Fengur ÞH 207 á landleið í dag

2125. Fengur ÞH 207 . Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Hér siglir grásleppubáturinn Fengur ÞH 207 með Látraströndinni á leið sinni til hafnar á Grenivík eftir að hafa dregið netin við Flatey.

Það eru feðgarnir Jón Þorsteinsson og Víðir Örn sonur hans sem róa á Feng og að sögn Víðis hafa aflabrögð verið ágæt.

Fengur ÞH 207 var smíðaður á Skagaströnd fyrir bæðurnar Jón og Friðrik K. Þorsteinssyni og þiljaður árið 1992.

Sem opinn bátur var hann með skipaskrárnúmerið 7117. Hann hefur einnig verið lengdur og skipt var um vél árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arne kom til Húsavíkur í morgun

Arne ex Marneborg við komuna til Húsavíkur í morgun. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Flutningaskipið Arne kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm til PCC á Bakka en hann samanstóð af tjrádrumbum og kurli.

Það var logn og fallegt um að líta við Skjálfanda þegar þetta 134 metra langa og 16 metra breiða kom að Bökugarðinum. Það mælist 6,540 GT að stærð og siglir undir fána Antiqua og Barbadoseyja. Heimahöfn skipsins, sem smíðað var 1988, er Saint John’s.

Arne ex Marneborg. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sturlaugur H orðinn Mars RE 13

1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 ex Sigurfari II SH 105. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Sturlaugur H Böðvarsson AK 105, áður AK 10, hefur fengið nafnið Mars RE 13 samkvæmt vef Fiskistofu.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi keypt togarann af HB Granda hf. í byrjun febrúar. Sturlaugur H fór sína síðsutu veiðiferð fyrir HB Granda í febrúar 2018 en síðan leysti Akurey AK 10 hann af hólmi.

Mars RE 13 hét upphaflega Sigurfari II SH 105, 431 brl. að stærð og smíðaður hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi fyrir Grundfirðinga.

Haraldur Böðvarsson & co á Akranesi keypti togarann snemma árs 1986 og gaf honum þá nafnið Sturlaugur H Böðvarsson AK 10. Togarinn varð síðan í eigu HB Granda eftir að Haraldur Böðvarsson & co og Grandi sameinuðust 1. janúar 2004 undir nafninu HB Grandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Snæfugl SU 20 á Breiðdalsvík

258. Snæfugl SU 20 við bryggju á Breiðdalsvík. Ljósmynd Sigurður Þorleifsson.

Hér birtast þrjár myndir úr safni Sigurðar Þorleifssonar frá Karlsstöðum í Berufirði og sýna Snæfugl SU 20 við bryggju á Breiðdalsvík á síldarárunum.

Snæfugl SU 20 var smíðaður árið 1964 í Florø í Noregi og kom til Reyðarfjarðar 6. mars það ár.

14. apríl sagði svo frá heimkomunni í Austra:

Þann 6. marz kom hingað nýr fiskibátur, Snæfugl SU 20, stálskip, 252 brúttólestir, smíðað í skipasmíðastöð Ankerlökken Verfl. AS. í Florö í Norður-Noregi. Afhending fór fram í Florö hinn 25. febr. sl.

Skipið er búið öllum nýjustu siglingatækjum, þar á meðal 2 Astictækjum, sjálfvirku og handknúnu og Atlasfisksjá. Fram í eru ísgeymslulestar 25 cub.m og „stampa“-geymsla fyrir 60 stampa. Aftast í „keise“, undir bátapalli, er einangrað beituskýli.

Eldhús-borðsalur af fullkomnustu gerð. Matsalur er stjórnborðsmegin við hliðina á eldhúsi. Er þessi tenging á eldhúsi, borðsal, íbúð skipstjóra, inngangi í vél og íbúðir aftur á og inngang í beituskýli og kæli og frystiklefa, nýtt fyrirkomulag, sérlega smekklegt og hentugt og sérstaklega útbúið með hliðsjón af útilegu á línuvertíð. Bóas Jónsson, skipstjóri, hefur sett metnað sinn í, og til þess notfært sér áralanga reynslu, að láta útbúa þessa tengingu sem þægilegt heimili fyrir skipverja og mun þetta fyrirkamulag lítt eða ekki þekkt hér fyrr

Kortaklefi er mjög rúmgóður með sendistöðvum fyrir stutt- og langbylgju 66 sendirásir. Kortaborð með færanlegum kortum og plastrúðu sem hægt er að mæla út á og merkja án þess að skemma kortin. Þar er og skrifborð og fleiri þægindi. Allir innviðir í skipinu eru úr „póleruðum“ harðviði, forkunnar vel gerðir og þægindi mikil. Rými er fyrir 15—16 manns, en skipverjar verða 12—13. Fram í eru 4 tveggja manna klefar, en aftur í 2 tveggja manna klefar og 2 eins manns.

Vökvaspil af Norvinsgerð fyrir 10 tonn. Vélar eru: aðalvél Lister- diesel 660 ha. og tvær hjálparvélar, Lister 62 ha. hvor.

Ganghraði í reynsluför var 11 mílur. Frá Florö til Reyðarfjarðar tók siglingin 55 klst. og í blíðskiparveðri alla leið.

Eigandi hins nýja Snæfugls SU 20 er útgerðarfélagið Snæfugl hf. sem stofnað var 17. júlí 1944, er þetta annað skipið sem félagið eignast. Hitt var Svíþjóðarbátur,76 lestir, Snæfugl sá, er sökk á síldveiðum í fyrra, mikil happafleyta og útgerð vel rekin af dugmiklum skipstjóra og samhentri skipshöfn.

Þessu nýja skipi Reyðfirðinga er, eins og hinu fyrra, stjórnað af hinum ágæta skipstjóra, Bóasi Jónssyni, en hann hefur alið upp allstóra sjómannastétt hér á Reyðarfirði og alltaf farnast vel. Fjölmenni var á hafnarbryggjunni þegar Bóas sigldi skipi sínu í höfn og fagnaði skipi og skipshöfn. Oddviti og formaður útgerðarfélagsins fluttu ræður og skipstjóri svaraði af stjórnpalli.

Skipið er gert út á þorskveiðar með net og mun leggja upp í heimahöfn. Reyðfirðingar eiga nú tvö glæsileg fiskiskip, Gunnar SU 139 — 250 tonna stálskip — og Snæfugl SU 20, 252 tonn.

258. Snæfugl SU 20 við bryggju á Breiðdalsvík. Ljósmynd Sigurður Þorleifsson.

Snæfugl SU 20 var seldur til Afríku árið 1979.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sighvatur GK 57 á leið í róður

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK 257. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Það er dulúð yfir þessari flottu mynd sem Jón Steinar tók þegar Sighvatur GK 57 lagði upp í línuróður á dögunum.

Rigningarsuddi sólarlagið gerir hana svo flotta og ekki skemmir skipið fyrir.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution