Garðey SF 22

972. Garðey SF 22 ex Atlanúpur ÞH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Línubáturinn Garðey SF 22 kemur hér til löndunar á Húsavík í ágústmánuði árið 2003, svona líka fallega rauð.

Garðey SF 22 var smíðuð í Boizenburg í Austur-Þýskalandi 1965, hét upphaflega Þorsteinn RE 303.

972. Garðey SF 22 ex Atlanúpur ÞH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Síðar bar báturinn nöfnin Hafrún ÍS, Hafrún BA, Pétur Ingi KE, Stjörnutindur SU,  Lýtingur NS, Vigdís BA, Haraldur EA, Ásgeir Guðmundsson SF og Atlanúpur ÞH þangað til hann fékk nafnið Garðey SF og loks Kristín GK eftir að Vísir eignaðist hann.

2008 varð Kristín ÞH 157 með heimahöfn á Húsavík, eigandi Vísir hf.

Árið 2014 fékk báturinn aftur einkennisstafina GK og númerið 457. Eigandi Vísir hf. og heimahöfnin Grindavík.

972. Garðey SF 22 ex Atlanúpur ÞH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Baldur Árna ÞH 50

1170. Baldur Árna ÞH 50 ex Klettsvík SH 343. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Hér birtast myndir af rækjubátnum Baldri Árna ÞH 50 sem teknar voru sumarið 2003 er báturinn stundaði rækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi.

Baldur Árna ÞH 50 var í eigu Aðalstein Ómars Ásgeirssonar á Ísafirði. Báturinn hét upphaflega Trausti ÍS 300 frá Suðureyri við Súgandafjörð og var smíðaður í Stálvík árið 1971. Hann hafði smíðanúmer 16 hjá Stálvík og var smíðaður eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar

Í Morgunblaðinu þann 20. júní 1971 sagði m.a svo frá í frétt frá fréttaritara blaðsins í Súgandafirði:

Sautjánda júni í kom hingað nýtt fiskiskip, sem smíðað var hjá Stálvík h.f. í Garðahreppi. Skipið er 123 lestir samkvæmt nýja málinu, smíðað úr stáli, sérstaklega teiknað til togveiða auk línu- og netaveiða.

Var skipinu gefið nafnið Trausti eftir bátum Ólafs Gissurarsonar frá Ósi í Bolungarvík. Skipið mun stunda grálúðuveiðar með línu og fer í fyrsta túrinn á morgun.

Eigandi m.b.Trausta ÍS 300 er Fiskiðjan Freyja h.f., skipstjóri Ólafur Ólafsson og fyrsti vélstjóri Jens Ásmundsson.

1973 er Trausti seldur til Keflavíkur, kaupendur er Magnús Þórarinsson, Jónas Þórarinsson og Þórarinn Þórarinsson og nefna þeir bátinn Valþór KE 125. Hann er síðan seldur til Þormóðs Ramma hf. á Siglufirði 1978 þar sem hann fékk nafnið Sævík SI 3. 1979 kaupir Hraðfrystihús Breiðdælinga á Breiðdalsvík bátinn og nefna hann Andey SU 150. 1983 er hann svo enn seldur, að þessu sinni til Stykkishólms, hann heldur nafninu en fær einkennistafina SH og númerið 242.

Báturinn er í Stykkishólmi 1988 þegar Íslensk skip eru gefin út en þaðan eru þessar heimildir. Frá Stykkishólmi er báturinn seldur til Patreksfjarðar og enn heldur hann nafninu og verður Andey BA 123. Eftir það heitir hann Skúmur GK 111, Óseyri GK 1, Bervík SH 343, Klettsvík SH og 2003 fær hann nafnið Baldur Árna ÞH 50.

Baldur Árna er svo seldur Meirihlíð ehf. í Bolungarvík haustið 2003 eftir að Aðalsteinn Ómar festi kaup á Oddgeir ÞH 222 sem fékk nafnið Baldur Árna ÞH 222. Í Bolungarvík fékk báturinn nafnið Páll á Bakka ÍS 505. Hann var rifinn í brotjárn í Krossanesi árið 2007.

1170. Baldur Árna ÞH 50 ex Klettsvík SH 343. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jörvi ÞH 300

1310. Jöfvi ÞH 300. Ljósmynd Þorgrímur Aðalgeirsson.

Hér er Jörvi ÞH 300 að láta úr höfn á Húsavík í línuróður.

Jörvi ÞH 300 var smíðaður á Skagaströnd fyrir þá feðga Þórarinn Vigfússon og Hinrik Þórarinsson. Félag þeirra hét Hagbarður hf. og fengu þeir bátinn, sem var 30 brl. að stærð, afhentan á vormánuðum 1973.

Í Morgunblaðinu 5. júní 1973 sagði svo frá:

Nýlega bættist í bátaflota Húsavíkur nýr bátur, Jörvi ÞH 300. Báturinn er 30 lestir að stærð, búinn öllum venjulegum siglingar- og leitartækjum, smíðaður í Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd. Eigandi bátsins er Hagbarður hf. Skipstjóri er Hinrik Þórarinsson og vélstjóri Þórarinn Höskuldsson. Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Jörva gerðu þeir feðgar út fram á mitt ár 1977 er þeir selja hann vestur á Ísafjörð.

Kaupendur voru Kristinn Haraldsson og Ólafur Guðmundsson og nefndu þeir bátinn Ragnar Ben ÍS 210. Eigendaskipti verða á bátnum 1980 en þá eru skráðir eigendur Kristinn Haraldsson og Ragnar Á. Kristinsson.

Í nóvember 1983 strandar báturinn á skeri við Brimnes,rétt vestan Hellisands, og sökk á svipstundu. Fjögurra manna áhöfn bátsins komst við illan leik upp á skerið og var síðan bjargað heilum á húfi til lands. Þessar upplýsingar eru m.a. fengnar úr bókinni Íslensk skip.

Þegar báturinn strandaði var hann í eigu Ásgeirs Þórðarsonar í Keflavík en var að róa frá Ólafsvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Oddur á Nesi orðinn Geirfugl

2500. Oddur á Nesi SI 76 nú Geirfugl GK 66. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Línubáturinn Oddur á Nesi ÓF 176 er samkvæmt vef Fiskistofu búinn að fá nafnið Geirfugl GK 66 og er í eigu Stakkavíkur ehf. í Grindavík.

Jói Brands GK 517 sem Stakkavík ehf. átti hefur farið hina leiðina og heitir í dag Oddur á Nesi ÓF 176.

Geirfugl GK 66, sem hefur verið að róa frá Skagaströnd að undanörnu, hét upphaflega Ósk KE 5. Hann var smíðaður hjá Seiglu ehf. í Reykjavík árið 2004 og er af gerðinni Seigur 1400. Hann er 14 metra langur, 4,20 á breidd og mælist 25 BT að stærð.

Báturinn er ekki ókunnur Grindvíkingum því bæði hefur Stakkavík ehf. átt hann áður og eins hét hann Árni í Teigi GK 1 árin 2005-2012.

Annars er nafnarunan svona: Ósk KE 5, Frosti II KE 230, Árni í Teigi GK1, Pálína Ágústsdóttir GK 1, Reynir GK 666, Guðbjörg GK 666, Hulda HF 27, Oddur á Nesi SI 76, Oddur á Nesi ÓF 176 og loks Geirfugl GK 66.

Báturinn var yfirbyggður hjá Siglufjarðar-Seig árið 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution