Indriði Kristins BA 751

2947. Indriði Kristins BA 751. LJósmynd Jón Steinar 2019.

Indriði Kristins BA 751 kom til hafnar í Grindavík í gærkveldi og Jón Steinar tók þessar myndir þá. Og er alsæll með að vera búinn að ná honum.

Indriði Kristins BA 751 var með um 8 tonn í gær en Þórsberg ehf. á Tálknafirði er eigandi hans. Framkvæmdastjóri Þórsbergs er Guðjón Indriðasonog skipstjórar á bátnum eru synir hans, Indriði og Magnús.

Annars var allt um bátinn hér á síðunni um daginn en hann er af gerðinni Cleopatra 46B.

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Drangey SK 2 að veiðum

2893. Drangey SK 2 . Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Skuttogarinn Drangey SK 2 hefur fiskað vel að undanförnu og á þessum myndum Gunda er hún að veiðum fyrir Suðulandi fyrir nýliðna helgi.

Drangey hefur landað að undanförnu í Grundarfirði þaðan sem aflanum er ekið til vinnslu hjá FISK Seafood á Sauðárkróki.

2893. Drangey SK 2. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Helgi SF 50 á Siglufirði

TFDV. Helgi SF 50. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Vélbáturinn Helgi SF 50 var smíðaður fyrir Hornfirðinga í Danmörku 1956 og var 56 brl. að stærð.

Á þessari mynd Hannesar Baldvinssonar er hann að koma með síld til löndunar á Siglufirði.

15. september 1961 fórst Helgi SF 50 á Færeyjabanka og fórust þar sjö menn, en tveir komust af eftir að hafa hrakist um í björgunarbáti í 22 klukkustundir.

Helgi SF 50 var á heimleið úr sölutúr til Englands þegar slysið varð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Öðlingur SU 19

2959. Öðlingur SU 19 ex Tranøy T-115-T. Ljósmynd Þór Jónsson.

Öðlingur SU 19 er er af gerðinni Cleopatra 36B og hét upphaflega Tranøy T-115-T frá Tromsø. Smíðaður fyrir útgerðarfélagið West Atlantic AS og afhentur í janúar árið 2016.

Eyfreyjunes ehf. á Djúpavogi keypti Tranøy til landsins haustið 2017 og leysti hann af hólmi minni bát með sama nafni.

Öðlingur SU 19 er 11,47 metra langur og mælist 17,37 BT að stærð.

2959. Öðlingur SU 19 ex Tranøy T-115-T. Ljósmynd Þór Jónsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sti Poplar í Helguvík

Olíuskipið Sti Poplar í Helguvík. Ljósmyn Elvar Jósefsson 2019.

Hér birtast myndir sem Elvar Jósefsson sendi síðunni af olíuskipinu Sti Poplar sem kom til Helguvíkur fyrir skömmu með flugvélaeldsneyti.

Skipið losaði um 40 milljónir lítra í olíubirgðarstöðina í Helguvík, það kom aðfaranótt föstdagsins 22. mars og fór að morgni laugardags 23. mars.

STI Poplar. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Skipið sem siglir undir fána Marshall eyja var smíðað árið 2014 í Hyundai Mipo Dockyard Co. LTD í Ulsan í Suður Kóreu. Það er 184 metrar að lengd, 27 metrar á breidd og mælist 24162 brúttótonn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution