Ísborg II ÍS 260 skiptir um eigendur

1472. Ísborg II ÍS 260 ex Klakkur SK 5. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2018.

Gunnar Torfason útgerðarmaður á Ísafirði hefur keypt togarann Ísborgu II ÍS 260 af Arnari Kristjánssyni.

Það er bb.is sem greinir frá þessu í dag en Ísborg II ÍS 260 hét áður Klakkur SK 5, Klakkur SH 510 og Klakkur VE 103. Smíðaður1977 í Gdynia í Póllandi.

Gunnar sagði í samtali við Bæjarins besta að ástæðan væri sú að báturinn Guðbjörg Sigurðardóttir íS hefði verið seld úr landi til Máritaníu og Ísborgin hefði verið keypt í hennar stað. Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS hefur verið gerð út á úthafsrækjuveiði frá 2016.

Verið er að búa skipið til rækjuveiða í úthafinu fyrir Norðurlandi og sagðist Gunnar gera ráð fyrir að veiðar hæfust í byrjun apríl. Skipstjóri á Ísborginni II verður Guðbjartur Jónsson.

Hér má lesa fréttina í heild sinni.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 seld til Máritaníu

1664. Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 ex Marberg GK 717. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Togbáturinn Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 lét úr höfn í Reykjavík í gær áleiðis til Máritaníu en þangað hefur báturinn verið seldur.

Magnús Jónsson tók þessa mynd þegar báturinn lét úr höfn.

Báturinn hét upphaflega Emma VE 219, smíðuð í Póllandi fyrir samnefnt fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Nánar tiltekið hjá Tczew Yard í Tczew í Póllandi árið 1988.

Emma var 82 brl. að stærð búin 715 hestafla Caterpillar aðalvél.

Árið 1999 var Emma lengd í Póllandi og mældist þá 114 brl. að stærð. Skipt var um aðavél um leið og er sú sem sett var niður var 760 hestafla Caterpillar.

Árið 2000 keypti Bergur-Huginn hf. Emmuna og fékk hún nafnið Háey VE 244. Háey var seld Dala-Rafni hf. árið 2004 og fékk hún nafnið Dala-Rafn VE 508. 

Stígandi ehf. keypti Dala-Rafn VE árið 2008 og fékk hann nafnið Stígandi VE 77. 

Árið 2013 keypti Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum Stíganda ehf. en í ársbyrjun 2016 var Stígandi VE 77 seldur til Suðurnesja. Kaupandinn, Marbrá ehf, nefndi bátinn Marberg GK 717 með heimahöfn í Sandgerði.

Ekkert varð af útgerð Marbergsins og vorið 2016 keypti Tjaldtangi ehf. á Ísafirði bátinn sem við það fékk nafnið Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Hlöddi VE 98

2782. Hlöddi VE 98 ex Auðun ÞH 323. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir af handfærabátnum Hlödda VE 98 í vikunni.

Hlöddi VE 98, sem er í eigu Búhamars ehf., var smíðaður árið 2009 hjá bátasmiðjunni Trefjum hf. í Hafnarfirði. Hann hét upphaflega Særún SH 86 og var í eigu Fossdals ehf. og heimahöfnin var Rif.

Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 og mælist 8,5 BT að stærð.

2782. Hlöddi VE 98 og 6776. þrasi VE 20 undir krananum. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Sumarið 2010 kaupir Sæli ehf. í Hafnarfirði Særúnu SH 86 og nefnir bátinn Bót HF 81. Þessu nafni gegnir hann til haustsins 2013 þegar Bylur útgerðarfélag ehf. kaupir hann til Siglufjarðar og nenfir Kalda SI 23.

Um ári síðar fær hann nafnið Auðun ÞH 323 þegar BÁV útgerð ehf. kaupir hann og heimahöfnin Raufarhöfn.

Í apríl 2016 fær hann svo það nafn sem hann ber í dag, Hlöddi VE 98.

2782. Hlöddi VE 98 ex Auðun ÞH 323. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Stormur HF 294 seldur til Kanada

2926. Stormur HF 294. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Fiskifréttir greina frá því í nýjasta tölublaði sínu að línuskipið Stormur HF 294 hafi verið seldur til Kanada.

Samist hefur um kaup kanadísks útgerðarfélags á línu- og netaskipinu Stormi HF af Stormi Seafood í Hafnarfirði. Kaupverðið er 140 milljónir evra, um 1,9 milljarður ÍSK. Nú er aðeins beðið eftir frágangi á fjármögnun kaupanna. Skipið hefur legið við festar í Reykjavíkurhöfn í á þriðja ár. Hingað kom það úr breytingu í Póllandi í desember 2017.

Segir í Fiskifréttum en hér má lesa fréttina alla.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Vörður og Áskell komnir á flot

2962. Vörður ÞH 44 – 2970. Þinganes SF 25. Ljósmynd Gjögur hf. 2019.

Vörður ÞH 44 og Áskell ÞH 48 sem Gjögur hf. er að láta smíða eru komnir á flot í Víetnam þar sem skrokkar skipanna eru smíðaðir.

Það sama má segja um Þinganes SF 25 sem Skinney-Þinganes hf. er að láta smíða á sama stað. Fjórða skipið er Steinunn SF 10.

Tvö skipanna í flotkví. Ljósmynd Gjögur hf. 2019.

Skip­in fjög­ur verða síðan flutt með flutningaskipi til Noregs en þau eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverk­efni sem ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki sömdu um við Vard, sem rek­ur m.a. skipa­smíðastöðvar í Nor­egi, Rúm­en­íu og Bras­il­íu, auk Víet­nams.

Auk Gjög­urs og Skinn­eyj­ar-Þinga­ness er verið að smíða tvö skip fyr­ir Berg-Hug­in, dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar, og eitt fyr­ir Útgerðarfé­lag Ak­ur­eyr­inga. Síðar­nefndu skip­in þrjú verða að öllu leyti smíðuð í Nor­egi.

2962. Vörður ÞH 44 í slefi. Ljósmynd Gjögur hf. 2019.
2958. Áskell ÞH 48 í slefi. Ljósmynd Gjögur hf. 2019.

Meðfylgandi myndir eru fengnar af Fésbókarsíðu Gjögurs hf. og birtar með leyfi frá fyrirtækinu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution