Breki VE 61 í ólgusjó

2961. Breki VE 61. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Nýjasta skip Eyjaflotans, Breki VE 61, kom til hafnar í Vestmannaeyjum síðdegis í dag og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir þá.

Skipið var afhent Vinnslustöðinni í Kína 13. mars 2018 og kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti þann 6. maí sama ár.

Það var ólíkt betra veðrið þá enda snarvitlaust veður í Eyjum í dag.

2961. Breki VE 61 kemur til hafnar í Vestmannaeyjum í dag. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð.

Breki VE 61 á sér systurskip eins og flestir vita sem sækja þessa síðu heim en það er Páll Pálsson ÍS 102.

Skip­in eru hönnuð af verk­fræðistof­unni Skipa­sýn og eru um 50 metra löng og 13 metra breið.

2961. Breki VE 61 í ólgusjó. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Börkur NK 122 í vari á Donegalflóa

2865. Börkur NK 122 ex Malen S. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Það er slæmt veður á kolmunnamiðunum við Írland og spáin fyrir næstu daga er ljót.  Ekki er gert ráð fyrir að fari að lægja fyrr en undir helgi eða á fimmtudag eða föstudag.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Síldarvinslunnar sem sló á þráðinn til Hálfdans Hálfdanarsonar skipstjóra á Berki og spurðist frétta.

Nú er ekki mikið að frétta af veiðiskap. Við komum á miðin og tókum tvö hol og þurftum þá að sigla í var. Aflinn í þessum tveimur holum var samtals um 380 tonn. Við liggjum nú í vari á Donegalflóa sem er mikill flói norðarlega á Írlandi.

Á bak við næsta nes er bærinn Kyllibegs en það er sjávarútvegsbær og þar er eina stóra fiskimjölsverksmiðjan á Írlandi eftir því sem ég veit best.

Hér á Donegalflóa liggja einnig Beitir, Sigurður og Grandaskipin Víkingur og Venus ásamt einum Færeyingi og einum Norðmanni. Aðalsteinn Jónsson er einnig að koma hingað þannig að segja má að það sé traffík á bleyðunni. Höfnin í Kyllibegs er síðan full af Norðmönnum.

Það er ekkert útlit fyrir veiðiveður næstu daga og því er tíminn hér um borð nýttur til að lagfæra ýmislegt og þrífa. Það er alltaf nóg að gera. Hér á flóanum er bara sunnan gola og sveitabæir allt um kring þannig að við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Í talstöðinni hljóma hins vegar sífelldar stormviðvaranir,“ segir Hálfdan.

Þannig er nú það en Börkur Kjartansson vélstjóri á Víkingi AK 100 tók þessa mynd af nafna sínu ásamt fleirum sem birtast síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Kap II VE 7 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í morgun

1062. Kap II VE 7 ex Kap II VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Netabáturinn Kap II VE 7 kom til hafnar í Vestmannaeyjum og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir þá.

Kap II VE 7 var smíðuð í Stálvík árið 1967 og hét upphaflega Óskar Magnússon AK 177.

Í Magna, blaði framsóknarmanna á Akranesi, sagði svo frá þann 6. apríl 1968:

1 febrúar í vetur bættist nýtt og glæsilegt skip í bátaflotann á Akranesi. Er það Óskar Magnússon Ak 177, sem smíðað var í Stálvík hf. í Garðahreppi á sl. ári, og hleypt þar af stokkunum 3. des. sl. Eigendur skipsins eru Þórður Óskarsson, sem jafnframt er skipstjóri á því og Björn J. Björnsson framkv.stjóri.

Óskar Magnússon fór í sinn fyrsta róður 20. febr. sl. og hefur síðan fengið eldskírnina í þeim veðraham, sem oft hefur verið ráðandi á þessari vertíð. Hefur skipið reynst í alla staði mjög vel, vandað og sterkt. Ganghraði þess er 11,5 milur. Það er 342 rúmlestir að stærð, með 660 hestafla aðalvél af Storkgerð.

Ennfremur er það búið 2 Gardner Ijósavélum 60 hestafla og 1 24 hestafla. Fyrir framan aðalvél er centralgír, sem dreifir afli frá aðalvél til þriggja Allweiler skrúfudæla einnig eru háþrýstidælur fyrir kraftblökk, fiskidælu og þverskrúfu.

Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar í Reykjavík smíðaði þilfarsvinduna og er togkraftur hennar allt að 20 tonn. Akkerisvinda, bómuvinda og línuvinda eru af Norvinsk gerð. Skipið er að sjálfsögðu búið öllum nýjustu og fullkomnustu siglingar- og fiskleitartækjum. Allar íbúðir eru aftur í. Hvert herbergi er fyrir einn og tvo sjómenn einkar vistleg og þægileg.

Ágúst Sigurðsson hjá Stálvík hf. gerði teikningar að skipinu. Þegar það hafði verið sjósett 3. des. var það dregið til Beykjavíkur, þar sem frágangi skipsins og niðursetningu vélar var lokið.

Magni óskar eigendum og skipshöfn til hamingju með þetta glæsilega skip og væntir þess að það megi draga mikla björg í bú úr djúpum hafsins og verða þannig atvinnulífi bæjarins veruleg lyftistöng.

Og eins og sjá má af þessum myndum er skipið enn að draga björg í bú fyrir þjóðarbúið..

1062. Kap II VE 7 ex KAp II VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Í byrjun ágústmánaðar 1976 bættist Kap II VE 4 í Eyjaflotann þegar Bessi s/f festi kaup á Óskari Magnússyni AK 177 en nýr Óskar Magnússon var í smíðum á Akureyri.

1062. Kap II VE 7 ex Kap II VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Það var í apríl 1987 að eigendaskipti urðu loðnuskipinu Kap II VE 4 þegar Einar Ólafsson skipstjóiri og Ágúst Guðmundsson vélstjóri seldu Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum hf. skipið sem í dag er í eigu Vinnlsustöðvarinnar hf. en Fiskimjölsverksmiðjan rann inn í það fyrirtæki ef ég veit rétt.

1062. Kap II VE 7 ex Kap II VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap II VE 7 er í dag mælt 408 brl. að stærð en skipið hefur verið lengt í tvígang og yfirbyggt ásamt fleiri breytingum í gegnum tíðina.

Í skipinu er ríflega 1000 hestafla Bergen-Diesel aðaðvél frá árinu 1981.

Kap II VE 7 leggst að bryggju í Vestmannaeyjum í morgun. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap II VE 7 er 50.7 metra löng og 7.20 metra breið og mælist eins og fyrr segir 408 brl. að stærð. Brúttótonnatalan er 575.

1062. Kap II VE 7 kemur til hafnar í VEstmannaeyjum í morgun. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ingmundson að draga netin við Lofoten

Ingmundson. Ljósmynd Svafar Gestson 2019.

Svafar Gestsson tók þessa mynd af netabátnum Ingmundsson draga netin í blíðskaparveðri í morgun.

Fjöldi báta var út af suðurströnd Lofoten, þar sem eru gjöful fiskimið á vetrarvertíðinni.

Um Ingmundson er það að segja að hann er 10 metra langur og 4 metra breiður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Maggý VE 108 kemur að landi í morgun

1855. Maggý VE 108 ex Ósk KE 5. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Dragnótabáturinn Maggý VE 108 kom til löndunar í Vestmannaeyjum og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir þá.

1855. Maggý VE 108 ex Ósk KE 5. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Maggý var smíðuð í Póllandi 1988 og hét upphaflega Skálavík SH 208 úr Ólafsvík. Báturinn hét síðar Sigurbára VE 249, Sigurbára II VE 248, Sæfari ÁR 117, Hafnarberg RE 404 Ósk KE 5 og núverandi nafn, Maggý VE 108.

Skipt var um brú á bátnum fyrir nokkrum árum.

Landað úr Maggý VE 108 í Vestmannaeyjum í morgun. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Anna SI 117

7. Anna SI 117. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Anna SI 117 var smíðuð í Zaandam í Hollandi árið 1960 fyrir Þráinn Sigurðsson útgerðarmann á Siglufirði. 

Anna SI 117 var 150 brl. að stærð búin 500 hestafla Kromhout díesel vél. Anna var seld 28 maí 1970, Skrúðsbergi h/f á Fáskrúðsfirði, hélt nafninu en varð SU 3. Seld 14 mars 1974, Sverri h/f í Grindavík, hét áfram Anna en nú GK 79.

Árið 1975 var sett ný 640 hestafla Samofa díesel vél í bátinn sem var síðan seld þann 6 mars 1978, Önnu h/f í Stykkishólmi, hét áfram Anna en nú SH 35. Í október 1979 kaupir Skagaberg s/f á Akranesi Önnu sem enn hélt nafni sínu en varð AK 56.

1980 var aftur skiptu vél og nú var sett niður 640 hestafla. Mitsubishi díesel vél. Í byrjun árs 1984 kaupir Rækjunes h/f í Stykkishólmi bátinn sem hélt nafninu en varð SH 122. 

Anna var endurmælt 26 febrúar 1985 og mældist þá 132 brl. að stærð. Báturinn var seldur 16 janúar 1990 Sigurbirni Hilmarssyni ofl. (ÓSK h/f) í Vestmannaeyjum og eftir að hafa borið nafnið Anna í 30 ár tæp fékk báturinn nýtt nafn, Freyr VE 700.

Eyjavík h/f í Vestmannaeyjum kaupir bátinn í maílok 1991 og fékk hann þá nafnið Sigurvík VE 700. Selt 15 apríl 1994, Goðaborg h/f í Vestmannaeyjum, hét Stokksnes VE 700.

Þessar heimildir eru úr Íslensk skip en þar segir jafnframt að Stokksnesið hafi verið talið ónýtt og tekin af skrá 14 febrúar árið 1995.

Svo var nú ekki því það var Stokksnes RE 123 og lá við bryggju hér á landi til ársins 2003 að það var selt erlendis og fór til veiða við Afr­íkustrendur fyr­ir hina nýju eig­end­ur. Og er enn á floti að ég held.

Í Morgunblaðinu 28. desember 1960 sagði svo frá komu Önnu SI 117 til heimahafnar á Siglufirði:

Í gærkvöldi kom hingað nýr vélbátur, Anna heitir sá SI 117. Er þetta 140 tonna skip smíðað í Hollandi, allt hið fallegasta vandaðasta til að sjá. Eigandi þess er hinn dugmikli útgerðarmaður hér í bænum, Þráinn Sigurðsson. Skipstjóri er Jón Guðjónsson.

Í vetur hefur Þráinn sem jafnframt rekur frystihús, gert út tvo báta, sinn eigin bát, Baldvin og bát er hann tók á leigu og Hringur heitir. Auk þess leggja upp í frystihús Þráins bátarnir Hjalti og Viggó.

Afli þessara báta hefur verið góður, og hefur af þessu skapazt mikil atvinna í frystihúsinu, þar sem 60—70 manns hafa unnið. Með komu hins nýja skips eykur Þráinn enn myndarlega atvinnurekstur sinn hér í bænum.

Bæjartogararnir hafa lítið aflað eins og aðrir togarar landsmanna og lítil vinna verið við frystihús SR. Mun stjórn S.R. nú hafa samþykkt að taka á leigu tvö fiskiskip til hráefnisöflunar og standa því vonir til að atvinna í frystihúsi S.R. aukist verulega.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution