Kristbjörg ÞH 44 kemur að landi

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjubáturinn Kristbjörg ÞH 44 er hér að koma að landi á Húsavík um árið enda bræla á miðunum.

Kristbjörg ÞH 44 hét upphaflega Sóley ÍS 225 frá Flateyri og kom ný til heimahafnar í lok maímánaðar 1966. Smíðuð í Risør í Noregi.

Sóley ÍS 225 hét síðar Sóley ÁR 50Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og að lokum Röst SK 17 en hún fór í niðurrif í Belgíu árið 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Jónas Hjörleifsson VE 10

560. Jónas Hjörleifsson VE 10 ex Sílavík SF 134. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Jónas Hjörleifsson VE 10 var í eigu Harðar Ársæls Ólafssonar í Vestmannaeyjum og síðar Vorboðans hf. þar í bæ.

Báturinn sem upphaflega hét Helgi ÍS 97, var smíðaður í Hafnarfirði 1962 úr eik og furu. Hann var 8 brl. að stærð og búinn 68 hestafla Bolinder aðalvél. Heimahöfn hans var Flateyri. Eigendur bátsins voru Haraldur Olgeirsson, Eggert Jónsson og Olav Oyahals.

560. Helgi SH 144 ex Helgi ÍS 97. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Báturinn var seldur í september 1970 Hannesi Oddsyni í Hnífsdal og Sveini Garðarssyni og Einari Jónssyni á Flateyri. Í maí kaupir Ólafur Helgi Gestsson í Ólafsví bátinn sem heitir þá helgi SH 144.

Seldur Ásbirni Magnússyni í Kópavogi í janúar 1976. Í apríl 1977 kaupir Þormar V. Kristjánsson í Reykjavík bátinn en selur hann aftur í maí 1978. Þá kaupa Hjálmar Haraldsson og Sæþór Þórðarson í Grindavík hann og enn heldur hann nafni og númeri.

Í maí 1980 kaupir Skúli Kristjánsson í Skálmarnesmúla Austur-Barðarstrandarsýslu bátinn og þar er hann skráður 1988. 

                                                                                       Heimild íslensk skip.

560. Sílavík SF 134 ex Helgi SH 144. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

1999 kaupir Melavík ehf. á Höfn í Hornafirði bátinn og nefnir Sílavík SF 134. Árið 2001 kaupir Hörður Ársæll Ólafsson bátinn og nefnir Jónas Hjörleifsson VE 10. Í janúar 2001 fær hann nafnið Sleipnir KE 112 og er í eigu Hellunefs ehf. og heimahöfnin Keflavík.

Sleipnir KE 112 var kominn í núllflokk hjá Fiskistofu árið 2005. Hann var brenndur á Þrettándabrennu í Njarðvík.

560. Jónas Hjörleifsson VE 10 ex Sílavík SF 134. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hjalteyrin EA 306 á toginu í Jökuldýpi

1476. Hjalteyrin EA 306 ex Björgúlfur EA 312. í fjarska er 1937. Björgvin EA 311. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð.

Þessar myndir sem nú birtast tók Hólmgeir Austfjörð í Jökuldýpi í vikunni en þar voru togarar að fiska vel.

Einn af þeim var gamli Björgúlfur EA 312 sem nú heitir Hjalteyrin EA 306. Togarinn var smíðaður árið 1977 og hét Björgúlfur til vorsins 2017 þegar nýr Björgúlfur EA 312 leysti hann af hólmi.

1476. Hjalteyrin EA 306 ex Björgúlfur EA 312. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Á myndinni hér að ofan er Hjalteyrin EA 306 á toginu og Sólberg ÓF 1 skammt undan við sömu iðju.

1476. Hjalteyrin EA 306 ex Björgúlfur EA 312. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurbjörg BA 155

2575. Sigurbjörg BA 155 ex Sigurbjörg ST 55. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Sigurbjörg BA 155 kom til Húsavíkur í ágústmánuði árið 2003 og var erindið að gera við rækjutrollið.

Sigurbjörg var upphaflega ST 55 en bar einkennisstafina BA og númerið 155 um tíma en varð síðan aftur ST 55. Sigurbjörg var í eigu Sigurbjargar Jónsdóttur ehf. á Hólmavík.

Sigurbjörg ST var einn hinna svokölluðu Kínabáta, þ.e. raðsmíðaskipa sem smíðuð voru fyrir íslenskar útgerðir í Kína en komu hingað til lands árið 2001.

Hún var seld til Englands vorið 2004 þar sem hún fékk nafnið Plymouth Quest. Kaupandinn varr rannsóknarstofan Plymoth Marine Labratory.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution