Hulda GK 17

2912. Hulda K 17 ex Hulda HF 27. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hulda GK 17 kemur hér að landi í Grindavík núna rétt í þessu en Jón Steinar tók myndina á drónann sinn.

Á eftir henni kemur Grindjáni GK 169 og ég hef aldrei séð hann nema á fullu ferðinni þannig að ég geri ráð fyrir að hann hafi orðið á undan að bryggju.

Hulda GK 17 va áður HF 27 en hét upphaflega Oddur á Nesi SI 76 og var báturinn smíðaður hjá Seiglu á Akureyri fyrir BG Nes ehf á. Hann kom til heimahafnar á Siglufirði upp úr miðjum janúar 2017.

Seldur Blikabergi ehf. í júlí 2017 og tók BG Nes ehf. Huldu HF 27 upp í og heitir sá bátur Oddur á Nesi í dag. 

Samkvæmt vef Fiskistofu er útgerðaðili Huldu GK 17 í dag Háaöxl ehf. á Fáskrúðsfirði en eigandi Blikaberg ehf. sem fyrr. Hvað sem síðar verður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Anna EA 305

2870. Anna EA 305 ex Carisma Star. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Anna EA 305, línu- og netaskip Útgerðarfélags Akureyringa ehf. er hér að manúera í Dalvíkurhöfn í vikunni.

Anna EA 305 er á grálúðunetum og er aflinn m.a unninn í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar hf. segir að það komi sér vel í loðnuleysinu.

Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma Star. Hún er 52. metrar að lengd, 11 metra breið og mælist 1.457 BT að stærð. Keypt til Íslands árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Matthías SH 21

2463. Matthías SH 21 ex Vestri BA 65, Ljósmynd Alfons Finnsson.

Matthías SH 21 er einn Kínabátanna svokölluðu sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga og komu til landsins með flutningaskipi árið 2001.

Matthías SH 21 hét upphaflega Vestri BA 64 og var í eigu samnefnds fyrirtækis á Patreksfirði.

Í lok september árið 2005 var hann orðinn Vestri BA 65 og mánuði síðar Matthías SH 21, eigandi Nónvarða ehf. og heimahöfnin Rif.

Sumarið 2007 var Matthías SH 21 í breytingum í Skipavík í Stykkishólmi þar sem báturinn var lengdur um 2,5 metra og lunningar hækkaðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution