Hjalteyrin EA 310

1514. Hjalteyrin EA 310 ex Arinbjörn RE 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér birtist mynd af Hjalteyrinni EA 310 við bryggju á Akureyri og var hún tekin áður en skipið komst í rauða Samherjalitinn.

Togarinn, sem er 378 brl. að stærð, hét upphaflega Arinbjörn RE 54, smíðaður í Stálvík árið 1978 fyrir Sæfinn hf. í Reykjavík. Arinbjörn hafði smíðanúmer 26 hjá stöðinni en var fjórði skuttogarinn sem var smíðaður þar.

Honum var breytt í frystitogara í Stálvík árið 1985.

Samherji hf. á Akureyri keypti Arinbjörn RE 54 haustið 1989 og fékk hann nafnið Hjalteyrin EA 310.

Það nafn bar hann til ársins 1997 en snemma það ár var hann seldur til Onward Fishing Co., dótturfyrirtækis Samherja í Skotlandi. Hjalteyrin fékk nafnið Onward Highlander.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Andey ÍS 440

1980. Andey ÍS 440 ex Andey SF 222. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Rækjutogarinn Adney ÍS 440 er hér á toginu um árið en Frosti hf. í Súðavík keypti skipið frá Hornafirði og kom það til heimahafnar í marsmánuði 1994.

Haustið 1998 fór Andey til Gdansk í Póllandi þar sem skipið var upphaflega smíðað árið 1989. Erindið var m.a að láta lengja skipið sem var og gert um 12 metra. Þannig kom hún heim í byrjun febrúarmánaðar 1999. Eftir það mældist hún 331 brl. að stærð.

Andey ÍS 440 var seld til Færeyja árið 2008 þar sem hún fékk nafnið Beinisvörð TG 440.

Skipið fór í brotajárn fyrir nokkrum árum.

Í 5. tbl. Ægis árið 1989 er sagt frá komu Andeyjar SU 210 til Breiðdalsvíkur:

Andey SU 210 kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar 10 apríl s.l. Skip þetta er smíðað sem skuttogari og er með búnaði til fullvinnslu afla um borð. Skipið er smíðað hjá Northern Shipyard í Gdansk, Póllandi, nýsmíði númer B 284, og er hannað afstöðinni í samvinnu við Ráðgarð hf. 

Andey SU kemur í stað Stakkavíkur ÁR 107 (247), sem væntanlega verður úrelt.Andey SU er í eigu Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf., Breiðdalsvík.

Skipstjóri á skipinu er Guðmundur Ísleifur Gíslason og yfirvélstjóri Sigurður Vilhjálmsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Svavar Þorsteinsson.

Andey SU 210, sem var 211 brl. að stærð, var seld til Garðeyjar hf. á Hornafirði síðla árs 1990. Eins og fyrr segir var hún seld til Súðavíkur árið 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hrafnseyri ÍS 10

1576. Hrafnseyri ÍS 10 ex Kolbeinsey ÞH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skuttogarinn Hrafnseyri ÍS liggur hér við bryggju í Grindavík um árið en Þorbjörn-Bakki hf. keypti hana haustið 1997 frá Húsavík þar sem hún bar nafnið Kolbeinsey ÞH 10.

Kolbeinsey ÞH 10 var smíðuð fyrir Höfða hf. á Húsavík í Slippstöðinni á Akureyri og kom hún til heimahafnar 10. maí 1981.

Hrafnseyrin, sem var 430 brúttórúmlestir að stærð, var seld Háanesi hf. á Patreksfirði árið 1998 og fékk hún nafnið Guðrún Hlín BA122.

Lesa má meira um togarann hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Klara Sveinsdóttir SU 50

1638. Klara Sveinsdóttir SU 50 ex Drangavík ST 71. Ljósmynd Börkur Kjartansson.

Hér gefur að líta togskipið Klöru Sveinsdóttur SU 50 við bryggju á Fáskrúðsfirði en þaðan var hún gerð út um nokkura ára skeið. Útgerð Akkur hf. á Fáskrúðsfirði.

Klara Sveinsdóttir sem var 292 tonn var smíðuð í Noregi 1978 og keypt notuð til Patreksfjarðar árið 1982. Þar hét skipið Jón Þórðarson BA 80 og leysti af hólmi samnefndan tappatogara. Í Noregi bar skipið nafnið Stig Björnar.

Í 12. tbl. Ægis 1984 sagði m.a:

10. nóvember 1982 kom fiskiskipiðjón Þórðarson BA 180 ffyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Patreksfjarðar. Skipið, sem áður hét Lyngøybuen, er keypt notað frá Noregi, og er smíðað hjá Kopervik Slip A/S í Kopervik í Noregi árið 1978, og er smíðanúmer 6 hjá stöðinni. Skrokkurinn er smíðaður hjá Mandals Slip og Mek. Verksted.

Áður en skipið kom til landsins voru gerðar á því smávægilegar breytingar og má þar nefna; sett í skipið vökvaknúin skutrennuloka, fiskilúga endurnýjuð og bætt við ýmsum búnaði. Upphaflega var Mustad línuvélasamstæða í skipinu, er það kom til landsins, og var hún notuð lítillega en síðan tekin úr skipinu.

Jón Þórðarson BA var keyptur til landsins af Bjargi h.f. Patreksfirði (framkvæmdastjóri Héðinn Jónsson). Upphaflega var Gísli Kristinsson skipstjóri á skipinu og 1. vélstjóri Ingimar Jóhannessonn.

Jón Þórðarson var 191 brl. að stærð en eftir að skipið var selt útgerð Bjarna Ólafssonar AK 70 sumarið 1985 var það lengt um 10 metra útbúið til úthafsrækjuveiða. Skipið fékk nafnið Akurnesingur AK 71.

Haustið 1988 var Akurnesingur AK 71 seldur Drangavík hf. á Hólmavík og fékk skipið nafnið Drangavík ST 71. Heimahöfn Drangsnes.

Frá Hólmavík fór skipið austur á Fáskrúðsfjörð þar sem það fékk það nafn sem það ber á myndinni. Sennilega var það 1993 en í lok árs 1994 var skipið selt til Ísafjarðar. Eigandi Teisti hf. en að því fyrirtæki stóðu nokkur útgerðarfyrirtæki á Ísafirði.

Klara Sveinsdóttir fór síðar í úreldingu og var seld til Nýja-Sjálands.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Jóhanna Gísladóttir í Reykjanesröstinni

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Þegar Jóhanna Gísladóttir GK 357 var á siglingu til nýrrar heimahafnar í vikunni lá Jón Steinar fyrir henni og sendi drónann út þegar hún var að sigla í gegnum Reykjanesröstina.

Og að sjálfsögðu var tekin hringur fyrir kappann og hér sjáum við nokkrar myndir úr þessari syrpu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Jóhanna Gísladóttir kom til heimahafnar í dag

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Nýtt skip bættist í flota Vísis hf. síðdegis í dag þegar skuttogarinn Jóhanna Gísladóttir GK 357 kom til heimahafnar í Grindavík.

Vísir keypti togarann frá Vestmannaeyjum í sumar þar sem hann bar nafnið Bergur VE 44.

Togarinn, sem hét upphaflega Westro, var smíðaður fyrir Skota í Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998. Bergur ehf. í Vestmannaeyjum keypti hann til landsins frá Noregi haustið 2005 en þar hét hann Brodd 1 og var gerður út frá Álasundi.

Jóhanna Gísladóttir er 569 BT að stærð, 36 metrar að lengd og breiddin 10,50 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jóhanna Gísladóttir GK 357 við bryggju í Reykjavík

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd af Jóhönnu Gísladóttur GK 357 var tekin í gær þar sem skipið liggur við bryggju í Reykjavíkurhöfn.

Eins og komið hefur fram á síðunni keypti Vísir hf. skipið frá Vestmannaeyjum og mun það koma í stað línuskipsins Jóhönnu Gísladóttur GK 557.

Á vef Fiskifrétta kemur fram að Vísir stefni að því að taka nýju Jóhönnu Gísladóttur í notkun um næstu mánaðamót.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bylgja VE 75

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Togskipið Bylgja VE 75 kom til Reykjavíkur síðdegis í gær og voru þessar myndir teknar þá. Svona nýmáluð og fín.

Bylgja VE 75 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Mattíhas Óskarsson útgerðarmann og skipstjóra árið 1992.

Hún hefur alla tíð verið í eigu hans en fyrirtækið heitir Bylgja VE 75 ehf.

Bylgja VE 75 er  33,74 m á lengd og  8,6 m á breidd. Hún mælist  277 brl./477 BT að stærð. Búin 1224 hestafla Yanmar aðalvél.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergur verður Jóhanna Gísladóttir

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Bergur VE 44 hefur fengið grænan lit Vísisbátanna og nafnið Jóhanna Gísladóttir GK 357.

Eins og komið hefur fram á síðunni keypti Vísir hf. skipið frá Vestmannaeyjum og mun hann koma í stað línuskipsins Jóhönnu Gísladóttur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Höfrungur III seldur til Rússlands

1902. Höfrungur III AK 250 ex Polarborg II. Ljósmynd Þór Jónsson 2020.

Brim hefur selt skuttogarann Höfrung III AK 250 til Rússland og verður skipið afhent nýjum eiganda í næsta mánuði.

Höfrungur III AK 250 kom til landsins í febrúar 1992 en hann hét áður Polarborg II og var keyptur notaður frá Færeyjum. Kaupandi Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi.

Togarinn var smíðaður árið 1988 hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S í Kristiansund, Noregi, og hafði smíðanúmer 114 hjá stöðinni.

Höfrungur III er 56 metra langur, 12.80 metra breiður og mælist 1.521 brúttótonn. Kaupandi er Andeg Fishing Collective í Murmansk.

Í staðinn hefur Brim fest kaup á uppsjávarskipinu Svaninum RE 45 sem hét áður Iivid af Arctic Prime Fisheries.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.