Bára ÞH 7

1300. Bára ÞH 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bára ÞH 7 er hér á útleið frá Húsavík áleiðis á grásleppumiðin vestur undan um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Bára ÞH 7 var smíðuð af Herði Björnssyni á Borgarfirði eystra árið 1973 fyrir Jón B. Gunnarsson og Kristinn Lúðvíksson á Húsavík.

Hún er smíðuð úr furu og eik og mælist 7,51 brl. að stærð.

Þeir Nonni Begg og Kiddi Lúlla áttu Báru til ársins 1998 að hún var seld. Grímur ehf. á Húsavík keypti hana og seldi aftur stuttu seinna til Raufarhafnar og þar var hún undir sama nafni og númeri til ársins 2010.

Þá fór Bára ÞH 7 austur á sínar fornu slóðir, Borgarfjörð eystri þar sem hún fékk nafnið Sveinbjörg NS 49.

Í dag heitir báturinn Glófaxi NS 49 og er í eigu Ólafs Sveinbjörnssonar sem hefur gert bátinn upp. Glófaxi NS 49 er í núllflokki á vef Fiskistofu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s