Gústi í Papey SF 88

1739. Gústi í Papey SF 88 ex Geir SH 187. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjubáturinn Gústi í Papey SF 88 kemur þarna siglandi inn Skjálfandann á sínum tíma.

Sigrún ÍS 900 hét hann og var fyrst í eigu Theodórs Nordquist og Svavars Péturssonar og síðar Ásrúnar hf. á Ísafirði. Hann var smíðaður í Finnlandi 1979 en keyptur hingað til lands 1986.

Báturinn var seldur til Ólafsvíkur og fékk nafnið Geir SH 217. 1994 var hann seldur til Hafnar í Hornafirði þar sem hann fékk nafnið Gústi í Papey Sf 88.

DV sagði svo frá þann 5. febrúar 1994:

Togveiðiskipið Gústi í Papey SF 88 kom til Hafnar á dögunum. Eigendur eru Þorvarður Helgason og Jón Hafdal ásamt eiginkonum þeirra.

Það er Útgerðarfélagið Papós sem gerir skipið út og verður fyrst farið á fiskitroll en síðan á rækju og humar.

Gústi í Papey hét áður Geir SH197 og skipinu fylgdu 400 tonna þorskígildiskvóti. Þorvarður Helgason verður skipstjóri en til gamans má geta þess að skipið heitir eftir afa hans.

Gústi í Papey var seldur frá Höfn til Raufarhafnar 1995 en þar staldraði hann stutt við og seldur úr landi 1996. Á Raufarhöfn fékk hann nafnið Sléttunúpur og var ÞH 272.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gullfaxi GK 14 á endastöð

297. Gullfaxi GK 14 ex Eldhamar II GK 139. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hér er Gullfaxi GK 14 kominn á endastöð í fjörunni í Grindavík þar sem hann var rifinn vorið 2008.

Upphaflega Magnús Marteinsson NK 38 eins og kom fram hér á síðunni fyrir stuttu.

Smíðaður 1956 fyrir Svein Magnússon útgerðarmann í Neskaupstað hjá Frederikssund Skipsværft A/S í Frederikssund í Danmörku árið 1956.

297. Gullfaxi NK 14 ex Eldhamar II GK 139. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæbjörg EA 184 að veiðum við Kópasker

2047. Sæbjörg EA 184 ex Linni SH 303. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Grímseyjarbáturinn Sæbjörg EA 184 er á þorskanetum og rær þessa dagna frá Kópaskeri við Öxarfjörð.

Og þar tók Gaukur Hjartarson þessa mynd þar sem kallarnir eru að leggja trossu í hafið.

Sæbjörg EA 184 hét upphaflega Magnús Guðmundsson ÍS 97 frá Flateyri en síðar Máni HF 149, Vébjörn ÍS 301 og Linni SH 303 áður en Grímseyingar keyptu bátinn árið 2006.

Það teygðist töluvert á bátnum í tvígang, hann var fyrst lengdur árið 1994 og aftur 1996. Báturinn var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Herði í Njarðvík árið 1990.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution