Slippurinn fullklárar vinnsludekk Kaldbaks og Björgúlfs

2891.Kaldbakur EA 1 og 2982. Björgúlfur EA 312 á veiðum í síðustu viku. Ljósmynd Guðmundur Rafn 2019.

Fiskifréttrir greina frá því í nýjasta tölublaði sínu að samningar hafi verið undirritaðir milli Samherja og Slippsins Akureyri um ný vinnsludekk í ísfisktogaranna Kaldbak EA 1 og Björgúlf EA 312.

Áætlað að Slippurinn klári uppsetningu á vinnsludekkinu í Kaldbak síðla sumars og svo uppsetningu í Björgúlf snemma á næsta ári. Búnaður frá Slippnum er nú þegar fyrir á millidekki þriðja skips Samherja af systurskipunum þrem – Bjargar EA – sem hefur reynst vel. Lesa meira hér.

2894. Björg EA 7 kemur til Hafnarfjarðar sl. sunnudag. Ljósmynd Óskar Franz.
2892. Björgúlfur EA 312. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.
2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Calais kom til Húsavíkur með áburð

Wilson Calais ex Steffen Sibum. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Flutningaskipið Wilson Calais kom til Húsvíkur í gærkveldi þar sem það mum losa áburð handa þingeyskum bændum á Norðurgarðinum.

Skipið er 100 metra langt og 13 metra breitt, mælist 2,994 GT að stærð.

Það var smíðað árið 2001 og siglir undir fána Barbadoseyja, heimahöfnin Bridgetown.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Saxhamar SH 50 á netaralli

1028. Saxhamar SH 50 ex Sjöfn EA 142. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Saxhamar SH 50 kemur hér til hafnar í Sandgerði en hann er þessa dagana á svokölluðu netaralli fyrir Hafró.

Elvar Jósefsson tók þessa mynd um kvöldmatarleytið í gær en Saxhamar sinnir SV. svæðinu í netarallinu.

Saxhamar sem Útnes ehf. á og gerir út hét upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og var smíðaður 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík.

Einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í Austur Þýskalandi. Ef minnið bregst mér ekki eru tveir þeirra enn að og einn liggur við bryggju í Vestmannaeyjum.

Síðar hét báturinn Sigurður Þoreifsson GK 10, því næst Sæljón SU 104, þá Sjöfn ÞH 142 og síðan Sjöfn EA 142 og loks Saxhamar SH 50.

Árið 1987 fór Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 í miklar endurbætur í Skagen í Danmörku, þær voru helstar útlitslega að báturinn var lengdur um 4 metra og yfirbyggður, settur var á hann bakki og nýr afturendi, ný brú, ásamt íbúðum undir henni.

Árið 1991 var sett á hann pera.

Árið 2005 var skipt um aðalvélina. Aðalvél skipsins er frá Caterpillar og er 862 hestöfl að stærð eða um 643 kW að stærð.

Skráð lengd Saxhamars er 36,1 metrar en mesta lengd er 39,46 metrar og breiddin 7,2 metrar. Skipið mælist 256 brl./393,59 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution