Hegranes SK 2 á toginu

1492. Hegranes SK 2 ex Rockall. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skuttogarinn Hegranes SK 2 frá Sauðárkróki er hér á toginu einhvern tímann um 1990.

Hegranesið var smíðað árið 1975 í Póllandi en keyptur til Íslands frá Lorient í Frakklandi árið 1977. Það var Útgerðarfélag Skagfirðinga sem keypti togarann og kom hann til heimahafnar á Sauðárkróki 4. október 1977.

Hegranesið var 460 brl. að stærð búið 1500 hestafla Crepelle aðalvél. Árið 1983 var skipið lengt og um leið sett niður nú Crepellevél. Að þessu sinni 1950 hestafla. Eftir lenginguna mældist togarinn 498 brl að stærð.

Hegranes SK 2 var gert út til ársins 2005 en síðasta löndun þess, samkvæmt vef Fiskistofu, var 14. ágúst það ár.

Nokkru síðar, eða árið 2007, var Hegrenesið rifið við Krossanesi við Eyjafjörð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kaldbakur EA 1 á frostköldum morgni

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Gundi tók þessar myndir í morgun þegar Kaldbakur EA 1 sigldi af stað frá Akureyri áleiðis á miðin.

Það var kalt við Eyjafjörð eins og sjá má á þessum myndum.

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Kaldbakur var  fyrstur í röðinni af fjór­um syst­ur­skip­um sem smíðuð voru hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi. Hin eru Björgúlfur EA 312, Drangey SK 2 og Björg EA 7. Kaldbakur er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa ehf. á Akureyri.

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Breki og Akurey að veiðum

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Trausti 2019.

Gundi á Frosta, sem þessa dagana er á Kaldbak EA 1, sendi mér þessar myndir sem Trausti stýrimaður á EA 1 tók í gær.

Þær sýna annars vegar Breka VE 61 og hinsvegar Akurey AK 10 að veiðum. Breki smíðaður í Kína en Akurey í Tyrklandi.

2890. Akurey AK 10. Ljósmynd Trausti 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vaka SU 9

2061. Vaka SU 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vaka SU 9 frá Reyðarfirði kom eitt sinn til Húsavíkur og voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Kannski kom hún þó oftar en þetta skipti, hvað veit ég, en mig minnir að erindið hafi verið eitthvað tengt veiðarfærum.

Vaka SU 9 var í eigu Eskfirðings hf. á Eskifirði og kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Reyðarfirði vorið 1991.

Morgunblaðið sagði svo frá:

Fjölveiðiskipið Vaka SU 9 kom til heimahafnar á Reyðarfirði í upphafi vikunnar. Mikið var um dýrðir, en meðal annars var börnum bæði frá Reyðarfirði og Eskifirði boðið í siglingu með skipinu. Vaka var smíðuð á Spáni og hefur heimkoma hennar tafizt tölvert af ýmsum ástæðum. Nú er unnið að því að gera skipið klárt á rækjuveiðar.

Skipið er svokallað fjölveiðiskip, búið til veiða í bæði nót og troll. Það er byggt hjá skipasmíðastöðinni Gondan í Figueros á Spáni. Mest lengd er 52,72 metrar og breidd 10,50. Aðalvél er MAN B&W; Alpha, 3.500 hestöfl miðað við 750 snúninga á mínútu. Áætluð burðargeta er um 900 tonn af loðnu, en frystigeta er um 50 tonn á sólarhring. Íbúðir eru fyrir 21 mann og er skipið sérstaklega skyrkt til siglinga í ís.

Vaka kemur í stað Eskfirðings SU, sem sökk fyrir nokkrum misserum, en að auki hafa smábátar verið keyptir til úreldingar. Skipið hefur yfir einum og hálfum loðnukvóta að ráða. Skipakaupin eru fjármögnuð með eigin fé, erlendu láni með ríkisábyrgð og láni frá Spáni með veði í skipinu.

Skipstjóri er Valdimar Aðalsteinsson og útgerðarmaður Aðalsteinn Valdimarsson. Eigandi er Eskfirðingur hf á Eskifirði.

2061. Vaka SU 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vaka Su 9 var seld Þormóði ramma hf. á Siglufirði í byrjun árs 1992. Hún fékk nafnið Sunna 67 og var gerð út á rækju, bæði hér við land sem og á Flæmska hattinum.

Í febrúarmánuði 2006 keypti Gulltog ehf. í Keflavík Sunnu sem varð við það KE 60. Sunna KE 60 var seld til Rússlands árið 2008 og hét þá Sea HunterKE 60. Heitir Sea Hunter í dag.

2061. Vaka SU 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kaldbakur EA 1 fer vel af stað með nýtt vinnsludekk

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Kaldbakur EA fór í sína fyrstu veiðiferð snemma í septembermánuði að aflokinni uppsetningu á nýjum og fullkomnum vinnslubúnaði frá Slippnum Akureyri. 

Búnaðurinn í vinnslunni hefur reynst vel að sögn Angantýs Arnars, annars tveggja skipstjóra á Kaldbaki EA en frá þessu segir á heimasíðu Slippsins.

“Við erum mjög ánægðir með nýja vinnsludekkið, gæði aflans eru mikil og vinnslan gengur hratt og örugglega fyrir sig. Sniglakörin koma vel út, bæði hvað varðar blóðgun og kælingu og engir hnökrar hafa verið á lestarkerfinu, það er mikill munur að geta karað fiskinn upp á vinnsludekkinu.
Þau litlu vandamál sem hafa komið upp höfum við leyst í sameiningu með Slippnum og hefur eftirfylgni þeirra með búnaðinum verið til fyrirmyndar” segir Angantýr Arnar.

Ólafur Ormsson sviðsstjóri hjá Slippnum segir það afar ánægjulegt að Kalbakur fari vel af stað.

“Við hönnun á vinnsludekkinu var lögð áhersla á að gera alla vinnsluna um borð hagkvæma, auðvelda í þrifum og þannig tryggja framúrskarandi aflameðferð. 
Áreiðanleiki alls búnaðarins skiptir einnig gríðarlegu máli og er vandlega gætt að honum. Samstarfið með Samherja í þessu verkefni hefur gengið mjög vel og er ánægjulegt að sjá hversu vel vinnsludekkið hefur verið að reynast ” segir Ólafur í fréttinni á heimasíðu Slippsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Klakkur ÍS 903 í slipp á Akureyri

1472. Klakkur ÍS 903 ex Ísborg II ÍS 260. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Ísafjarðartogarinn Klakkur ÍS 903, sem reyndar er skráður með heimahöfn á Flateyri, hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu.

Tjaldtangi ehf. á Ísafirði er eigandi Klakks sem um stuttan tíma hét Ísborg II ÍS 260 en hét áður Klakkur SK 5, Klakkur SH 510 og Klakkur VE 103. Smíðaður árið 1977 í Gdynia í Póllandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Runólfur SH 135

1408. Runólfur SH 135. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986.

Hér liggur skuttogarinn Runólfur SH 135 við bryggju á Grundarfirði sumarið 1986.

Runólfur SH 135, sem var fyrsti skuttogarinn við Breiðafjörð, var smíðaður í Stálvík hf. í Garðabæ og kom hann í fyrsta skipti til heimahafnar á Grundarfirði snemma árs 1975.

Togarinn, sem var 312 brl. að stærð og búinn 1750 hestafla Wichmannaðalvél, var annar skuttogarinn sem Stálvík smíðaði en fyrstur var Stálvík SI 1.

Runólfur SH 135 var smíðaður fyrir Guðmund Runólfsson hf. sem seldi togarann til Rússlands árið 1998.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Stefnir ÍS 28 á toginu

1451. Stefnir ÍS 28 ex Gyllir ÍS 261. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Skuttogarinn Stefnir ÍS 28 lenti fyrir linsunni hjá Hólmgeir Aaustfjörð á dögunum og nú fáum við að njóta myndanna.

Stefmir ÍS 28 hét upphaflega Gyllir ÍS 261 og var smíðaður árið 1976 í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi fyrir Útgerðarfélag Flateyrar hf. á Flateyri.

Árið 1993 var Gyllir ÍSS 261 seldur til Ísafjarðar en stofnað var sérstakt félag um kaupin sem hét Þorfinnur hf. og Flateyrarhreppur átti 30% í því fyrirtæki. Heimahöfn hans var áfram Flateyri þar til um miðjan febrúar árið 1995 en þá færðist hún yfir á Ísafjörð.

Þorfinnur var síðar sameinaður Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. sem svo aftur sameinaðist Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru hf. árið 2000. Hraðfrystihúsi–Gunnvör hf. er eigandi togarans í dag.

1451. Stefnir ÍS 28 ex Gyllir ÍS 261. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Stefnir ÍS 28 er 48,95 metra langur og mælist 686 BT að stærð.

1451. Stefnir ÍS 28 ex Gyllir ÍS 261. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Vigri á togslóðinni

2184. Vigri RE 71. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Frystitogarinn Vigri RE 71 er hér að veiðum í sl. mánuði en myndina tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5.

Vigri RE 71 var smíðaður fyrir Ögurvík hf. í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1992.

Togarinn, sem er 1.217 brl. að stærð, er 66.96 metra langur og 13 metra breiður búinn 4.079 ha. Wartsiila vél.

Brim hf. keypti Ögurvík hf. í júní 2016 og í fyrra keypti HB Grandi Ögurvík af Brim.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sólberg ÓF 1 að veiðum

2917. Sólberg ÓF 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Frystitogarinn Sólberg ÓF 1 er hér við ýsuveiðar fyrir vestan land á dögunum.

Þessi glæsilegi frystitogari er hannaður af Skipsteknisk í Noregi en smíðaður fyrir Rammann hf. í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi. 

Sólberg ÓF 1 er 79,85 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution