Guðbjartur ÍS 16

1302. Guðbjartur ÍS 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ísafjarðartogarinn Guðbjartur ÍS 16 liggur hér við slippkantinn á Akureyri og árið gæti verið 1984 eða svo. Guðbjartur ÍS 16 var smíðaður í Flekkefjørd í Noregi fyrir Hraðfrystihúsið Norðurtanga hf. á Ísafirði. Var hann þriðja skipið sem smíðað var þar fyrir fyrirtækið. Hin voru Víkingur III ÍS 280 … Halda áfram að lesa Guðbjartur ÍS 16

Júlíus Havsteen

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þarna siglir Júlíus Havsteen ÞH 1 inn spegilsléttan Skjálfandann um árið en hann var fyrsti skuttogarinn í eigu Húsvíkinga.  Hann var smíðaður fyrir Höfða h/f hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi 1976. Togarinn, sem var tæplega 300 brl. að stærð, hét lengst af þessu nafni en … Halda áfram að lesa Júlíus Havsteen

Tveir danskir

3030. Vestri BA 63 - 260. Garðar mætast á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Á þessari mynd sem tekin var í ágústmánuði í fyrra mætast tvær fleytur í mynni Húsavíkurhafnar. Og þær eiga amk. eitt sameiginlegt, það er smíðaland þeirra sem er Danmörk. Hvalaskoðunarbáturinn Garðar, sem þarna er á útleið, hét upphaflega Sveinbjörn Jakobsson SH … Halda áfram að lesa Tveir danskir

Ísbjörn ÍS 304

2276. Ísbjörn ÍS 304 ex Borgin. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013. Rækjufrystitogarinn Ísbjörn ÍS 304 frá Ísafirði kom til hafnar á Húsavík um miðjan janúar 2013 og þá var þessi mynd tekin. Það voru Rækjuvinnslan Kampi og útgerðarfélagið Birnir sem áttu skipið og gerðu út í nokkur ár. Ísbjörn, sem er 1103 GT að stærð, var … Halda áfram að lesa Ísbjörn ÍS 304

Siglt heim í jólafrí

1530. Sigurbjörg ÓF 1 - 1270. Mánaberg ÓF 42. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2016. Á þessari mynd má sjá frystitogarana Sigurbjörgu ÓF 1 (nær) og Mánaberg ÓF 42 á siglingu frá Siglufirði til Ólafsfjarðar. Myndin var tekin 16. desember árið 2016 og togararnir nýbúnir að landa á Siglufirði og jólafríið framundan í heimahöfn. Þetta voru síðustu … Halda áfram að lesa Siglt heim í jólafrí

Steinunn kom að landi í dag

2966. Steinunn SF 10. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2022. Steinunn SF 10 kom að landi á Hornafirði í hádeginu dag og tók Sigurður Davíðsson þessar myndir. Afli veiðferðarinnar var í 210 körum en Steinunn á eftir eina veiðiferð fyrir jólafrí. Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn. By clicking … Halda áfram að lesa Steinunn kom að landi í dag

Brynjólfur farinn í pottinn

1752. Brynjólfur VE 3 ex Flatey ÞH 383. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2022. Brynjólfur VE 3 er nú kominn á endastöð í Belgíu þar sem hann verður rifinn í brotajárn. Tryggvi Sigurðsson tók þessa mynd á dögunum þegar Brynjólfur lét úr höfn í Vestmannaeyjum í síðasta skipti. Hér má skoða fleiri myndir af Brynjólfi. Upphaflega hét … Halda áfram að lesa Brynjólfur farinn í pottinn

Vigri í slipp

2184. Vigri RE 71. Ljósmynd Magnús Jónsson 2022. Frystitogarinn Vigri RE 71 hefur verið uppi í slipp í Reykjavík að undanförnu og nokkuð ljóst að hann kemur gjörbreyttur niður hvað lit varðar. Vigri RE 71var smíðaður fyrir Ögurvík hf. í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1992. Í dag er Brim … Halda áfram að lesa Vigri í slipp