Arnarnes SI 70 á rækjuveiðum

1128. Arnarnes SI 70 ex Arnarnes ÍS 42. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér er togarinn Arnarnes SI 70 á toginu á rækjuslóð norðan við land 1988 eða 9. Albert GK 31 í fjarska.

Arnarnes var þarna í eigu Sæmundar Árelíusarsonar en síðar Þormóðs Ramma hf. á Siglufirði.

Togarinn hét upphaflega Rán GK 42 á íslenskri skipaskrá. Síðar Ingólfur GK 42 og Arnarnes ÍS 42.

Hét áður Boston Wellvale og strandaði við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi og komst í eigu Íslendinga eftir það. Saga hans er nú flestum kunn en héðan fór hann til Mexíkó fyrir aldamótin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution