Björgúlfur á miðunum

2892. Björgúlfur EA 312. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N tók þessar myndir á miðunum af Dalvíkurtogaranum Björgúlfi EA 312.

Björgúlfur er eins og margir vita eitt fjögurra syst­ur­skip­a sem smíðuð voru fyrir íslendinga hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi og afhent á árinu 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björg EA 7 að veiðum í morgun

2894. Björg EA 7. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 tók þessar myndir um kl. 7 í morgun og sýna þær Samherjatogarann Björgu EA 7 að veiðum sunnan við Surtsey.

Björg EA 7 var síðust í röð fjögurra syst­ur­skip­a sem smíðuð voru fyrir íslendinga hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi og afhent á árinu 2017.

Kaldbakur EA 1 kom fyrstur, síðan Björgúlfur EA 312 og því næst Drangey SK 2 og að lokum Björg EA 7 eins áður segir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skutull ÍS 180

1383. Skutull ÍS 180 ex Hafþór RE 40. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Rækjutogarinn Skutull RE 180 hét upphaflega Baldur EA 124 og kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Dalvík um mitt ár 1974. Baldur var í eigu Aðalsteins Loftssonar útgerðarmanns á Dalvík.

Um einu og hálfu árið síðar var Baldur kominn í eigu Ríkissjóðs og notaður sem varðskip. Síðar hét hann Hafþór RE 40 og var í eigu Hafró. Hann var leigður Útgerð Hafþórs sf. á Ísafirði sem gerði hann út til rækjuveiða.

Haustið 1990 kaupir Togaraútgerð Ísafjarðar hf. Hafþór RE 40 og hann fær nafnið Skutull ÍS 180. Þegar Básafell hf. varð til síðla árs 1996 var Togaraúgerð Ísafjarðar meðal þeirra sjávarútvegs-fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust undir nafni Básafells.

Vorið 1999 kom Skutull ÍS 180 úr breytingum í Póllandi sem fólust m.a í 11 metra lengingu auk breytinga á skut.

Eftir að Básafelli hf. var stokkað upp komst Skutull ÍS 180 í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. sem gerði hann út undir nafninu Eldborg RE 13. Þegar Guðmundur í Nesi RE 13 leysti hana af hólmi árið 2004 var hún seld úr landi.

Kaupandinn var útgerðarfyrirtækið Reyktal AS sem gerði Eldborgina út til rækjuveiða en undanfarin ár hefur hún legið í Hafnarfjarðarhöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Heiðrún GK 505

1506. Heiðrún GK 505 ex Heiðrún ÍS 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Heiðrún GK 505 lætur hér úr höfn á Húsavík áleiðis á rækjumiðin út af Norðurlandi.

Heiðrún, sem var 294 brl. að stærð, var smíðuð árið 1978 í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar h/f á Ísafirði fyrir Völustein h/f í Bolungarvík. Togarinn var búinn 1450 hestafla Alpha aðalvél.

Njörður h/f í Sandgerði keypti Heiðrúnu ÍS 4 haustið 1997 og fékk hún í framhaldinu einkennisstafina GK og númerið 505.

Það var svo í desember 1999 að Heiðrún GK 505 var, ásamt Þór Péturssyni GK 504, seld til Grundarfjarðar. Í byrjun árs 2000 fékk hún nafnið Ingimundur SH 335. Kaupandinn Guðmundur Runólfsson h/f.

Í mars 2004 greinir Morgunblaðið frá því að Guðmundur Svavarsson útgerðarmaður hafi keypt Ingimund SH 335. Togarinn fékk nafnið Skúmir HF 177 og hét því nafni þegar hann var seldur til Rússlands árið 2006. Reyndar hélt hann því nafni í Rússlandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Helga María RE 1

1868. Helga María RE 1 ex Helga María AK 16. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2020.

Gundi á Frosta ÞH 229 sendi þessa mögnuðu myndir af Helgu Maríu RE 1 sem eitt sinn var AK 16.

Upphaflega þó Haraldur Kristjánsson HF 2, smíðaður í Flekkefjord í Noregi 1988 fyrir Sjólastöðina í Hafnarfirði.

Hér má lesa nánar um skipið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Stapavíkin á siglingu

1121. Stapavík SI 5 ex Þorleifur Jónsson SI 80. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það hefur áður birst á síðunni mynd úr þessari syrpu af Stapavík SI 5 sem ég tók, rétt fyrir 1990, þegar við á Geira Péturs ÞH 344 mættum henni er við vorum á útleið frá Siglufirði.

Stapavík SI 5 var í eigu Þormóðs Ramma hf. þegar þarna var komið við sögu.

Upphaflega hét skipið Milly Ekkenga SG 1 og var í eigu þýskrar útgerðar. Hún fékk nafnið Dagný SI 70 þegar Togskip hf. á Siglufirði togarann til landsins árið 1970. 

Dagný var 385 brl. og smíðuð í De Dageraadskipasmíðastöðinni í Woubrugge í Hollandi 1966.

Dagný var seld til Hafnarfjarðar árið 1980 þar sem hún bar nöfnin Ársæll Sigurðsson HF 12 og Þorleifur Jónsson HF 12 áður en hún var aftur seld til Siglufjarðar. Hún fékk Stapavíkurnafnið í ársbyrjun 1987.

Stapavík SI 5 var seld úr landi 1992 en togaranum hafði verið lagt í ársbyrjun 1990. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Breki VE 61 kom til hafnar í morgun

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Skuttogarinn Breki VE 61 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í morgun og tók Hólmgeir Austfjörð meðfylgjandi myndir við það tækifæri.

„Hann er væntanlega fullur“ sagði ljósmyndarinn í póstinum og á þá sennilega við að Breki sé með fullfermi.

Breki VE 61 var smíðaður í Kína og eru rúm tvö ár síðan Visnnslustöðin fékk hann afhentan en hann kom til heimahafnar 6. maí 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ottó N kom með fullfermi að landi í dag

1578. Ottó N Þorláksson VE ex RE 203. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Ísfisktogarinn Ottó N Þorláksson VE 5 kom með fullfermi til heimahafnar í Vestmannaeyjum nú um miðjan daginn.

Hólmgeir Austfjörð var í frítúr og fór á Klaka sínum til móts við félagana og tók þessa myndasyrpu sem nú birtist.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sólbakur EA 305

1558. Sólbakur EA 305 ex Dagstjarnan KE 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sólbakur EA 305 lætur hér úr höfn á Akureyri um árið en Útgerðarfélag Akureyringa hf. gerði togarann út um nokkurraára skeið.

ÚA keypti togarann, sem hét Dagstjarnan KE 3, síðla árs 1987 og fékk togarinn nafnið Sólbakur EA 305.

Sólbakur EA 305 var gerður út til ársins 1992 en 12. mars það ár kom hann úr síðustu veiðiferðinni fyrir ÚA. Hann var síðan seldur úr landi til niðurrifs. 

Upphaflega hét togarinn C.S Forester og var smíðaður árið 1969. Hann var 56,54 metrar að lengd, 10.97 metra breiður og mældist 743 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hrímbakur EA 306

1472. Hrímbakur EA 306 ex Bjarni Herjólfsson ÁR 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hrímbakur EA 306 hét upphaflega Bjarni Herjólfsson ÁR 200 og var smíðaður í Póllandi árið 1977.

Í 8. tbl. Ægis sagði m.a um komu skipsins:

8. marz sl. kom skuttogarinn Bjarni Herjólfsson ÁR 200 til landsins í fyrsta sinn, en skuttogari þessi er í eigu fyrirtækisins Árborg h.f. Selfossi, en heimahöfn skipsins er Stokkseyri.

Bjarni Herjólfsson er systurskip Ólafs Jónssonar GK 404 og er annar skuttogarinn í raðsmíði þriggja skuttogara í Gdynia í Póllandi hjá Stocznia im Komuny Paryskiey (nýsmíði B 402/3).

Skipstjóri á Bjarna Herjólfssyni ÁR er Axel Schiöth og 1. vélstjóri er Sigurður Jónsson. Framkvæmda- stjóri útgerðarinnar er Sigurður Guðmundsson.

Togarinn var 488 brl. að stærð búinn 2200 hestafla Sulser aðalvél.

Útgerðarfélag Akureyringa hf. keypti togarann árið 1985 og nefndi hann Hrímbak EA 306. Snemma árs 1996 keypti Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði togarann og nefndi Hring SH 535.

Árið 2006 er hann kominn með nafnið Hólmberg SH 535 samkvæmt vef Fiskistofu og það sama ár var hann seldur úr landi. Nánar tiltekið til Namibíu en togarinn fór í brotajárn árið 2015.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution