
Togarinn Ljósafell SU 70 frá Fáskrúðsfirði kom til hafnar í Þorlákshöfn í dag með fullfermi sem gerir rúm 330 kör.
Uppstaða aflans var ufsi sem fékkst á svokölluðum Heimsmeistarahrygg og þar í kring á um það bil fjórum dögum.
Jón Steinar tók þessar myndir en Ljósafell SU 70 var smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BT að stærð.
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er eigandi og útgerðaraðili Ljósafellssins sem sér frystihúsi fyrirtækisins fyrir hráefni.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution