Geir ÞH 150 með ágæta netavertíð í Breiðafirði

2408. Geir ÞH 150. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2019.

Geir ÞH 150 er kominn heim til Þórshafnar eftir netavertíð í Breiðafirði en róið var frá Grundarfirði eins og undanfarnar vertíðir.

Á Fésbókasíðu Geirs ÞH 150 segir að vertíðin hafi verið ágæt. Vindasamur febrúar gaf þeim 220 tonn í 19 róðrum en nokkrir blíðudagar í mars skiluðu 290 tonnum í 12 róðrum. Samtals 510 tonn í 31 róðri.

Netin dregin á Geir ÞH 150 á Breiðafirði í síðustu viku. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson.

Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður hjá LHG tók þessa myndir af Geir ÞH 150 draga netin á Breiðafirði í síðustu viku.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Björg EA 7 á toginu við Eldeyjarboða

2894. Björg EA 7. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 tók þessa mynd í gær af Samherjatogaranum Björgu EA 7 á miðunum við Eldeyjarboða.

Björg EA 7 kom til heimahafnar á Akureyri um hádegisbil þann 31. október 2017. Hún var fjórða og síðust í röð systurskipa sem  smíðuð  voru í skipasmíðastöðinni Cemre í Istanbúl.

Hin eru Kaldbakur, í eigu ÚA sem er dótturfélag Samherja, Björgúlfur, í eigu Samherja, og Drangey sem er í eigu FISK Seafood.

2894. Björg EA 7. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Arnfirðingur RE 212

11. Arnfirðingur RE 212 . Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Arnfirðingur RE 212 var smíðaður í Bolsönes Verft, Molde í Noregi árið 1963 fyrir Arnarvík h/f.

Arnfirðingur RE 212 var 30,50 metrar á lengd, 6,87 á breidd og 3,50 metrar á dýpt. Vélin er Lister Blackstone, 660 hestöfl. Hann var lengdur árið 1966 og yfirbyggður 1977.

Vísir sagði svo frá þann 11. júlí 1963:

Þann fimmta þessa mánaðar var hleypt af stokkunum í Noregi 100 feta fiskiskipi, sem hlaut nafnið Arnfirðingur. Arnfirðingur var byggður fyrir Arnarvík h.f., og eru útgerðarmenn hans Hermann Kristjánsson, Kristján Hermannsson, Óskar Hermannsson og Gunnar Magnússon.

M.s. Arnfirðingur er útbúinn nýjustu og fullkomnustu tækjum, sem völ er á. Innréttingar eru smekklegar, úr harðviði og plasti.

Á síðustu tveimur mánuðum hefur skipasmíðastöðin,„Bolsönes Verft“, í Molde afhent, þrjú af skipum, sem pöntuð voru af þessari gerð. Eitt þeirra var fyrir norska aðila, hin tvö fyrir íslenzka. 

Í reynsluferðinni þóttu öll tæki reynast vel, og var hraði skipsins þá mestur 11,25 hnútar.

Báturinn átti eftir að heita Sandafell GK 82, Sandafell SU 210, Freyr ÁR 170, Freyr ÓF 36, Freyr ÁR 102, Freyr GK 157, Freyr ÞH 1, Freyr GK 220 og loks Siggi Þorsteins ÍS 123.

Var rifinn í í brotajárn rétt fyrir hrun.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution