Wilson Alicante við Bökugarðinn

Wilson Alicante við Bökugarðinn í morgun. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Wilson Alicante var á Húsavík í dag og lá við Bökugarðinn þar sem það lestaði afurðir frá PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2010 og er 2,451 GT að stærð, 88 metra langt of 12 metra breitt.

Wilson Alicante siglur undir fána Möltu og heimahöfnin er Valletta.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sævaldur við bryggju á Húsavík

6790. Sævaldur ÞH 216 ex Hafey SK 94. Ljósmynd Hafþór Hreiðrsson 2004.

Sævaldur ÞH 216 liggur hér við bryggju á Húsavík á grásleppuvetíðinni árið 2004.

Sævaldur var smíðaður af Herði Björnssyni í Garðabæ árið 1986. Hann er 6,63 brl. að stærði búinn 61 hestafla Cumminsvél.

Ekki er ég með það hvað hann hét í upphafi en mig minnti að hann hefði heitið Sævaldur HF þegar Guðmundur Karlsson kom með hann norður. Hann fékk ÞH 216 og heimahöfnin var til að byrja með í Flatey á Skjálfanda.

En samkvæmt vef Fiskistofu hét hann Hafey SK 94 áður en hann varð Sævaldur ÞH 216.

Sævaldur ÞH 216 í eigu Einars Ófeigs Magnússonar á Húsavík sem gert hefur hann út á strandveiðar á sumrin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Trent

Wilson Trent við bryggju í Reykjavík. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Maggi Jóns tók þessa mynd af flutningaskipinu Wilson Trent í Reykjavík þar sem það hafði legið í um tvo mánuði.

Skipið, sem lét úr höfn 2. apríl sl., var smíðað í Japan árið 1980. Það er 110 metra langt, 17 metra breitt og mælist 4,924 GT að stærð.

Wilson Trent siglir undir fána Kýpur með heimahöfn í Limassol.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tjálfi SU 63

1915. Tjálfi SU 63 ex Tjálfi BA 223. Ljósmynd Þór Jónsson.

Hér kemur Tjálfi SU 63 að landi á Djúpavogi en hann er ýmist gerður út til neta- eða dragnótaveiða.

Hilmar Jónsson á og gerir Tjálfa út en báturinn er 9,95 brl. að stærð, smíðaður í Bever Marin A/S í Sunde í Noregi árið 1988.

Var áður Tjálfi BA 223 en var keyptur frá Bíldudal til Djúpavogs árið 1994.

Upphaflega hét báturinn Jón Pétur ST 21 og síðan Búrfell BA 223 áður en hann fékk Tjálfanafnið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution