Stjörnutindur SU 159

972. Stjörnutindur SU 159 ex Pétur Ingi KE 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1984.

Stjörnutindur SU 159 hét upphaflega Þorsteinn RE 303 og hefur nokkuð komið við sögu hér á síðunni enda litríkur ferill hjá þessum bát sem smíðaður var í Þýska alþýðuveldinu árið 1965.

Búlandstindur hf. á Djúpavogi keypti bátinn frá Keflavík þar sem hann hét Pétur Ingi KE 32.

Þetta var í marsmánuði 1984 og birtist eftirfarandi frétt um skipakaupin í Austurlandi 29 mars:

Fyrir nokkru bættist nýr bátur í flota Djúpavogsbúa. Er þar um að ræða 215 lesta nýyfirbyggðan bát, sem hlotið hefur nafnið Stjörnutindur og ber einkennisstafina SU 159.

Var báturinn keyptur frá Keflavík, en hann var smíðaður 1967 og er með 1200 ha. vél. Eigandi bátsins er Búlandstindur hf. og er báturinn þriðja skipið í eigu fyrirtækisins.

Að sögn Gunnlausgs Ingvarssonar framkvæmdastjóra Búlandstinds er ætlunin að Stjörnutindur veiði aðallega úthafsrækju, en nú er að hefjast rækjuvinnsla á Djúpavogi á ný eftir að hafa legið niðri frá 1980.

Skipstjóri á Stjörnutindi er Sigurður Ingimarsson og er áhöfnin öll frá Djúpavogi.

972. Stjörnutindur SU 159 ex Pétur Ingi KE 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1984.

Í upphafi árs 1988 höfðu Búlandstindur hf. og Tangi hf. bátaskipti og fékk Stjörnutindur þá nafnið Lýtingur NS 250.

Annars er nafnasaga bátsins á þessa leið: Þorsteinn RE, Hafrún ÍS, Hafrún BA, Pétur Ingi KE, Stjörnutindur SU,  Lýtingur NS, Vigdís BA, Haraldur EA, Ásgeir Guðmundsson SF, Atlanúpur ÞH, Garðey SF og loks Kristín GK, ÞH og aftur GK sem báturinn ber í dag.

972. Stjörnutindur SU 159 ex Pétur Ingi KE 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1984.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s