Stapin frá Tóftir

Stapin FD 32 ex Husby Senior M-13-AV. Ljósmynd Óskar Franz 2016.

Óskar Franz tók þessar myndir sumarið 2016 og sýna þær færeyska línuskipið Stapin FD 23 frá Tóftum koma til hafnar í Vestmannaeyjum.

Þarna voru frændur okkar nýbúnir að kaupa bátinn frá Noregi þar sen hann hét Husby Senior M-13-AV. Hann er 42. metrar að lengd og 9 metra breiður, smíðaður í Danmörku 1990.

Stapin FD 32 ex Husby Senior M-13-AV. Ljósmynd Óskar Franz 2016.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Magnús ÞH 34 bæði blár og rauður

2076. Magnús ÞH 34 ex Keilir AK 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Fiskverkunin Ugg ehf. á Húsavík keypti Keili Ak 26 vorið 2004 og gaf honum nafnið Magnús ÞH 34.

Magnús ÞH 34 var gerður út frá Húsavík um nokkurra ára skeið en á síðari hluta ársins 2010 var hann seldur til Þórshafnar á Langanesi. Þar fékk hann nafnið Gunnar KG ÞH 34 í eiga samnefnts fyrirtækis.

Báturinn var smíðaður hjá bátsmiðjunni Knörr ehf. á Akranes árið 199o og hét eins og áður segir Keilir AK 26. Báturinn var lengdur 1995 og mældist eftir það 11,99 metrar að lengd. Breiddin 3,04 metrar og mælist hann 9,86 brl./13,03 BT að stærð. Búinn 250 hestafla Cummins.

2076. Magnús ÞH 34 ex Keilir AK 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Maniitsoq T-52-S

LAIJ. Maniitsoq T-52-S. Ljósmynd KEÓ 2019

Norski báturinn Maniitsoq T-52-S kom inn á Stakksfjörðinn í morgun en erindi hans var að koma af sér manni.

Hafnsögubáturinn Auðunn fór að bátnum til að ná í manninn og tók Karl Einar Óskarsson þessa mynd þegar lagt var af stað í land aftur.

Maniitsoq T-52-S var smíðaður 1960 og mælist 634 BT að stær. Lengd hans er 44,65 metrar og breiddin 9,17.

Heimahöfn hans er Tromsø og hann er skráður selveiðari sýnist mér. Meðal fyrri nafna er Kvitbjorn, Gullstein og Harmoni.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution