Júlíus Havsteen ÞH 1

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Júlíus Havsteen ÞH 1 var fyrsti skuttogari húsvíkinga, smíðaður hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi 1976.

Togarinn, sem var tæplega 300 brl. að stærð, hét lengst af þessu nafni en þegar nýr Júlíus Havsteen ÞH 1 var keyptur frá Grænlandi var þessi seldur og fékk nafnið Þórunn Havsteen ÞH 40.

Seldur til Noregs 1999 þar sem hann fékk nafnið Bergstrål og síðar Solheimfisk. Seldur til Möltu þar sem hann fékk nafnið Sunfish.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Drangey SK 2 á stími

2893. Drangey SK 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Það var dandalablíða á miðunum fyrir vestan land í síðustu viku þegar Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir af Drangey SK 2 frá Sauðárkróki.

2893. Drangey SK 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Engey RE 1 seld til Murmansk

2889. Engey RE 91,síðar RE 1. Ljósmynd Óskar Franz 2017.

HB Grandi hefur selt Engey RE 1 til Murmansk Trawl Fleet í Rússlandi og verður hún afhent nýjum eigendum fyrri hluta júní mánaðar.

Í fréttatilkynningu segir að í tengslum við þessa sölu verði ísfisktogarinn Helga María AK 16, tekin aftur í rekstur, en henni var lagt í febrúar síðastliðnum.

Skipverjum í áhöfn Engeyjar verður boðið pláss á öðrum skipum félagsins. 

Engey er ferskfisktogari sem var smíðaður í Tyrklandi 2017 og hefur verið gerð út af HB Granda frá því skipið kom til landsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sunnutindur SU 59

1602. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné T-2-T Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar á Akureyri um árið en þær sýna skuttogarann Sunnutind SU 5 frá Djúpavogi sem var þar í slipp.

Sunnutindur SU 59 var keyptur frá Noregi árið 1991 og í 12. tbl. Ægis 1982 sagði m.a:

15. desember á. s.l. ári kom skuttogarinn Sunnutindur SU 59 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Djúpavogs. Skuttogari þessi, sem áður hét Kapp Linné, er keyptur notaður frá Noregi, og er smíðaður hjá Kaarbes Mek. Verksted A/S í Harstad í Noregi árið 1978 og er nýsmíði nr. 88 hjá stöðinni. Sunnutindur SU er smíðaður hjá sömu stöð eftir sömu frumteikningu og Skafti SK (smíðaður 1972), en fyrirkomulag breytt. 

Skipið er upphaflega útbúið bæði sem ísfisk- og heilfrystitogari með slægingarvél, og þremur 5 t plötufrystitœkjum. Þá má nefna að skipið hefur flokkunartáknið EO, þ.e. uppfyllir kröfur um tímabundið vaktfrítt vélarúm. 

Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar nokkrar breytingar á búnaði og má þar nefna: Tekin úr skipinu frystitœki og slægingarvél; sett í skipið ísvél og komið fyrir ísgeymslu; og bætt við tækjum í brú. 

Sunnutindur SU er í eigu Búlandstinds h.f. á Djúpavogi. Skipstjóri á skipinu hefur verið Guðmundur ísleifur Gíslason, en Stefán Aspar frá október s.l., og 1. vélstjóri Eðvald Ragnarsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Ingólfur Sveinsson. 

1602. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné T-2-T. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skipið mældist 299 brl. að stærð og rúmir 45 metrar að lengd.

Sunnutindur SU 59 hét aðeins tveim nöfnum hér á landi en hann var þriðja skip Búlandstinds sem bar þetta nafn. Togarinn fékk nafnið Baldur Árna RE 102 1999 og var síðan seldur til Namibíu árið 2003. 

1602. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné T-2-T. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þórunn Sveinsdóttir VE 401

2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Ljósmynd Ásgeir Kristjánsson 2019.

Ásgeir Kristjánsson sendi þessa mynd sem hann tók í Skagen af Þórunni Sveinsdóttur VE 401.

Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum en skipið er komið á flot eftir lenginguna.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Snæfell EA 310

1351. Snæfell EA 310 ex Akureyrin EA 110. Ljósmynd Þór Jónsson.

Nokkuð er um liðið frá því SnæfellEA 310 sótti björg í bú fyrir þjóðarbúið enda búið að skila sínu.

Snæfell EA 310 var smíðað 1968 í Söviknes Verft A/S í  Syvikgrend í Noregi fyrir Færeyinga og hét Stella Kristína. Keypt til landsins 1973 og fékk þá nafnið Sléttbakur EA 304. Síðar Akureyrin EA 110 og loks Snæfell EA 310.

Snæfell EA 310 hefur legið við bryggju á Akureyri undanfarin misseri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Mánaberg ÓF 42 á toginu

1270. Mánaberg ÓF 42 ex Merkúr RE 800. Ljósmynd Þór Jónsson.

Skuttogarinn Mánaberg ÓF 42 var einn stóru Spánartogaranna sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga á Spáni árið 1973-1975.

Þeir voru smíðaðir í Astilleros Luzuriaga S.A. skipa­smíðastöðinni í Pasaj­es de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.

Mánabergið hét upphaflega Bjarni Benediktsson RE 210, síðar Merkúr RE 800 en Sæberg hf. keypti það til Ólafsfjarðar árið 1987.

Svo sagði frá komu Mánabergsins í dagblaðinu Degi 7. apríl 1987:

Nýtt skip bættist við flota Ólafsfjarðar sl. laugardag er Mánaberg ÓF 42 sem áður hét Bjarni Benediktsson lagði að bryggju hér í Ólafsfirði. Það birti yfir fólki þegar þetta myndarlega skip sigldi hér inn á höfnina í fegursta veðri, logni og sólskini, eftir hið mikla óveður sem var þá um garð gengið. Við hafnargarðinn hafði safnast saman mikill mannfjöldi til að fagna komu skipsins.

Sóknarpresturinn í Ólafsfirði, séra Svavar Alfreð Jónsson, flutti blessunarorð. Bæjarstjórinn Valtýr Sigurbjarnarson bauð skip og skipshöfn velkomna. Kirkjukór Ólafsfjarðar undir stjórn Soffíu Eggertsdóttur söng og stjórnarformaður Sæbergs hf. sem er eigandi skipsins þakkaði hlýjar móttökur og bauð öllum viðstöddum að skoða skipið og þiggja síðan veitingar í félagsheimilinu Tjarnarborg. Þar flutti Aðalheiður Karlsdóttir frumort kvæði í tilefni komu skipsins.

Skipið hefur verið endurnýjað út í Noregi og var því þar breytt í frystitogara og er allur frágangur mjög vandaður. Framkvæmdastjóri Sæbergs hf. sem á fyrir togarann Sólberg er Gunnar Sigvaldason.

Mánaberg ÓF 42 var selt árið 2017 til Murmansk í Rússlandi og sigldi af stað áleiðis þangað 17. mars það ár. Rammi hf. fékk nýjan frystitogara, Sólberg ÓF 1, í maí það ár og leysti hann Mánabergið og Sigurbjörgu ÓF 1 af hólmi en hún var seld til Noregs.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Kaldbakur á siglingu

2891. Kaldabakur EA 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kaldbakur EA 1 er hér á siglingu á veiðislóð við Hvalbakshallið fyrir nokkrum dögum.

2891. Kaldabakur EA 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hvalbakshallið er gjöful fiskimið út af suðaustanverðu landinu.

2891. Kaldabakur EA 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sveinn Rafn SU 50

2204. Sveinn Rafn SU 50 ex Hrannar HF 346. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Rækjutogarinn Sveinn Rafn SU 50 kemur hér að landi á Húsavík á fögru ágústkveldi árið 2003.

Togarinn var keyptur frá Grænlandi síðla árs 1993 af Kögurfelli ehf. á Ísafirði og fékk nafnið Hafrafell ÍS 222.

Hafrafell ÍS 222 kom til heimahafnar á Ísafirði í marsmánuði 1994 og frá því var sagt í DV þann 28. þess mánaðar:

Nýtt skip bættist í flota ísfirðinga á dögunum þegar rækjuskipið Hafrafell ÍS-222 lagðist að bryggju við Sundahöfn á Ísafirði.

Hafrafell er 300 tonna rækjufrystiskip sem keypt var frá Grænlandi í nóvember í fyrra. Það hefur veriö í breytingum í Reykjavík undanfarna mánuði.

Eigandi skipsins er Kögurfell hf. á Ísafirði. Skipið mun fullvinna alla rækju á Japansmarkað en iðnaðarrækjan mun verða unnin í Básafelli hf. á Ísafirði. Skipstjóri á Hafrafelli er Pétur Birgisson.

Eins og segir í fréttinni var hann keyptur frá Grænlandi þar sem hann bar upphaflega nafnið Nagtoralik. Árið 1990 fær hann nafnið Nagto og sama ár fær hann svo nafnið Perquk sem hann bar þegar hann var keyptur hingað til lands.

2204. Sveinn Rafn SU 50 ex Hrannar HF 346. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Skipið var smíðað í Esbjerg í Danmörku árið 1978 og mældist það 272 brl. að stærð. Aðalvélin var af Grenaa gerð, 810 hestöfl.

Hafrafell var selt árið 1997 en það var þá í eigu Básafells hf. og fékk nafnið Hrannar HF 346 og var í eigu Hraunsvíkur ehf. í Hafnarfirði.

Árið 1999 kaupir Andromeda ehf. á Fáskrúðsfirði skipið og gefur því nafnið sem það ber á myndunum, Sveinn Rafn SU 50. Síðar í eigu LBI ehf. og Svan-Fishing ehf. en fer í núllflokk hjá Fiskistofu 1. september 2004. Seldur til Líbýu sama ár. Liggur í höfn í Valetta á Möltu í dag.

2204. Sveinn Rafn SU 50 ex Hrannar HF 346. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Már SH 127

1552. Már SH 127. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Skuttogarinn Már SH 127 kemur hér til hafnar í Ólafsvík, Fonsi tók myndina um árið.

Már SH 127 var annar tveggja skuttorgar sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga eftir þessari teikningu í Portúgal. Hinn var Jón Baldvinsson RE 208. Már var smíðaður 1980 en seldur til Rússlands skömmu fyrir aldamót eftir sameiningu nokkurra fyrirtækja.

Í 7. tölublaði Ægis segir m.a svo frá:

14. maí s.l. bættist nýr skuttogari við fiskiskipastól landsmanna, en þann dag kom skuttogarinn Már SH-127 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Ólafsvíkur.

Már SH er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Estaleiros Navais De Viana Do Castelo, EP í Portugal, og er smíðanúmer 111 hjá stöðinni. Þetta er fyrsta fiskiskipið sem Portúgalir smíða fyrir Íslendinga, en samið var um smíði þess og annars systurskips í ágúst árið 1978. $íðara skipið, m/s Jón Baldvinsson RE, er nýlega komið til landsins.

Már SH er smíðaður eftir norskri teikningu frá fyrirtækinu Ankerlökken Marine A/S, sömu teikningu og skuttogarinn Júlíus Geirmundsson IS, sem var smíðaður í Noregi og kom í júní á s.l. ári.

Már SH er í eigu Útvers hf. í Ólafsvlk, en að því fyrirtœki standa fiskverkunarstöðvar í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi, og Ólafsvíkurhreppur. Skipstjóri á skipinu er Sigurður Pétursson og 1. vélstjóri Garðar Rafnsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Kristján Pálsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution