Kaldbakur EA 1

2981. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2023. Kaldbakur EA 1, togari Útgerðarfélags Akureyringa, kom inn til löndunar í Hafnarfirði í gær og tók Jón Steinar þessar myndir þá. Kaldbakur var  fyrstur í röðinni af fjór­um syst­ur­skip­um sem smíðuð voru hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi. Hin eru Björgúlfur EA 312, Drangey SK 2 og Björg EA 7. … Halda áfram að lesa Kaldbakur EA 1

Myndasyrpa af Jóhönnu Gísladóttur koma að landi í dag

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Jón Steinar 2023. Jón Steinar tók þessa flottu myndasyrpu í dag þegar Jóhanna Gísladóttir GK 357 kom til hafnar í Grindavík. Hún var nánast með fullfermi eða 211 kör sem gerir um 70 tonn, uppistaða aflans er þorskur, ýsa og ufsi. Nú tekur við páskafrí … Halda áfram að lesa Myndasyrpa af Jóhönnu Gísladóttur koma að landi í dag

Svalbakur

1352. Svalbakur EA 302 ex Stella Karina. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. ÚA togarinn Svalbakur EA 302 liggur hér við Torfunefsbryggju á Akureyri um árið en togarinn var smíðaður árið 1969. Útgerðarfélag Akureyringa keypti systurskipin Stellu Karinu og Stellu Kristinu frá Færeyjum árið 1973 og komu þau til heimahafnar á Akureyri í desember það ár. Skipin voru … Halda áfram að lesa Svalbakur

Baldur EA 108

2206. Baldur EA 108 ex Nattoralik. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson. Rækjutogarinn Baldur EA 108 frá Dalvík sést hér á toginu en Snorri Snorrason útgerðarmaður keypti hann frá Grænlandi haustið 1993. Kom togarinn, sem er 475 brl. að stærð smíðaður í Noregi 1978, kom til heimahafnar á Dalvík skömmu fyrir jól. Baldur var síðar seldur til Ólafsfjarðar … Halda áfram að lesa Baldur EA 108