Hav Scandik og Hav Saga á Dalvík

Hav Scandik við bryggju á Dalvík 23. febrúar 2019. Ljósmynd Haukur Sigtryggur.

Flutningaskipin Hav Scandik og Hav Saga hafa komið til Dalvíkur með skömmu millibili til að sækja hey fyrir Norðmenn.

Hav Scandik kom þann 23 febrúar en Hav Saga var að lesta þar í dag.

Hav Scandik var smíðað 1990 og er 74,62 metra lang og 12,2 metra breitt. Mælist 2013 GT að stærð.

Hav Saga við bryggju á Dalvík í dag. Ljósmynd Haukur Sigtryggsson 2019.

Hav Saga var smíðuð 1990, er 74,65 metrar á lengd og 12,7 metra breitt. Mælist 2026 GT að stærð.

Skipin sigla bæði undir færeysku flaggi að því næst er komist.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Erling KE 140 að fiska vel

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Erling KE 140 hefur að undanförnu róið frá Grindavík og hefur hann verið að fiska vel.

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir sem hér birtast og sagði hann svo frá á Fésbókarsíðunni Bátar & Bryggjubrölt:

Erling er eins og aðrir bátar hér í Grindavík að mokfiska þessa dagana. Þeir lögðu 5 trossur seint í fyrrakvöld og skutust svo út um kl. 7 í gærmorgun og drógu þær, lögðu aftur og voru í landi á hádegi með um 25 tonn.

Þeir fóru svo út aftur kl. 14 og drógu aftur og voru komnir í land um kl. 18 með um 15 tonn. 40 tonn eftir daginn er alls ekki ónýtt. Strákarnir á Erling sögðu mér að þeir væru nú komnir í helgarfrí þar sem að ekki hefðist undan í landi að vinna fiskinn frá þeim.

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Erling KE 140 var smíðaður 1964 í Florø í Noregi og hét upphaflega Akurey RE 6. Síðar Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, GK 187 og GK 12, Júlli Dan GK 197, ÞH 364 og ÍS 19. Óli á Stað GK 4 og loks Erling KE 140.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Newfound Pioneer í klassaskoðun hjá Slippnum Akureyri.

Newfound Pioneer við Slippkantinn á Akureyri. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Kanadíski rækjutogarinn Newfound Pioneer, sem er í eigu Newfound Rescources, hefur nú verið í slipp á Akureyri í rúman mánuð. 

Newfound Pioneer var eitt sinn í eigu ÚA og hét Svalbakur EA 2.

Á heimasíðu Slippsins á Akureyri segir að skipið sé í hefbundinni klassaskoðun og hefur verið botnmálað, sinkað, öxuldregið auk þess sem skipt hefur verið um stálplötur í skipinu ásamt öðrum minni viðhaldsverkefnum.

Skipið er eitt af fjölmörgum erlendum skipum sem hafa komið í Slippinn á Akureyri á undaförnum árum.

„Skipaflotinn hérna á Íslandi hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun og þar að leiðandi koma skipin sjaldnar og í minni slippa en áður. Þess vegna höfum við hjá Slippnum á Akureyri lagt meiri áherslu á að fá erlend skip til okkar, aðallega frá Rússlandi, Grænlandi, Kanada og Noregi. Samkeppnin er þó mikil, bæði hér heima og erlendis“ segir Ólafur Ormsson, sviðsstjóri hjá Slippnum á Akureyri, aðspurður um málið. 

Í næstu viku kemur grænlenski togarinn Nataarnaq, sem er í eigu Ice Trawl Greenland og Royal Greenland, og mun vera í slipp í einn mánuð. Þar mun fara fram vélarupptekt á skipinu, öxuldráttur, viðhald á vindukerfi og skipið verður botnmálað. 

„Verkefnastaðan er góð næstu mánuðina en að sjálfsögðu viljum við geta horft lengur fram í tímann. Það sem gefur okkur ákveðið forskot er að við erum stór vinnustaður og við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu. Einnig störfum við eftir ISO 9001 gæðakerfinu sem er alþjóðleg vottun og tryggir að við þurfum að uppfylla gæðakröfur og fara eftir ákveðnum verkferlum í okkar þjónustu, sem viðskiptavinir okkar kunna að meta“ segir Ólafur í viðtali við heimasíðuna.

English version

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Gunnar Langva á Skjálfandaflóa í febrúar 2018

Gunnar Langva M-139-A. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Á þessari mynd er norska uppsjávarveiðiskipið Gunnar Langva við loðnuveiðar á Skjálfanda þann 18. febrúar árið 2018.

Gunnar Langva er 75 metrar á lengd og 14 metrar á breidd, mælist 2.223 GT að stærð. Smíðaður 2003 og heimahöfn í Álasundi.

Útgerð Gunnars Langva, Gunnar Langva A/S á von á nýju skipi í sumar en það er í smíðum í Westcon Yards A/S í Noregi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution