Helga María AK 16 á toginu

1868 Helga María AK 16 ex Haraldur Kristjánsson HF 2. Ljósmynd Þór Jónsson.

Helga María AK 16, skuttogari í eigu HB Granda hf. er hér á toginu en undanfarnar vikur hefur skipið legið við bryggju. Hvað sem síðar verður.

Helga María var smíðuð árið 1988 í Flekkefjord í Noregi. Hún var smíðuð  fyrir Sjólastöðina í Hafnarfirði  hét upphaflega Haraldur Kristjánsson HF 2.

Árið 1999 var Haraldur Kristjánsson HF 2 seldur til Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og fékk skipið þá núverandi nafn, Helga María AK 16.

Helga María var frystitogari en var breytt í ísfiskstogara í Alkorskipasmíðastöðinni í Gdansk árið 2013 og hóf veiðar sem slíkur árið 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Sóley Sigurjóns nýkominn úr slipp

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur RE 207. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Sóley Sigurjóns GK 200 hefur verið í skveringu í Reykjavík að undanförnu en kom til Njarðvíkur sl. miðvikudag þar sem verið er að útbúa hana til veiða.

Togarinn hét upphaflega Júlíus Havsteen ÞH 1 á íslenskri skipaskrá en er í dag í eigu Nesfisks ehf. í Garðinum. Han var fyrstu árin hér gerður út á rækju og fryst um borð en lengst af hefur hann verið ísfisktogari.

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur RE 207. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Sóley Sigurjóns GK 200 var smíðuð árið 1987 af J.K Skibsbyggeri APS í Danmörku fyrir Grænlendinga og hét Quaasiut II.

Aðalvélin er frá Wartsila og er 847 hestöfl / 632 kW. Mesta lengd skipsins er 41,98 metrar en skráð lengd er 38,36 metrar og breiddin 10,40 metrar. Brúttótonnatalan er 737,09 tonn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Þór HF 4

2549. Þór HF 4 ex Karelia. Ljósmynd Þór Jónsson.

Frystitogarinn Þór HF 4 á toginu en myndina tók nafni hans Jónsson á Djúpavogi.

Stálskip hf. í Hafnarfirði keypti rússneska frystitogaranum Karelia af dótturfélagi Royal Greenland árið 2002.

Skipið var byggt í Ørskov Christensens Staalskibsværft A/S í Danmörku árið 1998 og er 1.000 brúttólestir eða 1.500 brúttótonn, 58 metra langt og 13,5 metra breitt. Skipið er systurskip Sléttbaks EA sem Útgerðarfélag Akureyringa hf. átti um tíma.

Þór HF 4 var seldur úr landi 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Barði NK 120

1976. Barði NK 120 ex Norma Mary H 110. Ljósmynd Þór Jónsson.

Togarinn Barði NK 120 er hér á siglingu en myndina tók Þór Jónsson á Djúpavogi.

Togarinn Barði var smíðaður í Flekkefjord í Noregi fyrir Skipaklett hf. á Reyðarfirði árið 1989 og bar upphaflega nafnið Snæfugl. Skipaklettur hf. og Síldarvinnslan sameinuðust árið 2001.

Um tíma var skipið leigt skosku útgerðarfyrirtæki og bar þá nafnið Norma Mary en haustið 2002 hóf Síldarvinnslan að gera það út og fékk það þá nafnið Barði.

Síldarvinnslan gerði Barða fyrst út sem frysti- og ísfiskskip en síðar var megináhersla lögð á að frysta aflann um borð.

Árið 2016 var síðan allur vinnslubúnaður fjarlægður úr Barða og var hann rekinn sem ísfisktogari þar til hann var seldur til Rússlands sumarið 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ásgeir RE 60

1505. Ásgeir RE 60. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Grandatogarinn Ásgeir RE 60 leggur hér úr höfn í Reykjavík áleiðis á miðin.

Ásgeir RE 60 var smíðaður fyrir Ísbjörninn hf. í Flekkefjørd í Noregi árið 1977, kom til heimahafnar 22. desember. Systurskip hans Ásbjörn RE 50 kom síðan 28. mars 1978.

Ásgeir og Ásbjörn mældust 442 brl. að stærð, búnir 2100 hestafla Wichmannaðalvélum. Þeir voru smíðaðir fyrir Ísbjörninn hf. eins og áður segir.

Í nóvember 1985 sameinuðust Ísbjörninn hf. og BÚR og úr varð Grandi hf. sem heitir HB Grandi í dag.

Þegar Ögurvík hf. var með frystitogarann Vigra RE 71 í smíðum, í árslok 1991, höfðu Ögurvík hf. og Grandi skipaskipti. Ásgeir fór út, ásamt Krossvík AK 300 og Skagfirðingi SK 4 fyrir hinn nýja Vigra en Grandi fékk skuttogarann Ögra RE 72 í staðinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sturlaugur H orðinn Mars RE 13

1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 ex Sigurfari II SH 105. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Sturlaugur H Böðvarsson AK 105, áður AK 10, hefur fengið nafnið Mars RE 13 samkvæmt vef Fiskistofu.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi keypt togarann af HB Granda hf. í byrjun febrúar. Sturlaugur H fór sína síðsutu veiðiferð fyrir HB Granda í febrúar 2018 en síðan leysti Akurey AK 10 hann af hólmi.

Mars RE 13 hét upphaflega Sigurfari II SH 105, 431 brl. að stærð og smíðaður hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi fyrir Grundfirðinga.

Haraldur Böðvarsson & co á Akranesi keypti togarann snemma árs 1986 og gaf honum þá nafnið Sturlaugur H Böðvarsson AK 10. Togarinn varð síðan í eigu HB Granda eftir að Haraldur Böðvarsson & co og Grandi sameinuðust 1. janúar 2004 undir nafninu HB Grandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vigri RE 71 að veiðum

2184. Vigri RE 71. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hér birtist frystistogarinn Vigri RE 71 en myndirnar sýna hann að veiðum á Heimsmeistarahrygg í Skerjadýpi sl. fimmtudag.

Vigri RE 71 var smíðaður fyrir Ögurvík hf. í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1992.

Togarinn, sem er 1.217 brl. að stærð, er 66.96 metra langur og 13 metra breiður búinn 4.079 ha. Wartsiila vél.

Brim hf. keypti Ögurvík hf. í júní 2016 og í fyrra keypti HB Grandi Ögurvík af Brim.

Vigri RE 71 kom í stað eldri Vigra og Ögra RE 71 en þeir voru smíðaðir á sínum tíma fyrir Ögurvík hf. í Póllandi. Ögri var seldur Granda hf. þar sem hann fékk nafnið Akurey RE 3 og Vigri norður á Sauðárkrók þar sem hann fékk nafnið Skagfirðingur SK 4.

2184. Vigri RE 71. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Í Morgunblaðinu 8. október 1992 sagði svo frá:

Vigri RE 71, fullkomnasta frystiskip Íslendinga, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi en hann var smíðaður í Flekkufirði í Noregi.

Um borð í skipinu er m.a. sjálfvirkur frystibúnaður og Vigri er fyrsta frystiskipið með slíkan búnað. Skipstjóri er Steingrímur Þorvaldsson, yfirvélstjóri Jón Bjarnason og 1. stýrimaður Sigurjón Kristjánsson.

Vigri RE er í eigu Ögurvíkur hf., sem gerir einnig út frystiskipið Frera RE, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Gísli Jón Hermannsson.

Í stað Vigra RE verða úreltir togararnir Skagfirðingur, Krossvík og Ásgeir.

2184. Vigri RE 71. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arnar HU 1

2265. Arnar HU 1 ex Neptun. Ljósmynd Þór Jónsson 2019.

Frystitogarinn Arnar HU 1 frá Skagaströnd sést hér á toginu en þessi 60 metra togari er í eigu FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki.

Skagstrendingur hf. á Skagaströnd keypti togarann frá Rússlandi árið 1996 og sagði m.a svo frá í 5. tbl. Ægis það ár:

Nýr skuttogari bœttist við flota Skagstrendinga 28. mars sl., en þann dag kom Arnar HU 1 til landsins, nánar tiltekið til Reykjavíkur.

Skuttogari þessi, sem upphaflega hét Andrias í Hvannasundi, síðar Neptun, er keyptur frá Rússlandi en er smíðaður árið 1986 fyrir Fœreyinga hjá Langsten Slip & Bátbyggeri A/S í Tomrefjord í Noregi, smíðanúmer 114 hjá stöðinni.

Hönnun skipsins var í höndum Skipsteknink A/S í Álesund í Noregi, en skrokkur skipsins var smíðaður hjá L.H. Salthammer Bátbyggeri A/S í Vestnes í Noregi.

Arnar HU 1 komst í eigu Skagfirðinga um áramótin 2005-2006 þegar Fiskiðjan Skagfirðingur keypti Skagstrending af Brimi og fyrirtækin sameinuðust undir nafni FISK Seafood ehf.

2265. Arnar HU 1 ex Neptun. Ljósmynd Þór Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sirrý ÍS 36 að veiðum

2919. Sirrý ÍS 36 ex Stamsund N-11-VV. Ljósmynd Þór Jónsson 2019.

Skuttogarinn Sirrý ÍS 36 frá Bolungarvík er hér að veiðum sunnan við land en myndina tók Þór Jónsson skipverji á Ljósafelli SU 70.

Sirrý ÍS 36, sem áður hét Stamsund N-11-VV, var keypt frá Noregi og kom inn í flotann í janúar árið 2016. Það er Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík sem á og gerir togarann út.

Sirrý ÍS 36 var smíðuð á Spáni árið 1988 og er 45 metra löng, 10 metra breið og mælist tæp 700 brúttótonn. Aðalvéllin er 2.440 hestöfl.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kaldbakur og Björgúlfur að veiðum

2891. Kaldbakur EA 1 – 2892. Björgúlfur EA 312. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Á þessari mynd Gunda eru skuttogararnir Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur EA 312 að veiðum. Myndin var tekin í fyrrdag um borð í þriðja Samherjatogaranum af þessari gerð sem er Björg EA 7.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution