Katrin Jóhanna VA 410 á Donegalflóa

Katrin Jóhanna VA 410 ex Herøy. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Eitt þeirra kolmunnaveiðiskipa sem liggur þessa stundina í vari inn á Donegalflóa við Írland er hin færeyska Katrin Jóhanna VA 410

Skipið var keypt til Færeyja seint á síðasta ári frá Noregi en þar bar það nafnið Herøy. Smíðað árið 1997, skrokkurinn í Nauta Shipyard, Gdynia, í Póllandi en skipið klárað hjá Myklebust Mek. Verksted AS, í Noregi.

Kaupendur voru Tummas Henriksen í Sørvági ásamt Árna og Hjarnar Dalsgaard í Skálavík. Heimahöfnin er Miðvågur og útgerðin heitir Kinnfelli p/f .

Katrin Jóhanna hét upphaflega Zeta til ársins 2010 er skipið fékk Herøyarnafnið. Það er 73,3 metrar á lengd og 12,6 metrar á breidd, mælist 1914 bT að stærð. Aðalvélin er Wärtsilä  3960KW.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Hoffell SU 80 landaði 1050 tonnum á Fáskrúðsfirði

2885. Hoffell SU 80 ex Smaragd. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segir frá löndunum kolmunnaskipa en á síðustu þremur dögum hafa þrjú skip landað þar um 5000 tonnum

Norderveg H-182-AV kom á laugardagskvöldið með tæp 1.900 tonn, Knester H-9-AV kom á mánudaginn með um 2.000 tonn.

Hoffell SU 80, sem er á meðfylgjandi mynd sem Börkur Kjartansson tók á dögunum á kolmunnamiðunum, kom í gærkvöldi með um 1.050 tonn.

Samtals er nú búið að taka á móti 15.300 tonnum, en fyrsta löndun á kolmunna þetta árið var 15. febrúar þegar Hoffellið landaði 1.580 tonnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Huginn VE 55 kom með 1300 tonn til Eyja í morgun

Huginn VE 55. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Huginn VE 55 kom með 1300 tonn af kolmunna til hafnar í Vestmannaeyjum í morgun.

2411. Huginn VE 55 kemur að landi en 2744. Bergey VE 544 lætur úr höfn. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Huginn VE 55 var smíðaður í Chile fyrir samnefnt félag árið 2001 og lengdur í Póllandi á síðasta ári.

2411. Huginn VE 55. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Huginn VE 55 var lengdur um 7,2 metrar og er stækkaði lestarrými um ca. 600 m3.

2411. Huginn VE 55 kemur inn í höfnina í Eyjum. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.
2411. Huginn VE 55. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Álsey VE 2 komin á söluskrá

2772. Álsey VE 2 ex Delta H. LJósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Eyjafréttir segja frá því í dag að uppsjávarskipið Álsey VE 2 sem er í eigu Ísfélagsins sé til sölu.

Álsey var smíðuð í Flekkefjord í Noregi 1987 en keypt til landsins 2007. Hét áður Delta H.  Álsey VE 2 er 66,65 metrar á lengd og 12,60 metra breið. Mælist 2,156 BT að stærð búin 4012 hestafla Bergen Diesel aðalvél.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Beitir NK 123 í vari við strendur Írlands

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Beitir NK 123 var í vari á Donegalflóa á Írlandi í gær eins og fleiri íslensk kolmunnaveiðiskip.

Beitir hét áður Gitte Henning S 349 og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Western Baltija Shipbuilding í Litháen en kom nýr til Danmerkur í apríl 2014.

Beitir NK 123 er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og mælist 4.138 brúttótonn að stærð. 

Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu  hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél,

Síldarvinnslan keypti hann til landsins síðla árs 2015 og fór Beitir sem þá var upp í kaupin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Eldhamar GK 13

297. Eldhamar GK 13 ex Surtsey VE 123. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vélbáturinn Eldhamar kemur hér til hafnar í Grindvík um árið en þetta nafn bar báturinn árin 1997 og 1998.

Eldhamar GK 13, hét upphaflega Magnús Marteinsson NK 85 var smíðaður 1956 fyrir Svein Magnússon útgerðarmann hjá Frederikssund Skipsværft A/S í Frederikssund í Danmörku árið 1956.

í Austurlandi 29. júní 1956 sagð svo frá:

Enn einn nýr bátur bættist norðfirzka flotanum á sunnudagskvöldið. Þá kom hingað nýbyggður frá Frederiksund í Danmörku v. b. Magnús Marteinsson N. K. 85.

Magnús Marteinsson er um 64 smálestir að stærð með 240—265 hestafla Alpha-dísilvél. Ganghraði í reynsluför var 10 mílur. Báturinn er búinn öllum þeim siglingar-og öryggistækjum sem nú tíðkast í fiskibátum. Hann er vandaður að sjá og traustbyggður.

Eigandi bátsins er Sveinn Magnússon. Skipstjóri verður Víðir sonur Sveins og sigldi hann bátnum heim. Magnús Marteinsson verður á síldveiðum í sumar og er þegar farinn norður.

Þetta er fjórði nýbyggði fiskibáturinn, sem flota okkar bætist á sex mánuðum.

Austurland óskar eiganda og áhöfn til  hamingju með bátinn.

Magnús Marteinsson NK 85 átti eftir að heita Ásgeir Torfason ÍS 96, Sjöfn ÞH 142, Sjöfn II ÞH 264, Sjöfn II NS 123, Surtsey VE 123, Eldhamar GK 13, Eldhamar II GK 139 og að lokum Gullfaxi GK 14.

Gullfaxi, sem var reyndar samkvæmt skrám GK 147 í restina, var tekinn af skipaskrá og rifinn í Grindavík árið 2008.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution