Guðbjörg Steinunn GK 36

1236. Guðbjörg Steinunn GK 36 ex Ólafur Magnússon HU 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Guðbjörg Steinunn GK 37 stundaði rækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi sumarið 2007 og hér sést hún koma að landi á Húsavík.

Báturinn hét upphaflega Þórir GK 251, síðar Þórir SF 77 og smátíma Þórir II SF 777 áður en hann var keyptur til Skagastrandar árið 1996. Þar fékk hann nafnið Ólafur Magnússon HU 54.

Því næst, eða árið 2006, fékk báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Guðbjörg Steinunn GK 37 með heimahöfn í Sandgerði.

Árið 2011 var Guðbjargarnafnið klippt af og eftir stóð Steinunn og hún var AK 36.

Báturinn, sem var smíðaður í Stálvík 1972 og yfirbyggður 1986, var seldur til Möltu árið 2015.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s