Lagarfoss kom til Helguvíkur nú undir kvöld

Lagarfoss. Ljósmynd KEÓ 2019.

Flutningaskipið Lagarfoss kom til hafnar í Helguvík nú undir kvöld og tók Karl Einar Óskarsson þessa mynd úr hafnsögubátnum Auðuni.

Lagarfoss er nýjasta skip Eimskips en það var smíðað í Kína árið 2014. Lengd þess er 140,7 metrar og breiddin 23,2 metrar. Mælist 10.106 GT að stærð.

Siglir undir færeysku flaggi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geiri Péturs ÞH 344

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1980.

Geiri Péturs ÞH 344 kemur hér til hafnar á Húsavík úr grálúðutúr vorið 1980 þar sem línan var beitt um borð.

Geiri Péturs ÞH 344 var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1971 og hét upphaflega Sigurbergur GK 212.

Rétt er að geta þess að smíði Sigurbergs lauk ekki hjá Slippstöðinni, en hann var dreginn suður og fullgerður hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. í Hafnarfirði.

Korri h/f á Húsavík keypti Sigurberg GK 212 í upphafi árs 1980 og um það má lesa hér sem og afdrif bátsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Draupnir ÞH 180

1142. Draupnir ÞH 180 ex Litlanes ÞH 52. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Draupnir ÞH 180 hét upphaflega Búi EA 100 og var smíðaður árið 1971 í Skipasmíðastöð KEA fyrir Stefán Stefánsson á Dalvík.

Báturinn var tæpar 12 brl. að stærð búinn 163 hestafla Scaniavél.

1977 var Búi EA 100 seldur til Þórshafnar þar sem hann fékk nafnið Litlanes ÞH 52. Það nafn bar báturinn þangað til Óli Þorsteinsson lét smíða nýtt Litlanes ÞH 52 á Seyðisfirði og fékk afhent síðla árs 1989. Þá varð gamla Litlanesi ÞH 139 um tíma en fékk nafnið Draupnir ÞH 180 árið 1990.

Á vef Árna Björns, aba.is, segir að árið 2005 hafi báturinn fengið nafnið Draupnir II ÞH. Hann var felldur af skipaskrá 13. júlí 2007 með þeirri athugasemd að honum hafi verið fargað eftir tjón.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Baldur GK 97

311. Baldur GK 97 ex Baldur KE 97. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Dragnótabáturinn Baldur GK 97 kemur hér til hafnar í Keflavík um árið.

Baldur KE 97 var smíðaður í Djupvik í Svíþjóð 1961 og mældist 40 brl. að stærð. Eigendur hans voru Ólafur Björnsson og Hróbjartur Guðjónsson í Keflavík en 1971 var skráður eigandi Baldur hf. í Keflavík.

Upphaflega var í Baldri 230 hestafla Deutz aðalvél en 1974 var sett í hann 350 hestafla Caterpillar vél.

Í mars 1987 kaupir Sigurborg hf. í Keflavík bátinn og haustið 1989 kaupir svo Útgerðarfélag Akureyringa hf. bátinn. Nesfiskur hf. í Garði keypti svo bátinn af ÚA og gerði hann út til ársins 2003 og varð hann Baldur GK 97.

Baldur var tekinn á land árið 2003 og komið fyrir í Grófinni í Keflavík og þá fékk hann KE 97 aftur á kinnunginn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution