Skinney fyrir og eftir breytingar

2732. Skinney SF 20 fyrir breytingar. Ljósmynd Jón Steinar.

Hér koma tvær myndir sem sýna Skinney SF 20 fyrir og eftir breytingar sem fram fóru í Póllandi en eins og fyrri færsla sýnir kom skipið til landsins í kvöld.

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Gunnar Óli Sölvason 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skinney SF 20 komin til landsins eftir breytingar

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Gunnar Óli Sölvason 2019.

Togskipið Skinney SF 20 kom til hafnar í Hafnarfirði í dag og tók Gunnar Óli Sölvason þessar myndir í firðinum.

Skipið lagðist að bryggju eftir sex daga siglingu frá Póllandi þar sem það var í lengingu líkt og systurskipið Þórir SF 77. Skipin voru lengd um 10 metra.

Á heimasíðu Skinneyjar-Þinganess hf. segir að skipið hafi reynst áhöfninni vel á heimleiðinni og siglir nú um mílu hraðar en það gerði fyrir breytingarnar.

Næsta skref er að setja upp nýtt vinnsludekk sem áætlað er að taki um tvær vikur. Skipið verður mun betur útbúið til veiða, bæði fyrir humar og bolfisk.

Við hönnun á vinnsludekki var sérstaklega hugað að bættri vinnuaðstöðu sjómanna, öflugri íslausri kælingu og góðri meðhöndlun á fiski.

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Gunnar Óli Sölvason 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jökull ÞH 259 seldur til Noregs

259. Jökull ÞH 259 við komuna til Reykjavíkur. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Fyrir fundi Byggðarráðs Norðurþings á dögunum lá erindi frá GPG Seafood ehf. hvar varðaði forkaupsrétt sveitarfélagsins að fiskiskipinu Jökli ÞH-259.

Byggðarráð samþykkti að nýta ekki forkaupsréttinn en að sögn Gunnlaugs Karls Hreinssonar eiganda GPG Seafood ehf. hefur skipið verið selt til Noregs.

Jökli var siglt til Reykjavíkur á dögunum þar sem hann fer í slipp en hann mun verða þjónustubátur við olíuiðnað Norðmanna.

259. Súlan EA 300. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Jökull ÞH 259 var smíðaður fyrir Leó Sigurðsson útgerðarmann á Akureyri í Sandefjörd í Noregi árið 1964 og hét upphaflega Súlan EA 300.

Í Morgunblaðinu sagði svo frá komu Súlunnar EA 300 til heimahafnar þann 19. febrúar 1964:

Nýtt stálskip, Súlan EA 300, kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Akureyrar, um hádegisbilið í dag eigandi skipsins er Leó Sigurðsson útgerðarmaður.

Súlan er 233 lestir að stærð,byggð í Framnæs Mekanisk Værksted í Sandfjord í Noregi. Ganghraði var 11 mílur í reynsluferð og 10 mílur til jafnaðar á heimsiglingu. 

Skipið er búið öllum venjulegum siglinga- fjarskipta- og fiskileitartækjum af nýjustu og fullkomnustu gerð og er traustlegt og vandað í alla staði. Íbúðir skipshafnar eru sérlega smekklegar og þægilegar. Allar vistarverur eru með lofthitun.

Skipstjóri er Baldvin Þorsteinsson, sem áður var skipstjóri á Snæfelli, kunnur aflamaður. Stýrimaður er Jóhann Hauksson og vélstjóri Gunnar Þorsteinsson.

Súlan mun hefja togveiðar eftir nokkra daga og leggja upp afla sinn hér á Akureyri. Skipshöfn verður  12 manns.

Heimferðin gekk í alla staði prýðilega og skipið reyndist hið bezta. Múgur og margmenni kom til að fagna skipinu, er það lagðist að bryggju í dag, enda hefir Skipaflota Akureyringa hér bætzt glæsilegur og vandaður farkostur.

259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Þannig var nú það en GPG Seafood ehf. keypti skipið sumarið 2010 en þá hét það Margrét HF 20. Skipið fékk nafnið Jökull ÞH 259 með heimahöfn á Húsavík en síðar Raufarhöfn.

259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Hörður Björnsson ÞH 260 leysti Jökul af hólmi sumarið 2015 og hefur hann að mestu legið við bryggju á Húsavík síðan. Fór eitthvað á makríl.

En nú fær þetta 55 ára gamla skip, sem heitið hefur ýmsum nöfnum í gegnum tíðina s.s Valdimar Sveinsson VE 22, að sigla um heimaslóðir og eins og áður segir að dandalast eitthvað í kringum olíuiðnað þeirra Norðmanna.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Akurey KE 121

2. Akurey KE 121 ex Akurey SF 52. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bæjarráð Hornafjarðar tók þá ákvörðun fyrir síðustu áramót að farga Akurey SF 2 sem verið hefur á þurru landi við höfnina um árabil.

Á Fésbókarsíðu sveitarfélagsins segir í dag:

Í dag var Akurey rifin en það vekur óhug hjá mörgum enda hefur báturinn mikið gildi hjá bæjarbúum.

Því miður þurfti að rífa Akurey þar sem ekki hefur tekist að halda bátnum við. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ítarlegrar skoðunar sérfræðinga sem töldu ekki mögulegt að halda bátnum við.

Akurey var orðin það illa farin að henni fylgdi slysahætta og því nauðsynlegt að grípa til aðgerða.

Akurey SF 52, sem var 86 brl. að stærð, var smíðuð í Danmörku 1963 fyrir Hauk Runólfsson hf. á Höfn og var lengstum gerð út frá Höfn.

Um tíma var hún gerð út frá Suðurnesjunum, fyrst frá Sandgerði. Síðar frá Keflavík af Árna Vikarssyni og var þá KE 121 en það númer ber hún á myndinni sem tekin var í Ólafsvík. Árni seldi bátinn aftur til Hornafjarðar haustið 1989.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mys Cheltinga kom í Hafnarfjörðinn í morgun

Mys Cheltinga X-0524. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Frystitogarinn Mys Sheltinga X-0524 frá Kholmsk í Rússlandi kom til Hafnarfjarðar í morgun og lá Óskar Franz fyrir honum þar.

Togarinn, sem var afhentur eigendum sínum í janúar 1995, er einn fimmtán togara sem smíðaðir voru í Stralsund í Þýskalandi eftir sömu teikningu og togararnir sem smíðaðir voru hjá Sterkoder í Noregi. Þeir voru átján og fyrrum Þerney RE einn af þeim.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Glaður HU 67

1065. Glaður HU 67 ex Glaður KE 67. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986.

Glaður HU 67 er hér að manúera í höfninni á Hvammstanga sumarið 1986.

Glaður KE 67 var smíðaður í Svíþjóð 1968 fyrir Glað hf. í Keflavík og var 43 brl. að stærð. Hann var með 300 hestafla Deutz aðalvél .

Glaður KE var seldur norður til Hvammstanga 1975, kaupandinn var Eyri hf. þar í bæ. Þá fékk hann HU 67 í stað KE 67 og hélt því þar til Rækjuverksmiðjan hf. í Hnífsdal keypti bátinn vorið 1987 en þá varð hann Glaður ÍS 28. Heimild Íslensk skip

Glaður ÍS 28 strandaði á skeri rétt suður af Flatey á Breiðafirði þann 27. október 1987 þegar hann var á leið til Brjánslækjar eftir hörpudiskróður.

„Fimm menn voru á bátnum og sakaði engan þeirra. Þeir voru teknir um borð í Halldór Sigurðsson ÍS 14, sem var í grenndinni, og komu til Brjánslækjar, þaðan sem báðir bátarnir eru gerðir út, rúmlega átta í gærkveldi. Leki kom að bátnum og er óttast að ekki takist að bjarga honum“. Sagði í Morgunblaðinu daginn eftir og það reyndist rétt. Þ.e.a.s það tókst ekki að bjarga Glað ÍS 28.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution