Kaldbakur EA 1

1395. Kaldbakur EA 1 ex Kaldbakur EA 301. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Skuttogarinn Kaldbakur var smíðaður í San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni fyrir Útgerðarfélag Akureringa h/f.

Kaldbakur kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í desembermánuði 1974 en á efstu og neðstu myndum sem nú birtast er hann að leggja upp í veiðiferð frá Akureyri 14. apríl árið 2012.

Í 1. tbl. Ægis árið 1975 var sagt frá þessum nýja togara Akureyringa og þar kom m.a þetta fram:

19. desember s.l. kom skuttogarinn Kaldbakur EA 301 til heimahafnar sinnar, Akureyrar, í fyrsta sinn. Kaldbakur EA er 4. skuttogarinn sem Útgerðarfélag Akureyringa h. f. eignast og fljótlega mun sá 5. bætast við, Harðbakur EA. Kaldbakur EA er smíðaður hjá spönsku skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriaga S. A., Pasajes de San Juan og er smíðanúmer 313.

Áður hafði stöðin smíðað fjóra skuttogara fyrir Íslendinga eftir sömu teikningu. Fyrsti skuttogarinn af þessari gerð var Bjarni Benediktsson RE 210 (sjá 2. tbl. ’73), en hinir þrír eru Júní GK, Snorri Sturluson RE og Ingólfur Arnarson RE. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Kaldbak frá fjórum fyrstu og má þar helzt nefna véla og vindubúnað, sem er af annarri gerð.

Stóru Spán­ar­tog­ar­arnir voru sex að tölu og komu til lands­ins á ár­un­um 1973-1975. Kaldbakur EA 301 og Harðbakur EA 303 komu til Akureyrar, BÚH fékk Júní GK. BÚR fékk Bjarna Benediktsson RE 210 , Snorra Sturluson RE 219 og Ingólf Arnarson RE 201 sem nú er einn eftir og heitir í dag Blængur NK 125.

Eins og fram kemur var Kaldbakur upphaflega EA 301 og það var hann til ársins 1999 þegar hann var skráður EA 1. Árið 2004 er Brim h/f orðinn eigandi Kaldbaks en hann heldur nafni og númeri til ársins 2009. Þá fær hann nafnið Sólbakur EA 1.

Árið 2011 fær togarinn sitt gamla nafn aftur en er áfram EA 1 og kominn aftur í eigu Útgerðarfélags Akureringa ehf. á Akureyri.

1395. Sólbakur EA 301 ex Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Það er svo í upphafi ársin 2017 sem hann verður aftur Sólbakur enda von á nýjum Kaldbak EA 1 sem var í smíðum í Tyrklandi. Sólbakur varð EA 301 og þannig fór hann frá landinu áleiðis til Ghent í Belgíu þar sem togarinn fór í brotajárn. Það var haustið 2018.

Gamli Kaldbakur siglir í humátt á eftir þeim nýja og Kaldbakur gnæfir yfir.
Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 4. mars 2017.
1395. Kaldbakur EA 1 ex Kaldbakur EA 301. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Hásteinn og Múlaberg við bryggju í Þorlákshöfn

1751. Hásteinn ÁR 8 ex Örn VE 244. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í Þorlákshöfn í morgun en þær sýna dragnótabátinn Hástein ÁR 8 og skuttogarann Múlaberg SI 32.

Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Múlaberg SI 22 er annar tveggja svokölluðu Japanstogara sem eftir eru í flotanum. Hinn er Ljósafell SU 70 en upphaflega voru þeir tíu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Sindri VE 60 orðinn Campelo 2 í Jakobslandi

1274. Sindri VE 60 ex Páll Pálsson ÍS 102. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2019.

Vinnslustöðin hefur selt og afhent nýjum eigendum togarann Sindra VE-60,  útgerðarfyrirtæki í bænum Marin í sjálfstjórnarhéraðinu Galisíu eða Jakobslandi í norðvesturhluta Spánar.

Í Galisíu endar einmitt helgigönguleiðin Jakobsvegur sem margir íslenskir göngugarpar þekkja og hafa þrammað. Sindri VE valdi hins vegar sjóleiðina til nýrra heimkynna á slóðum heilags Jakobs og nefnist nú Campelo 2.

Farnist happaskipinu vel hér eftir sem hingað til segir á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Þar segir jafnframt að Sindri VE hét lengst af Páll Pálsson ÍS-102. Vinnslustöðin keypti togarann af HG í Hnífsdal og tók við honum um mánaðarmótin júlí/ágúst 2017. Sindra var ætlað að brúa bil í starfsemi VSV vegna tafa á heimkomu Breka VE frá Kína.

Skipsheitið Sindri á sér langa sögu í Vestmannaeyjum. Fiskiðjan gerði út bát með þessu nafni forðum daga og frá 1977 átti Fiskimjölsverksmiðjan og síðar Vinnslustöðin togara sem Sindri hét og gerði út fram á tíunda áratug síðustu aldar.

Japanstogari frá 1973

Páll Pálsson var einn tíu togara sem íslensk útgerðarfyrirtæki létu smíða fyrir sig í Japan og komu heim á árinu 1973. Vestmannaey VE og Páll Pálsson ÍS voru fyrst til landsins, Vestmannaey til Hafnarfjarðar 19. febrúar og Páll til Ísafjarðar 20. febrúar 1973.

Því má skjóta hér inn að löngu síðar, árið 2018, endurtók sagan sig á sinn hátt. Þá fylgdust systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS að heim frá Kína!

Vestmannaey kom sem sagt ekki beint til heimahafnar frá Japan. Ástæða þess var einfaldlega sú að eldgosið í Heimaey hófst þegar skipið var á miðju Kyrrahafi, milli Hawaiieyja og Panama. Skipverjar fengu óljósar fregnir af atburðinum í einhverjum útvarpsstöðvum en voru án talstöðvarsambands og gátu engra upplýsinga aflað sjálfir. Staðfestar fréttir bárust ekki fyrr en sólarhring síðar þegar heyrðist í Eiði Guðnasyni, fréttaritara breska útvarpsins – BBC á Íslandi. Hann sagði skilmerkilega frá því í stuttu máli hvað gerst hefði og lét þess getið að allir Eyjamenn væru heilir á húfi. Þá létti áhöfninni mjög. 

Tveir Japanstogarar eftir á Íslandi

Tveir Japanstogarar eru eftir af þeim tíu sem komu til landsins 1973: Ljósafell SU og Múlaberg ÓF (áður Ólafur Bekkur ÓF). Hinir átta voru Arnar SU, Bjartur NK, Brettingur NS, Drangey SK, Hoffell SU, Páll Pálsson ÍS, Rauðignúpur ÞH og Vestmannaey VE.

Skipsheitið Páll Pálsson á sér 80 ára sögu í útgerð í Hnífsdal. Í samantekt Kristins G. Jóhannssonar, stjórnarformanns HG-Gunnvarar, kemur fram að nýjasti Páll Pálsson, sem kom frá Kína í fyrra, hafi verið sá sjötti í röðinni með þessu heiti.

Sá fyrsti var 15 smálesta eikarbátur sem hljóp af stokkunum í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði 3. ágúst 1939. Hann bar nafn Páls Pálssonar í Heimabæ í Hnífsdal, föður eigandans og skipstjórans.

Páll Pálsson ÍS nr. 5 var seldur til Eyja, varð Sindri VE og nú síðast Campelo 2 í Jakobslandi.

Sóley Sigurjóns GK 200

2262. Sóley Sigurjóns GK 22 ex Sólbakur RE 207. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019

Á þessari mynd Hólmgeirs Austfjörð frá því í gær má sjá togarann Sóley Sigurjóns GK 200 að veiðum fyrir vestan land.

Nesfiskur hf. í Garði gerir togarann út en hann hét áður Sólbakur RE 207.

Upphaflega hét togarinn Quaasiut en fékk nafnið Júlíus Havsteen ÞH 1 eftir að hann var keyptur til Íslands frá Grænlandi árið 1995. Hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík í síðari hluta janúarmánaðar 1996 

Júlíus Havsteen ÞH 1 var seldur Jökli h/f á Raufarhöfn sumarið 1997 og fékk nafnið Rauðinúpur ÞH 160.

Síðar Sólbakur EA 7, Sólbakur RE 207 eins og fyrrr segir og loks Sóley Sigurjóns GK 200 .

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Breki VE 61

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Maggi Jóns tók þessar myndir af skuttogaranum Breka VE 61 í Reykjavík.

Á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar segir að Breki VE var tekinn upp í slipp í Reykjavík í vikunni í tengslum við skoðun á skipinu í tilefni af því að ársábyrgð kínversku skipasmíðastöðvarinnar rennur brátt út.

Skipið var afhent Vinnslustöðinni í Kína 13. mars 2018 með ársábyrgð og nú er það grandskoðað á meðan ábyrgðin varir.

Allt virðist vera í góðu standi og ekkert kom heldur fram við skoðun á þurru landi í höfuðborginni.

Málað var í leiðinni yfir nokkrar lítilsháttar rispur á botninum. Það var nú allt og sumt.

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Björg EA 7 lætur úr höfn á Akureyri

2894. Björg EA 7. Ljósmynd Gundi 2019.

Guðmundur Rafn Guðmundsson, eða Gundi eins og hann er jafnan kallaður, tók þessar myndir af skuttogaranum Björgu EA 7 í gærmorgun.

2894. Björg EA 7. Ljósmynd Gundi 2019.

Björg EA 7 var að láta úr höfn á Akureyri og lá frostþoka yfir pollinum.

2894. Björg EA 7. Ljósmynd Gundi 2019.

Þegar Gundi tók þessa mynd var hann kominn út á Svalbarðseyri og enn nokkur frostþoka.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Gullver NS 12 á Austfjarðarmiðum

1661. Gullver NS 12. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Gullver NS 12 er hér að taka það á Austfjarðarmiðum í gær en myndirnar tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5.

Gullver NS 12 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1983 fyrir Gullberg h/f á Seyðisfirði. 

Í október árið 2014 var Gullberg h/f selt Síldarvinnslunni h/f í Neskaupstað. Togarinn verið gerður út frá Seyðisfirði undir nafni dótturfélagsins Gullbergs h/f. og mokfiskað.

1661. Gullver NS 12. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Rán HF 42

2182. Rán HF 42 ex Ottó Wathne NS 90. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Frystitogarinn Rán HF 42 er hér að leggja upp í veiðiferð um árið.

Smíðaður í Vigó á Spáni 1990 (1991 segir sum staðar) fyrir Norðmenn og hét upphaflega Grinnøy.

Keyptur til Seyðisfjarðar 1992 og kom fyrst til nýrrar heimahafnar 25. ágúst. Togarinn fékk nafnið Ottó Wathne NS 90 og var í eigu samnefnds fyrirtækis. 

Stálskip í Hafnarfirði kaupir togarann snemma árs 1994 og fær hann þá nafnið Rán HF 42.

Árið 2005 fær hann svo núverandi nafn, sem er Baldvin Njálsson GK 400, þegar Nesfiskur í Garði kaupir togarann.

2182. Rán HF 42 ex Ottó Wathne NS 90. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Örfirisey RE 4

2170.Örfirisey RE 4 ex Polarborg 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Þessar myndir af frystitogara HB, Granda, Örfirisey RE 4, voru teknar í marsmánuði árið 2018.

Örfirisey var smíðuð árið 1988 í Kristiansund í Noregi fyrir Færeyinga og hét Polarborg 1. Grandi keypti skipið 1992 og þá fékk það nafnið Örfirisey RE 4. Það var lengt um 10 metra í Póllandi 1998 um leið og því  var breytt í flakafrystitogara.

Örfirsey er 65,47 metra löng, 12,8 metra breið. og mælist 1.842 GT að stærð.

2170.Örfirisey RE 4 ex Polarborg 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Kolbeinsey ÞH 10

1576. Kolbeinsey ÞH 10. Ljósmynd Sigfús H. Jónsson.

Kolbeinsey ÞH 10 var smíðuð fyrir Höfða hf. á Húsavík í Slippstöðinni á Akureyri.

Kolbeinsey var gefið nafn og hún sjósett þann 7. febrúar 1981. Til heimahafnar kom hún 10. maí sama ár. Kolbeinsey var eins og segir í upphafi fyrst í eigu Höfða hf. því næst í eigu Íshafs hf. þá aftur í eigu Höfða hf. og að lokum í eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf.

Kolbeinsey  var 430 brúttórúmlestir að stærð og gerð út á Húsavík til haustsins 1997. Þá var hún seld án kvóta til Bolungarvíkur. Kaupandinn var Þorbjörn-Bakki hf. og fékk hún nafnið Hrafnseyri ÍS 10.

1998 heitir hún Guðrún Hlín BA 122 eftir að Háanes hf. á Patreksfirði keypti skipið. Skipin var flaggað út um tíma undir nafninu Helterma en 2004 er hún aftur komin til veiða hér við land og nú aftur undir nafninu Kolbeinsey BA 123 og var í eigu GP-útgerðar ehf. á Patreksfirði.

Árið 2007 er útgerðaraðili Miðvogur ehf. og 2008 er hún komin í núllflokk hjá Fiskistofu. Hún lá um tíma í höfn í Vogey í Færeyjum en endaði í Suður-Afríku þar sem hún fékk nafnið Laverne. Heimahöfn Cape Town.

1576. Kolbeinsey ÞH 10. Ljósmynd Sigfús H. Jónsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.