Emma VE 219

1664. Emma VE 219. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Emma VE 219, smíðuð í Póllandi fyrir samnefnt fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Nánar tiltekið hjá Tczew Yard í Tczew í Póllandi árið 1988.

Emma var 82 brl. að stærð búin 715 hestafla Caterpillar aðalvél.

Í 7. tbl. Ægis 1988 sagði m.a um Emmu:

Nýtt tveggja þilfara fiskiskip bættist við fiskiskipaflotann 10. maí s.l., en þann dag kom Emma VE 219 til heimahafnar sinnar, Vestmannaeyja. Skip þetta er smíðað hjá Tczew Yard í Tczew í Póllandi, smíðanúmer PR/0327, en er hannað af Ráðgarði hf., Reykjavík.

Emma VE kemur í stað 59 rúmlesta eikarbáts, smíðaður árið 1949, sem bar sama nafn og var úreltur árið 1986. Hin nýja Emma er sérstaklega búin til togveiða.

Emma VE er í eigu Emmu hf. í Vestmannaeyjum. Skipstjóri á skipinu er Kristján Óskarsson, og er hann jafnframt framkvæmdastjóri útgerðar, og yfirvélstjóri erArnór Valdimarsson.

Síðasta nafn bátsins á íslenskri skipaskrá var Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s