Jóhanna Gísladóttir GK 357 við bryggju í Reykjavík

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd af Jóhönnu Gísladóttur GK 357 var tekin í gær þar sem skipið liggur við bryggju í Reykjavíkurhöfn.

Eins og komið hefur fram á síðunni keypti Vísir hf. skipið frá Vestmannaeyjum og mun það koma í stað línuskipsins Jóhönnu Gísladóttur GK 557.

Á vef Fiskifrétta kemur fram að Vísir stefni að því að taka nýju Jóhönnu Gísladóttur í notkun um næstu mánaðamót.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bylgja VE 75

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Togskipið Bylgja VE 75 kom til Reykjavíkur síðdegis í gær og voru þessar myndir teknar þá. Svona nýmáluð og fín.

Bylgja VE 75 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Mattíhas Óskarsson útgerðarmann og skipstjóra árið 1992.

Hún hefur alla tíð verið í eigu hans en fyrirtækið heitir Bylgja VE 75 ehf.

Bylgja VE 75 er  33,74 m á lengd og  8,6 m á breidd. Hún mælist  277 brl./477 BT að stærð. Búin 1224 hestafla Yanmar aðalvél.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergur verður Jóhanna Gísladóttir

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Bergur VE 44 hefur fengið grænan lit Vísisbátanna og nafnið Jóhanna Gísladóttir GK 357.

Eins og komið hefur fram á síðunni keypti Vísir hf. skipið frá Vestmannaeyjum og mun hann koma í stað línuskipsins Jóhönnu Gísladóttur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Höfrungur III seldur til Rússlands

1902. Höfrungur III AK 250 ex Polarborg II. Ljósmynd Þór Jónsson 2020.

Brim hefur selt skuttogarann Höfrung III AK 250 til Rússland og verður skipið afhent nýjum eiganda í næsta mánuði.

Höfrungur III AK 250 kom til landsins í febrúar 1992 en hann hét áður Polarborg II og var keyptur notaður frá Færeyjum. Kaupandi Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi.

Togarinn var smíðaður árið 1988 hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S í Kristiansund, Noregi, og hafði smíðanúmer 114 hjá stöðinni.

Höfrungur III er 56 metra langur, 12.80 metra breiður og mælist 1.521 brúttótonn. Kaupandi er Andeg Fishing Collective í Murmansk.

Í staðinn hefur Brim fest kaup á uppsjávarskipinu Svaninum RE 45 sem hét áður Iivid af Arctic Prime Fisheries.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Berglín heldur til veiða

1905. Berglín GK 300 ex Jöfur ÍS 172. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Rækjutogarinn Berglín GK 300 landaði á Siglufirði í dag og voru þessar myndir teknar þegar hún lét aftur úr höfn undir kvöld.

Berglín GK 300, sem er í eigu Nesfisks hf. í Garði, var smíðuð í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ og hét upphaflega Jöfur KE 17.

Berglín er tæplega 40 metra löng, breidd hennar er 8,1 metrar og hún mælist 477 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Harðbakur á útleið frá Grindavík

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Jón Steinar tók þessar myndir af Harðbak EA 3 þar sem hann var á útleið frá Grindavík síðdegis í dag.

Harðbakur hafði komið til hafnar í morgun vegna bilerís og landaði 26 tonnum en togarinn hafði nýhafið veiðiferð þegar bilunin kom upp.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Stálvík SI 1 við bryggju á Siglufirði

1326. Stálvík SI 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skuttogarinn Stálvík SI 1 er hér við bryggju á Siglufirði, sennilega vorið eða sumarið 1989.

Stálvík var fyrsti skuttogarinn sem smíðaður var á Íslandi og fór smíðin fram árið 1973 í Stálvík hf. í Garðabæ.

Togarinn var smíðaður fyrir Þormóð ramma hf. á Siglufirði og var 314 brl. að stærð. Hún var lengd árið 1986 og mældist þá 364 brl. að stærð.

Stálvík var lagt 2004 og fór til Danmerkur til niðurrifs árið 2005 en hún var alla tíð gerð út frá Siglufirði. Þess má geta að hún var blá að lit í restina eftir sameiningu Þromóðs ramma við Sæberg á Ólafsfirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Meira af Múlaberginu

1281. Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það var upplagt að mynda Múlabergið þegar það fór síðdegis þar sem blessuð sólin var komin á betri stað en hún var á í hádeginu þegar togarinn kom.

Og ekki orð um það meir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Múlaberg kom til Húsavíkur í dag

1281. Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Skuttogarinn Múlaberg SI 22 frá Siglufirði kom til Húsavíkur í dag en Kári Páll og hans menn hjá Ísfelli ætluðu að kíkja eitthvað á rækjutrollið.

Múlaberg, sem er annar svokallaðra tvegga Japanstogaranna sem enn eru í útgerð á Íslandi, er í eigu Ramma hf. í Fjallabyggð.

Togarinn hét upphaflega Ólafur Bekkur ÓF 2, hann var smíðaður í Japan fyrir Útgerðafélag Ólafsfjarðar hf. og kom í fyrsta skipti til heimahafnar þann 8. maí árið 1973.

Lesa má meira um togarann hér.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Vörður ÞH 44

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Vörður ÞH 44 kom með fullfermi til Grindavíkur í gær en hann var að veiðum á Vestfjarðarmiðum.

Jón Steinar tók þessa myndasyrpu af Verði koma til hafnar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution