Fleiri myndir af Tómasi Þorvaldssyni GK 10 koma til Grindavíkur

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar var á ferðinni með drónann þegar frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Grindavík í gærmorgun.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þetta er glæsilegt sem ber aldurinn vel en það var smíðað í Noregi árið 1992 eins og komið hefur fram hér á síðunni.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tómas Þorvaldsson GK 10 kom til heimahafnar í dag

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 kom í fyrsta skipti í heimahöfn sína Grindavík kl. 9 í morgun.

Þorbjörn hf. fékk skipið afhent í júní sl. eftir að hafa keypt það frá Grænlandi þar sem það bar nafnið Sisimiut GR6-500.

Fram kom í máli skipstjórans í samtali við Fiskifréttir í síðustu viku kom fram að þeir hafa aðallega verið á grálúðu veiðum í þessum fyrsta túr.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Breki VE fiskaði nær 7.800 tonn á fyrsta útgerðarárinu sínu

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Breki VE 61 fór í fyrsta sinn til veiða frá Vestmannaeyjum þann 24. júlí 2018 og áhöfnin og togarinn héldu upp á ársafmælið með því að koma til hafnar að morgni 24. júlí sl. með fullfermi, enn einu sinni.

Frá þessu segir á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar og þar kemur jafnframt fram að á þessu fyrsta ári hafi Breki fiskað tæplega 7.800 tonn. Aflaverðmætið er liðlega 1,5 milljarðar króna. Uppistaðan í aflanum er þorskur, ýsa, ufsi og karfi.

Við blasir að Breki fer yfir 8.000 tonna markið á fiskveiðiárinu. Útgerð skipsins er afar farsæl og mjög hagkvæm. Skipið var hannað með mun stærri skrúfu en gengur og gerist. Hönnuðir töluðu um að þannig mætti fá mun meira afl með mun minni orku, jafnvel svo að olíunotkun minnkaði um tugi prósenta. Þetta hefur gengið eftir en ég ætla að bíða með að nefna tölur þar að lútandi fyrr en eftir að hafa kannað málið betur að fiskiveiðiárinu loknu,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ísfiskstogarar HB Granda veiða þorsk fyrir norðan land

2890. Akurey AK 50. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Ísfisktogarinn Akurey AK kom til hafnar á Sauðárkróki í morgun með rúmlega 130 tonna afla. 

Þetta er í annað sinn sem togarinn kemur inn til löndunar á Sauðárkróki en aflanum er strax ekið suður yfir heiðar til vinnslu í Reykjavík.

Frá þessu segir á vef HB Granda.

Á þessum tíma árs hafa ísfisktogarar HB Granda aðallega verið að veiðum á Vestfjarðamiðum en Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey, segir að þar hafi verið lítill sem enginn þorskur í allt sumar.

,,Það virðist vanta æti fyrir fiskinn á Vestfjarðamiðum. Þar er engin loðna og því leitar fiskurinn annað,“ segir Eiríkur en að hans sögn byrjaði hann að þessu sinni út með hrauninu norðan við Kolbeinsey en þangað er um átta til níu tíma sigling frá Sauðarkróki.

,,Þorskurinn var nokkuð dreifður en eftir að við fundum hann í veiðanlegu magni voru aflabrögð mjög góð. Við fórum út síðdegis á fimmtudag þannig að við náðum fjórum dögum á veiðum. Við enduðum veiðar svo á Sporðagrunni en þaðan er bara fimm tíma sigling til Sauðárkróks.“

Að sögn Eiríks var Viðey RE að veiðum á sömu slóðum en sá ísfisktogari er nú í sínum þriðja túr þar sem aflanum er landað á Sauðárkróki. Eiríkur og hans menn stoppa ekki lengi að þessu sinni því stefnt var að því að láta úr höfn kl. 16.

,,Við eigum að veiða þorsk og á meðan svo er þá er ágætt að gera héðan út. Það tekur ekki nema þrjá og hálfan tíma að aka aflanum til Reykjavíkur og þetta er því ferskt og gott hráefni,“ segir Eiríkur Jónsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Viðey RE 50 landaði á Sauðárkróki

2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Togari HB Granda hf., Viðey RE 50, landaði á Sauðárkróki sl. sunnudag og lét strax úr höfn að löndun lokinni.

Jón Steinar tók þessar myndir þegar Viðey RE 50 lét úr höfn.

2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Keifaberg RE 70 á toginu

1360. Kleifaberg RE 70 ex Kleifaberg RE 7. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hér er Kleifaberg RE 70, frystitogari Útgerðarfélags Reykjavíkur hf, að veiðum fyrir skömmu.

Kleifaberg RE 70 hét upphaflega Engey RE 1 og var smíðað fyrir Ísfell hf. í Póllandi árið 1974. Togarinn var 742 brl. að stærð en mælist í dag 839 brl. enda búið að toga hann dálítið.

Rammi hf. keypti togarann af HB Granda árið 1997 og nefndi hann Kleifaberg ÓF 2. Árið 2007 kaupir Brim hf. togarann sem var áfram með sama nafn, einkennisstafi og númer til ársins 2012.

Þá komst hann í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur og verður RE 7. Þetta var í janúar en í lok sama árs varð hann RE 70.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.


Tómas Þorvaldsson GK 10

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir sl. fimmtudag þegar frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 lagði upp í sína fyrstu veiðiferð frá Hafnarfirði fyrir Þorbjörn h.f í Grindavík.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þorbjörn hf. fékk skipið afhent í júní sl. eftir að hafa keypt það frá Grænlandi þar sem það bar nafnið Sisimiut GR6-500.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. 

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tómas Þorvaldsson GK 10 á Halanum

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR-6-500. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Tómas Þorvaldsson GK 1o er í sinni fyrstu veiðiferð og tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 þessa mynd í þokusuddanum á Halanum í dag.

Tómas Þorvaldsson GK 10 hét áður Sisimiut GR6-500 en upphaflega er um að ræða togara sem Skagstrendingur hf. á Skagaströnd lét smíða í Noregi árið 1992.

Arnar HU 1 hét hann og var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. Þorbjörn hf. í Grindavík keypti hann aftur til Íslands og fékk hann afhentan í vor.

Tómas Þorvaldsson GK 10 er 67 metra langur og 14 metra breiður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Blængur NK 125 gerði það gott í Barentshafinu

1345. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hákon U. Seljan Jóhannsson 2019.

Frystitogari Síldarvinnslunnar, Blængur NK 125, kom til Neskaupstaðar úr Barentshafinu í morgun. 

Á heimasíðu Síldarvinnlsunnar segir að skipið hafi haldið til veiða frá Neskaupstað hinn 3. júní sl. og hóf veiðar hinn 8. júní.

Það var 29 daga á veiðum og var aflinn 1.421 tonn upp úr sjó, þar af 1.290 tonn þorskur. Aflaverðmætið mun vera um 500 milljónir sem er mesta aflaverðmæti austfirsks skips í einni veiðiferð hingað til.

Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri sagði í samtali við heimasíðuna að áhöfnin væri bæði glöð og þreytt eftir veiðiferðina. „Það er ekki annað hægt að segja en að veiðiferðin hafi gengið einstaklega vel. Það var góð veiði frá fyrsta kasti og vinnslan gekk með miklum ágætum frá upphafi til enda.

Fiskurinn sem fékkst var líka stór og góður. Við vorum allan tímann að veiðum norður af Múrmansk, 5-20 mílur frá 12 mílna línunni. Lengst af voru íslensku skipin þarna sex talsins og var ákaflega gott samstarf á milli þeirra. Menn voru í góðu sambandi og hjálpuðust að. Síðustu dagana vorum við hins vegar eina íslenska skipið á miðunum. Þessi góða veiði er afskaplega ánægjuleg  en í fyrra gekk ekki svona vel á þessum miðum um þetta leyti árs.

Veiðin núna er í reyndinni sú besta í mörg ár á þessum árstíma og við komum því í heimahöfn glaðir og hressir,“ sagði Bjarni Ólafur.   

Að sjálfsögðu var vel tekið á móti áhöfn Blængs við heimkomuna í morgun. Meðal annars var boðið upp á dýrindis tertu. Gert er ráð fyrir að skipið haldi á ný til veiða nk. miðvikudag og þá verður fiskað á miðum hér við land. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Örfirisey RE 4 á Halanum í dag

2170. Örfirisey RE ex Polarborg I. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Frystitogarinn Örfirsey RE 4 er hér á toginu á Halanum í dag en myndirnar tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5.

Örfirisey RE 4 var að koma úr Barentshafinu þar sem vel fiskaðist og klárar veiðiferðina á heimamiðum.

Örfirisey var smíðuð árið 1988 í Kristiansund í Noregi fyrir Færeyinga og hét Polarborg 1. Grandi keypti skipið 1992 og þá fékk það nafnið Örfirisey RE 4. Það var lengt um 10 metra í Póllandi 1998 um leið og því  var breytt í flakafrystitogara.

Örfirsey er 65,47 metra löng, 12,8 metra breið. og mælist 1.842 GT að stærð.

2170. Örfirisey RE ex Polarborg I. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution