Hásteinn ÁR 8 kemur til Grindavíkur

1751. Hásteinn ÁR 8 ex Örn VE 244. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hér er Hásteinn ÁR 8 frá Stokkseyri að koma inn til Grindavíkur um kvöldmatarleitið í kvöld
Jón Steinar tók myndina og sagði á B&B að það hefði veri mokfiskerí hjá þeim. Afli dagsins var um 30 tonn sem fengust í tveimur köstum rétt vestan við Reykjanesið og var uppistaða aflans þorskur af vænstu gerð.

Hásteinn ÁR 8 var keyptur hingað til lands frá Svíþjóð árið 1986 en hann var smíðaður 1984. Hann fékk nafnið Örn SH 248. Hann var seldur til Vestmannaeyja þar sem hét hann áfram Örn en varð VE 344.


1992 var hann seldur til Stokkseyrar og fékk núverandi nafn, Hásteinn ÁR 8.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution