Geiri Péturs ÞH 344

2285. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sverri Olason TG 730. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1997.

Geiri Péturs ÞH 344, sá fjórði í röðinni, var keyptur frá Færeyjum í desember árið 1996 en kom til heimahafnar á Húsavík í janúar 1997.

Þessar myndir sem hér birtast voru teknar vorið 1997 eftir að togarinn hafði verið um tíma á Akureyri þar sem hann var m.a útbúinn til að frysta rækju. Þarna var verið að leggja í´ann heim.

Það var Geiri Péturs ehf. sem átti og gerði Geira Péturs ÞH 344 út en togarinn, sem er 520 brúttótonn að stærð, var smíðaður árið 1989.

Sumarið 2004 keypti Sigurður Ágústsson ehf. í Stykkishólmi Geira Péturs og gaf honum nafnið Kristinn Friðriksson SH 3. Í nóvember sama ár var Kristinn Friðriksson SH 3 seldur til Kanada þar sem hann fékk nafnið Viking Enterprise. Nafn sem hann ber enn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gnúpi lagt

1579. Gnúpur GK 11 ex Guðbjörg ÍS 460. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Gnúpur GK 11 kom í land síðastliðin mánudag úr sinni síðustu veiðiferð undir merkjum Þorbjarnar hf í Grindavík en honum hefur nú verið lagt.

Jón Steinar tók þessa mynd af togaranum við bryggju í logni gærdagsins en hann skrifaði eftirfarandi á síðu sína Báta & bryggjubrölt:

Þessi síðasta veiðiferð taldi 27 daga á veiðum og komið var í land einu sinni til að millilanda. Aflaverðmætið var 285 milljónir. Allan tímann var verið að veiðum úti fyrir Vestfjörðum í blönduðum afla. Skipsstjóri í veiðiferðinni var Grétar Kristjánsson sem líkt og skipið var einnig í sinni síðustu veiðiferð en Grétar er á sínu 75. aldursári og ku hafa verið elsti starfandi togaraskipsstjórinn í flotanum.

Gnúpur GK 11 hét upphaflega Guðbjörg ÍS 46 og var smíðuð árið 1981 í Flekkefjørd fyrir Hrönn hf. á Ísafirði.

Skipið var lengt árið 1988 og er 68,2 metrar að lengd, breidd þes er 10 metrar og það mælist 1141 brúttótonn að stærð.

Þorbjörninn keypti skipið árið 1994 og var því í framhaldinu breytt í frystitogara.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Harðbakur á toginu

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndasyrpu í dag af Harðbak EA 3 þar sem hann var að veiðum á Skrúðsgrunni.

Harðbakur er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf. og er eitt sjö togskipa sem Vard skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslendinga.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tómas Þorvaldsson kom að landi í gær

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 kom til hafnar í Grindavík í blálok kvótaársins og tók Jón Steinar þessar myndir þá.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. 

Þorbjörn hf. keypti Sisimiut og fékk skipið afhent í júní 2019. Það fékk nafnið Tómas Þorvaldsson GK 10 fór fyrst til veiða undir því nafni 22. júlí sama ár.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sturla og Tómas Þorvaldsson mættust

2444. Sturla GK 12 og 2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Þorbjarnarskipipn Sturla GK 12 og Tómas Þorvaldsson GK 10 mættust fyrir utan Grindavík í kvöld og náði Jón Steinar þessari mynd af þeim.

Sturla var á útleið en Tómas Þorvaldsson að koma til hafnar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Gandí VE 171

2702. Gandí VE 171 ex Rex HF 24. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum keypti frystitogarann Rex HF 24 árið 2010 og gaf honum nafnið Gandí VE 171.

Útgerðarfyrirtækið Sæblóm í Hafnarfirði keypti togarann frá Noregi árið 2005 en þar hét hann Havsbryn og átti heimahöfn í Álasundi. Hann fékk nafnið Rex HF 24 og var gerður út til veiða við Afríkustrendur.

Skipið var smíðað árið 1986 í Umoe Sterkoder AS stöðinni í Kristiansund í Noregi og hét upphaflega Longva II M-65-A. Því næst Remøytrål M-110-HØ, Beryl M-110-S og að lokum Havsbryn M-125-H.

Sumarið 2013 var Gandí VE 171 seldur til Færeyja þar sem hann fékk nafnið Olavur Nolsoe FD 181 með heimahöfn í Fuglafirði.

Sumarið 2016 var Olavur Noelsen seldur til Rússlands þar sem hann fékk nafnið Kapitan Gerashcenko MK-0549 sem hann ber enn þann dag í dag. Heimahöfn Murmansk.

Togarinn er 57 metra langur, 13 metra breiður og mælist um 1600 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255

1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 ex Snæfel EA 740. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2020.

Elvar Jósefsson tók þessar myndir í gær þegar frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 kom til hafnar í Grindavík.

Togarinn var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1988 fyrir Hríseyinga en seldur til Grindavíkur síðla árs 1989. Það var Þorbjörn hf. sem keypti og fékk Snæfellið nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK 255.

Togarinn var lengdur um 15,4 metra í skipasmíðastöð í Stettin í Póllandi sumarið 2014. Hann er nú 62,96 metrar að lengd. Aðalvél hans er 2500 hestafla Deutz.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Múlaberg SI 22 á Húsavík

1281. Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Skuttogarinn Múlaberg ÓF 22 kom til Húsavíkur í morgun þeirra erinda að ná í nýtt rækjutroll sem sett var upp hjá Ísfelli.

Múlaberg, sem er annar svokallaðra tvegga Japanstogaranna sem enn eru í útgerð á Íslandi, er í eigu Ramma hf. í Fjallabyggð.

Togarinn hét upphaflega Ólafur Bekkur ÓF 2, hann var smíðaður í Japan fyrir Útgerðafélag Ólafsfjarðar hf. og kom í fyrsta skipti til heimahafnar þann 8. maí árið 1973.

„Þetta er sjöunda systurskipið, sem byggt er í Japan fyrir íslendinga, og jafnframt það fjórða og síð- asta frá Niigata skipasmíðastöðinni. Skipið er eignútgerðarfélags Ólafsfirðinga, en það félag stofnuðu Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar og Ólafsfjarðarbær um togarann til að afla hráefnis fyrir frystihúsin“. Segir m.a í Ægi um komu togarans til landsins.

Japanstogararnir voru 461 brl. að stærð og voru búnir 2000 hestafla Niigataaðalvélum.

Árið 1987 fór Ólafur Bekkur til Póllands í breytingar sem fóru fram í Nauta skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi.

„Helstu þættir í endurbyggingunni voru að skipið var lengt um 6,6 metra, skipt var um aðalvél, sett var perustefni á skipið og hliðarskrúfa, skipt var einnig um gír- og skrúfubúnað, skipt um stýrisvél, skipt um öll hjálparspil og síðast en ekki síst settur svokallaður Auto-troll búnaður um borð.

Þá var skipt um brú á skipinu og flest tæki í brúnni endurnýjuð. Þetta eru þeir þættir sem mestu skiptir þótt fleiri endurbætur mætti til telja“. Dagur 19. október 1987.

Eftir breytingarnar mældist togarinn 550 brl. að stærð og nýja aðalvélin 1397 Kw Niigata.

Sæberg hf. á Ólafsfirði eignaðist Ólaf Bekk ÓF 2 í lok árs 1990 og í janúarmánuði árið 1991 fékk hann nafnið Múlaberg ÓF 32.

Árið 1997 varð svo Múlabergið SI 22 eigandi Þormóður Rammi/Sæberg en eigandi þess í dag er Rammi hf. í Fjallabyggð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sóley Sigurjóns

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur RE 207. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sóley Sigurjóns GK 200 landaði rækju á Siglufirði í dag og voru þessar myndir teknar þegar hún lét úr höfn.

Sóley Sigurjóns GK 200 var smíðuð árið 1987 af J.K Skibsbyggeri APS í Danmörku fyrir Grænlendinga og hét Quaasiut II.

Togarinn hét upphaflega Júlíus Havsteen ÞH 1 á íslenskri skipaskrá en er í dag í eigu Nesfisks ehf. í Garðinum. Hann var fyrstu árin hér gerður út á rækju og fryst um borð en lengst af hefur hann verið ísfisktogari.

Hann hefur einnig borið nöfnin Rauðinúpur ÞH 160, Sólbakur EA 7 og Sólabakur RE 207.

Aðalvélin er frá Wartsila og er 847 hestöfl / 632 kW. Mesta lengd skipsins er 41,98 metrar en skráð lengd er 38,36 metrar og breiddin 10,40 metrar. Brúttótonnatalan er 737,09 tonn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Svalbakur EA 302

1352. Svalbakur EA 302 ex Stella Karina. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

ÚA togarinn Svalbakur EA 302 heldur hér til veiða frá Akureyri um árið en togarinn var smíðaður árið 1969.

Útgerðarfélag Akureyringa keypti systurskipin Stellu Karinu og Stellu Kristinu frá Færeyjum árið 1973 og komu þau til heimahafnar á Akureyri í desember það ár.

Skipin voru byggð í Sovikens Verft A/S í Noregi á árunum 1968—1969 og voru 62 metrar að lengd og 10 metra breið. Þau mældust 834 brl. að stærð.

Árið 1996 var togarinn seldur til Siglufjarðar þar sem hann fékk nafnið Svalbarði SI 302.

Samkvæmt vef Fiskistofur var hann kominn í núllflokk árið 2001.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.