Þorsteinn VE 18 kemur að landi í Eyjum

2157. Þorsteinn VE 18 ex Margrét ÞH 55. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

þó nokkrir smábátar eru gerðir út frá Vestmannaeyjum um þessar mundir og á þessum myndum er línubáturinn Þorsteinn VE 18 að koma að landi í gær.

2157. Þorsteinn VE 18 kemur að bryggju þar sem 2342. Víkurröst VE 70 var fyrir. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð.

Það er Útgerðarfélagið Stafnnes ehf. sem stendur að útgerð bátsins en eins og ljósmyndarinn orðaði það er eigandi hörkuduglegur peyi um tvítugt sem á hann.

Þorsteinn VE 18 var smíðaður árið 1992 og er af gerðinni Gáski 800, en lengdur yfir flotkassan síðar.

Hann hét Forkur ÁR 400 í upphafi árs 1995 og spurning hvort það hafi verið hans fyrsta nafn. Síðan Fiskines SU 65 í febrúar 1995, Jón Eggert ÍS 32 í október 1998.

Vorið 2002 var Jón Eggert ÍS 32 keyptur til Húsavíkur þar sem hann fékk nafnið Skýjaborgin ÞH 118. Kaupandi samnefnt félag í eigu Júlíusar Bessasonar og Sölva heitins Jónssonar.

Í nóvember árið 2006 er Skýjaborgin orðin RE 118 og á árinu 2007 er hún seld austur á Neskaupstað þar sem báturinn fékk nafnið Hafþór NK 44. SU 144 varð hann 2010 en árið 2011 kaupir Æðarsker ehf. á Kópaskeri bátinn og nefnir Margréti ÞH 55.

Það var svo haustið 2016 sem báturinn var seldur til Vestmannaeyja og fékk núverandi nafn.

2157. Þorsteinn VE 18 ex Margrét ÞH 55. Ljosmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Lance T-83-T við bryggju í Reykjavík

Lance T-83-T. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Norska rannsóknar- og eftirlitsskipið Lance T-83-T, sem verið hefur að undnaförnu í skveringu hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík, liggur hér nýmálað við bryggju.

Það má lesa aðeins um skipið og útgerð þess á Kvótinn.is en þar segir m.a að um sögufrægt skip sé að ræða.

Það var smíðað 1978 sem nótaskip en varð síðar sel- og hvaveiðiskip en er í dag rannsóknarskip. Heimahöfn þess er Tromsø.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Dragnótabátar koma til hafnar á Húsavík

1420. Kristey ÞH 25 og 586. Aron ÞH 105. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Kristey ÞH 25 og Aron ÞH 105 koma hér til hafnar á Húsavík eftir dragnótaróður á Skjálfanda. Þetta var árunum 1992-3 gæti ég haldið.

Kristey ÞH 25 hét áður Kristbjörg ÞH 44, smíðuð fyrir Korra h/f á Húsavík í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975. Heitir Keilir SI 145 í dag. 50 brl. að stærð.

Aron ÞH 105 hét uppgaflega Guðbjörg ÍS 14. Smíðaður í V-Þýskalandi 1959 fyrir Hrönn h/f á Ísafirði. Hét síðast Stormur SH 333 og endaði ævi sína í Njarðvík. 76 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Bergey VE 544

2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austförð 2019.

Hér koma myndir af Bergey VE 544 koma inn til Eyja í brælunnu sl. mánudag. Ljósmyndari sem fyrr Hólmgeir Austfjörð.

2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Á heimasíðu Síldarvinnslunar hf. sagði í gær að segja mætti að dagróðrafyrirkomulag ríkti hjá skipum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum um þessar mundir. Veður hefur truflað veiðarnar að undanförnu og er lægðagangurinn býsna þrálátur.

Afli hefur hins vegar verið góður þegar viðrað hefur til veiða. Sem dæmi hélt Bergey til veiða á laugardagsmorgun og landaði seinni partinn á sunnudag 54 tonnum, fór á ný út á miðnætti og kom inn í gær vegna bölvaðrar brælu og hélt til veiða á ný í morgun.

Aflinn sem skipið kom með að landi í gær var 35 tonn sem er góð sólarhrings veiði. Þó svo að vel hafi fiskast tala sjómennirnir um að enn vanti vertíðarbraginn við Eyjar.

2744. Bergey VE 544. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution