Ísleifur VE 63 kemur til Vestmannaeyja

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn Ak 150. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Vestmanneyingurinn Jói Myndó sendi mér nokkar glæsilegar myndir af Ísleifi VE 63 koma til hafnar í Eyjum á dögunum.

Ísleifur VE 63 hét upphaflega Ingunn AK 150 og var smíðaður fyrir HB á Akranes í Chile árið 2000.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum keypti Ingunni AK 150 sumarið 2015 og var salan á henni liður í endurnýjun á fiskiskipaflota HB Granda. Hið nýja og glæislega skip, Venus NS 150 , kom í stað Ingunnar Ak 150 og desember sama ár var Faxi RE 9 afhentur Vinnslustöðinni. Um svipað leyti kom Víkingur AK 100 til landsins og Lundey NS 14 var lagt og síðar seld til Noregs. Faxi fékk nafnið Kap vE 4.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Eins og sjá má er Íseifur VE 63 málaður í græn­um lit með gulri rönd, en sam­kvæmt hefðinni hafa all­ir bát­ar með þessu nafni, sem gerðir hafa verið út frá Eyj­um verið málaðir í þess­um lit­um. Önnur skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar eru hins veg­ar venju sam­kvæmt blá á skrokk­inn nema Sleipnir VE 83 sem er enn í gula Glófaxalitnum. Hann er hinsvegar ekki í drift sem stendur

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þorsteinn SH 145 verður Benni ST 5

2820. Þorsteinn SH 145 ex Kristján HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Fréttavefur Bæjarins besta á Ísfirði, bb.is, greinir frá því í dag að nýr bátur hafi komið til Drangsness fyrir nokkru.

Um er að ræða Þorstein SH 145 sem áður hét Kristján HF 100 og vék fyrir nýjum og stærri Kristjáni HF 100 sl. sumar. Nesver ehf. á Snæfellsnesi keypti hann og gaf honum nafnið Þorsteinn SH 145.

En nú hefur báturinn s.s. verið keyptur til Drangsness og fengið nafnið Benni ST 5, nefndur eftir Benjamín frá Eyjum, en Eyjar eru jörð fyrir norðan Drangsnes.

Það var Útgerðarfélagið Skúli ehf á Drangsnesi sem keypti bátinn  en félagið á fyrir annan bát sambærilegan sem Skúli ST 75 heitir.  Ætlunin er að gera báða bátana út á grásleppu og línu en þeir eru af gerðinni Cleopatra 38 frá Trefjum í Hafnarfirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Trausti ÁR 80

133. Trausti ÁR 80 ex Álaborg ÁR 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Trausti ÁR 80 kemur hér að landi í Þorlákshöfn um árið en hann var einn A-Þýsku stálbátanna sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga.

Trausti ÁR 80 var smíðaður 1961 fyrir Hraðfrystihús Stöðfirðinga. Hann mældist í upphafi 101 brl. en var endurmældur síðar og mældist við það 93 brl. að stærð.

Kambaröst SU 200 var það nafn sem Stöðfirðingar völdu bátnum sem þeir gerðu út þangað til  að hann var seldur í lok nóvember 1965. Kaupandinn var Norðurvör hf. í Þorlákshöfn og nefndu þeir bátinn Bjarna Jónsson ÁR 28.

Í árslok 1967 kaupir Eyri hf. í Sandgerði bátinn sem verður við það Álaborg GK 175. Í lok mars 1971 kaupir Fiskiver hf. á Eyrarbakka bátinn sem fær ÁR 25 á kinnunginn.

Upphaflega var 400 hestafla MWM aðalvél í bátnum en árið 1981 var sett í hennar stað 520 hestafla Caterpillar. Ný Álaborg ÁR 25 leysti þessa af hólmi í ársbyrjun 1997 og fékk sú gamla þá ÁR 26 og síðar nafnið Trausti ÁR 80.

Eigandinn var Spillir ehf. í Reykjavík sem síðar skráði bátinn fyrir vestan, þar varð hann Trausti ÍS 111 og heimahöfnin Súðavík. Uppl. eru úr Íslensk skip ásamt því sem fannst í kolli síðuritara.

133. Trausti áR 80 ex Álaborg ÁR 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Trausti ÍS 111 var seldur til Danmerkur árið 2008 og rifinn þar í brotajárn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Borboun Actic í Stavanger

Borboun Actic í Stavanger í gær. Ljósmynd Baldur Sigurgeirsson.

Baldur Sigurgeirsson vélstjóri starfar á norsku dráttarbát og var staddur í Stavanger í gær og tók þá þessa mynd.

Hún sýnir glæsilega og öflugan dráttarbát, Borboun Actic sem þjónustar olíuborpalla Norðmanna. Verkefni hans eru m.a að draga borpalla og hífa upp ankeri fyrir borpalla og stilla af en dráttarkraftur hans er 307 tonn.

Skipið var smíðað árið 2016 og er 8143 GT að stærð. Lengd þess er 93,6 metrar og breiddin 24 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution