Valdimar GK 195 í ólgusjó

2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Línuskipið Valdimar Gk 195 kom til hafnar í Grindavík í dag um hádegisbil en það var suðaustan 12 metrar og haugasjór í honum með ölduhæð uppá 6,6m. þegar þetta var.

Jón Steinar var á sínum stað og tók meðfylgjandi myndir en hann var að koma úr síðustu veiðiferð fyrir páska en ekki fer sögum af aflabrögðum hjá honum.

Smíðaður í Noregi 1982 og lengdur 1987. Keyptur til landsins 1999 og hét þá Vesturborg GK til að byrja með en fékk síðan Valdimarsnafnið.

Hét áður Vestborg, Aarsheim Senior og Bömmelgutt í Noregi.

2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Glæsilegar myndir þetta hjá Jóni Steinari.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurður Jónsson SU 150 við bryggju á Breiðdalsvík

182. Sigurður Jónsson SU 150. Ljósmynd Sigurður Þorleifsson frá Karlsstöðum í Berufirði.

Hér kemur mynd sem Sigurður Þorleifsson frá Karlsstöðum í Berufirði tók á síldarárunum af Sigurði Jónssyni SU 150 velhlöðnum við bryggju á Breiðdalsvík.

Sigurður Jónsson SU 150 var smíðaður í Noregi 1963 og kom til heimahafnar í nóvember það ár.

Þann 13 nóvember sagði svo frá komu hans í Þjóðviljanum:

Nýtt skip kom hingað í gærmorgun og er eign Hraðfrystihúss Breiðdælinga. Það hlaut nafnið Sigurður Jónsson SU 150 og var smíðað í Haugasundi í Noregi. Skipið er 193 tonn að stærð og hefur 600 ha Listervél og er útbúið nýtízku siglingartækjum.

Svanur Sigurðsson verður skipstjóri og sigldi hann skipinu heim. Fyrsti vélstjóri verður Garðar Þorgrímsson. Allir eru skipverjar frá Breiðdalsvík.

Hér var nokkurskonar fagnaðarhátíð í þorpinu og hýrgun höfð um hönd af tilefni skipskomunnar. Er þetta fyrsti vísir að flota okkar.

Sigurður Jónsson SU fer á veiðar annað kvöld og fer á línumiðin út af Berufirði og ætlar að sigla með aflann til Bretlands. Svona byrjum við strax að efla utanríkisviðskipti þjóðarinnar.

Sigurður Jónsson SU 150 heitir í dag Vestri BA 63, félagi Haukur Sigtryggur sendi mér eftirfarandi miða:

0182…. Vestri BA 63. TF-VR. IMO-nr. 6400525. Smíðanúmer 3. Skipasmíðastöð: Karmsund Verft og Mek verksted A/S Avaldsnes. Norge. 1963. Lengd: 28,77. Breidd: 6,74. Dýpt: 3,23. Brúttó: 193. Yfirbyggt. 1988. Endurbyggt 1999. Endurbyggt 2005-2006. Mótor 1963 Lister 600 hö. Ný vél 1980 Mirrlees Blackstone 515 kw. 700 hö. Ný vél 2006 Stork Wartsila 730 kw. 993 hö. Nöfnin sem hann hefur borið: Sigurður Jónsson SU 150. – Sædís ÁR 220. – Steinanes BA 399. – Ólafur Ingi KE 34. – Grettir SH 104. – Vestri BA 63. Vestri BA 63. Útg: Vestri ehf. Patreksfirði. (2017).

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Key West í Grindavík

Key West við Miðgarðinn í Grindavíkurhöfn. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Flutningaskipið Key West kom til Grindavíkur fyrir helgi með iðnaðarlýsi fyrir Lýsi hf. en lýsið er geymt í tönkum þeim sem sem áður tilheyrðu Fiskimjöli & Lýsi hf sem eyðilagðist í bruna árið 2005.

Key West var smíðað árið 1992 og hét upphaflega Roland Essberger. Það er skráð á Gíbraltar.

Skipið er 90 metrar að lengd og 14,4 metrar á breidd og mælist 2634 GT að stærð.

Key West. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar segir í færslu sinni á Bátar & bryggjurölt að skipið hafi losað farminn við Svíragarðinn og þegar að losun lauk var það orðið innlyksa í höfninni vegna veðurs.


„Sem dæmi um hve aðstæður hafa breyst til hins betra í höfninni við endurnýjun Miðgarðs og dýpkunar við hann, að þá var núna hægt að færa skipið frá Svíragarði og alveg austast á Miðgarð þar sem að stærstu línubátarnir gátu ekki legið áður, en færa þurfti skipið vegna þess að von er á frystitogurum Þorbjarnar í land núna eftir helgina“. Segir Jón Steinar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution