en aðstoðarframkvæmdastjóri er Páll Þorsteinsson, skipstjóri.

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Hafanarnes VER ehf. á bátinn í dag en hann hefur verið lengdur, yfirbyggður, skutlengdur og skipt um brú og vél á þessum 50 árum síðan honum var hleypt af stokkunum við Arnarvog.

Friðrik Sigurðsson Ár 17 er 35,99 metrar a lengd, 6,70 metrar á breidd og mælist 162 brl./271 BT að stærð. Aðalvélin 900 hestafla Grenaa frá 1992.

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik Ár 17. Ljósmynd Þór Jónsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution