Örvar SH 777

2159. Örvar SH 777 ex Vestkapp SF-8-S. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Línuskipið Örvar SH 777 lætur hér úr höfn á Húsavík í septembermánuðið árið 2010.

Upphaflega Tjaldur II SH 370 og var smíðaður í Noregi fyrir KG fiskverkun á Rifi árið 1992. Líkt og systurskipið Tjaldur SH 270.

Tjaldur II var seldur til Noregs árið 1987 þar sem hann fékk nafnið Kamaro SF-8-S og síðar Vestkapp SF-8-S og var með heimahöfn í Måløy.

Hraðfrystihús Hellisands keypti skipið aftur til landsins og kom það til landsins í janúar 2008. Fékk það þá nafnið Örvar SH 777.

Örvar SH 777 er 43,21 metra langur og 9 metra breiður. Mælist 411 brl./689 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ólafur Magnússon HU 54

1236. Ólafur Magnússon HU 54 ex Þórir II SF 777. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjubáturinn Ólafur Magnússon HU 54 kemur hér að landi á Húsavík

Bátuurinn hét upphaflega Þórir GK 251, síðar SF 77 og smátíma Þórir II SF 777 áður en hann var keyptur til Skagastrandar.

Þar fékk hann nafnið Ólafur Magnússon HU 54. Því næst hét hann Guðbjörg Steinunn GK 37 en seinna var Guðbjargarnafnið klippt af og eftir stóð Steinunn og  hún var AK 36.

Báturinn var smíðaður í Stálvík 1972. Seldur til Möltu 2015.

Þegar Þórir GK 251 var sjósettur í maímánuði 1972 var þess getið í Morgunblaðinu sunnudaginn 28. maí:

Á fimmtudag fór fram hjá Stálvík hf. sjósetning á nýju fiskiskipi, sem Þórir hf. í Grindavík hefur látið smíða hjá stöðinni.

Skipið er 105 rúmlestir, smíðað úr stáli og sérstaklega teiknað til togveiða auk línu- og netaveiða. Það er búið öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum.

Skipið fer til Grindavíkur strax og nauðsynlegum prófunum og skoðunum er lokið.    

Skipstjóri verður Guðmundur Karlsson, og gaf kona hans, Sigurbjörg Óskarsdóttir skipinu nafn, sem er Þórir GK 251.

Þess má geta, að í tilefni af sjósetningu skipsins hélt Þórir hf. hátíðafund og var þar ákveðið að afhenda söfnun blaðamanna fyrir hjartabílnum nokkra peningaupphæð til minningar um Kristján Gunnarsson, sem var einn af stofnendum Þóris hf. og lengst af skipstjóri hjá félaginu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Þórsnes ehf. kaupir Arnar SH 157

2660. Arnar SH 157 ex Happasæll KE 94. Ljósmynd Alfons Finnsson 2010.

Fiskifréttir greina frá því að Þórsnes ehf. í Stykkishólmi, sem rekur afkastamikla saltfiskverkun, hafi nýlega keypt útgerð netabátsins Arnars SH 157.

Arnar SH 157, sem hefur verið að veiða grimmt á þessari vertíð, heitir í dag Arnar II SH 757 .

Arnar SH 157 hét upphaflega Happasæll KE 94 og var smíðaður hjá Seiglu í Reykjavík árið 2004.

Sagt var frá Happasæli hér á síðunni fyrir skömmu.

2660. Arnar SH 157 ex Happasæll KE 94. Ljósmynd Alfons Finnsson 2014.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ágústa EA 16

7111. Ágústa EA 16 ex Eiki Matta ÞH 301. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Grásleppubáturinn Ágústa EA 16 kemur hér til hafnar á Dalvík í gær.

Það var fyrr í vetur sem Ágústa ehf. í Dalvíkurbyggð keypti bátinn frá Húsavík en þar hét hann Eiki Matta ÞH 301. Heimahöfn hans er Árskógssandur.

Báturinn er af Gáskagerð og hefur verið lengdur og dekkaður. Hann var smíðaður árið 1988 í Mótun í Hafnarfirði.

Frá 1993 hefur hann borið nöfnin Ingibjörg SH 174, Ingibjörg EA 596, Andri SH 450, Sólnes ÍS 54, Sólnes HF 54, Atli HF 54, Þórunn Ósk KE 79, Þórunn Ósk GK 105, Otur ST 54, Otur ÍS 45 og Jón Afi DA 8 áður en hann fékk nafnið Eiki Matta ÞH 301.

7111. Ágústa EA 16 ex Eiki Matta ÞH 301 kemur að landi á Dalvík í gær. Ljósmynd Haukur Sigtryggur.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution