Fullfermi á 22,5 klukkutímum úr höfn í höfn

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Það hefur verið mokfiskerí hjá köllunum á Áskeli EA 749 og í dag komu þeir til hafnar í Grindavík með fullfermi, 180 kör eftir 22,5 klst. veiðiferð.

Jón Steinar, sem tók þessar myndir í dag, skutlaði bróður sínum um borð í Áskel kl. 13 í gær og tók svo við endanum hjá þeim kl. 11:30 í morgun.

Aflann, sem var uppistaða þorskur, fengu þeir í 6 holum suðaustur undir Eyjum.

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mjaldur ÞH 4

7171. Mjaldur ÞH 4 ex Ólöf. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Af hverju er nýi Vörður ekki ÞH 4 spurði mig maður um daginn en eins og margir vita var til Vörður með því númeri um margra áratugaskeið.

Því er til að svara að fyrir er bátur með ÞH 4. Mjaldur heitir hann og er með heimhöfn á Kópaskeri og samkvæmt skipaskrá Samgöngustofu í eigu Stefáns Hauks Grímssonar ofl. manna á Kópaskeri.

Um Mjald ÞH 4 er lítið að hafa hvað upplýsingar varða en hann hét áður Ólöf samkvæmt skipaskrá 200 mílna Morgunblaðsins. Skráður skemmtibátur í dag.

Smíðaður á Blönduósi 1987, mesta lengd 6,8 metrar og brl. eru 3,45. Vélin Volvo Penta.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mila á Skjálfandaflóa

Mila á Skjálfandaflóa í gær. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Flutningaskipið Mila kom til Húsavíkur í gærmorgun með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka.

NBP Carrier sem sagt var frá hér í gær kom um svipað leyti og fór á undan undir kranann á Bökugarðinum.

Mila kom svo upp að í nótt, en skipið, sem var smíðað árið 2013, siglir undir fána Antigua og Barbuda.

Það er 129 metrar að lengd og 17 metrar að lengd.

Mila við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gissur ÁR 6

1752. Gissur Ár 6. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Á þessari mynd Olgeirs Sigurðssonar sjáum við rækjutogarann Gissur ÁR 6 sem Ljósavík í Þorlákshöfn átti og gerði út.

Gissur ÁR 6 hét Flatey ÞH 383 um tíma en heitir í dag Brynjólfur VE 3 og er gerður út jöfnum höndum til neta- og togveiða. Brynjólfur er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Í 8. tbl. Ægis 1987 sagði m.a svo frá:

Nýtt fiskiskip bættist í fiskiskipastólinn 18. mars sl., er Þorgeir & Ellert h.f., Akranesi, afhenti m/s Gissur ÁR 6 sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 37.

Skip þetta er smíðað sem skuttogari og er sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð.

Skipið er hannað í samvinnu milli skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts h.f., og Slippstöðvarinnar h.f., í framhaldi af „Samstarfsverkefni um hönnun og raðsmíði fiskiskipa“, sem Félag Dráttarbrauta og Skipasmiðja stóð fyrir á árunum 1980-81.

Hafnarey SU, smíðað hjá Þorgeir & Ellert h.f, var fyrsta skipið sem afhent var í hinu svonefnda raðsmíðaverkefni stærstu stöðvanna, afhent í mars ’83, Oddeyrin EA (afhent ídes. ’86) var annað skipið, og Nökkvi HU (afhentur ífebr. ’87) hið þriðja í röðinni, en bæði þessi skip voru smíðuð hjá Slippstöðinni h.f.

Gissur ÁR er smíðaður eftir sömu frumteikningu og Oddeyrin og Nökkvi, en er 3.0 m lengri(smíðalengd), og 6.6 m lengri en frumútgáfan, Hafnarey SU.

Ýmiss frávik eru í fyrirkomulagi og búnaði frá því sem er í tveimur fyrrnefndu skipunum, sem einnig eru sérstaklega útbúin til rækjuveiða.

Eigandi skipsins er Ljósavík s.f., Þorlákshöfn,en aðaleigendur þess eru   Unnþór Halldórsson og Guðmundur Baldursson. Skipstjóri á skipinu er Guðmundur Guðfinnsson og yfirvélstjóri Jón Ingi Gunnsteinsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution