Heimaey VE 1 kemur til hafnar með kolmunna

2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Heimaey VE 1 kom til hafnar í Vestmannaeyjum á sjöunda tímanum með kolmunnafarm.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir sem hér birtast af skipinum en kolmunnaskipin hafa verið að veiðum vestur af syðsta odda Írlands undanförnu. Það er alþjóðlegt hafsvæði.

2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Heimaey VE 1 var smíðuð fyrir Ísfélag Vestmannaeyja í Chile og afhent árið 2012. Hún er 71 metrar að lengd og 14 metrar á breidd, mælist 2,263 GT að stærð.

2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.
2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Fjordvik tekið um borð í Rolldock Sea

Fjordvik á leið upp í Rolldocs Sea. 370. Þróttur heldur í. Ljósmynd Maggi Jóns 2019.

Maggi Jóns tók þessar myndir í vikunni þegar sementsflutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík á Reykjanesi í nóvember, var komið fyrir í Rolldock Sea í Hafnarfjarðarhöfn.

Fjordvik á leið upp í Rolldock Sea. Ljósmynd Maggi Jóns 2019.

Rolldock Sea, sem er flutningarflotkví, mun sigla yfir Atlantshafið til Gent í Belgíu þar sem Fjordvik fer í brotajárn. Samkvæmt Marinetraffic.com eru skipin enn í Hafnarfjarðarhöfn.

Fjordvik komið um borð í Rolldock Sea. Ljósmynd Maggi Jóns 2019.

Rolldock Sea er 140,66 metrara að lengd og 24,08 metrara á breidd, mælist 12,802 GT að stærð. Siglir undir Hollensku flaggi með heimahöfn í Rotterdam.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Bylgja VE 75 kemur til Vestmannaeyja

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Bylgja VE 75 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Mattíhas Óskarsson útgerðarmann og skipstjóra árið 1992.

Hún hefur alla tíð verið í eigu hans en fyrirtækið heitir Bylgja VE 75 ehf.

Bylgja VE 75 er  33,74 m á lengd og  8,6 m á breidd. Hún mælist  277 brl./477 BT að stærð. Búin 1224 hestafla Yanmar aðalvél.

Í 3. Tbl. Ægis 1992 sagði m.a:

Nýtt fiskiskip bættis við flota Eyjamanna 14. mars s.l., en þann dag afhenti Slippstöðin hf. á Akureyri m/s Bylgju VE 75, sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 70. Skipið er smíðað sem skuttogari og er með búnað til vinnslu og frystingar á flökum.

Skipið er hannað af Slippstöðinni hf. og hófst smíðin fyrir nokkrum árum án kaupanda. Á s.l. hausti, er smíði skipsins var lokið að mestu að undanskilinni tækjaniðursetningu og ýmsum frágangi, samdi núverandi eigandi um kaup á skipinu.

Bylgja VE 75 er annað skipið sem Slippstöðin afhendir á skömmum tíma til Vestmannaeyja, hið fyrra var Þórunn Sveinsdóttir, afhent í júlí á s.l. ári.

Hin nýja Bylgja VE 75 kemur í stað Bylgju VE 75 (sk.skr. nr. 1443), 149 rúmlesta stálfiskiskips, sem smíðuð var í Stálvfk hf. árið 1976 og skemmdist í bruna á s. I. hausti.

Bylgja VE 75 er í eigu Matthíasar Óskarssonar í Vestmannaeyjum, sem jafnframt er skipstjóri. Yfirvélstjóri á skipinu er Einar Axel Gústafsson.

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Eins og áður hefur komið fram á síðunni hefur Ós ehf. leigt skipið um tíma. Er það tilkomið vegna lengingar Þórunnars Sveinsdóttur VE 401 sem sagt var frá á dögunum.

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Á þessum myndum Hólmgeirs Austfjörð er Bylgja VE 75 að koma til löndunar í vikunni.

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Kristján HF 100 kemur til Grindavíkur

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Línubáturinn Kristján HF 100 kom til Grindavíkur í fyrsta skipti í gærkveldi og að sjálfsögðu lá Jón Steinar fyrir honum.

Útgerðarfélagið Kambur ehf. fékk Kristján HF 100 afhentan frá Trefjum í fyrrasumar. Hann hefur fiskað vel síðan veiðar hófust og landað hér og þar en eins og fyrr segir kom hann í fyrsta skipti til Grindavíkur í gær.

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Kristján var með 17 tonna afla og eins og sjá má á myndunum fer hann vel með þann afla.

2961. Kristján HF 100 kemur til Grindavíkur. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution