Áskell EA 749 á útleið frá Grindavík

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Áskell EA 749 lét úr höfn í Grindavík síðdegis í dag. Í suðvestan þræsing og þungum sjó eins og ljósmyndarinn orðaði það.

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Von er á nýjum Áskeli á þessu ári eins og lesendur síðunnar vita nú flestir af og hefur þessi , ásamt Verði EA 748, verið seldir FISK Seafood á Sauðárkróki.

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dínó HU 70

2387. Dínó HU 70. ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Hér línubáturinn Dínó HU 70 að koma að landi á Húsavík úr línuróðri vorið 2004.

Hilmar Guðmundsson hafði keypt hann frá Hvammstanga haustið áður og einhverjum vikum eftir að þessi mynd var tekin fékk báturinn nafnið Katrín ÞH 5.

Dínó HU 70 var smíðaður árið 1999 í bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði og er af gerðinni Cleopatra 28.

Báturinn heitir Dalborg EA 317 í dag og er í eigu Bræðrastígs ehf. í Dalvíkurbyggð. Heimahöfnin er Árskógssandur. Búið er að lengja hann og telst hann vera Cleopatra 31L í dag.

Eftir að báturinn var seldur frá Húsavík hefur hann heitið Katrín HF 50, Katrín SH 41, Siglunes SH 22, Kristín KÓ 251, Bjargey ÞH 238, Tumi EA 84 og loks Dalborg EA 317.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Áskell ÞH 48 dregur netin

298. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1982.

Áskell ÞH 48 er hér að draga netin á vetrarvertíðinni 1982 en myndina tók ég um borð í Skálabergi ÞH 244 þar sem ég var í áhöfn.

Áskell ÞH 48 var smíðaður fyrir Gjögur h/f á Grenivík í Danmörku 1959, ári eftir að fyrirtækið missti Von TH 5. Von strandaði við Reykjanes árið 1958, mannbjörg varð en báturinn eyðilagðist.

Áskell ÞH 48, sem var 73 brl. að stærð, var alla tíð í eigu Gjögurs h/f en örlög hans urðu þau að hann brann og varð ónýtur árið 1988.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gasflutningaskipið Clean Planet

Clean Planet. Ljósmynd Svafar Gestsson 2019.

Svafar Gestsson tók þessar myndir í dag af gasflutningaskipinu Clean Planet rétt vestan við Honningsvåg í Finnmörk í Noregi.

Honningsvåg í Finmörku. Ljósmynd Svafar Gestsson 2019.

Clean Planet er með heimahöfn í Majuro en það siglir undir fána Marshalleyja.

Skipið er 289 metra langt og 46 metra breitt. Mælist 105,943 GT að stærð. Það var smíðað ári 2014.

Clean Planet. Ljósmynd Svafar Gestsson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Síldarbátar á Raufarhöfn

Síldarbátar við Skorarbryggju á Raufarhöfn. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á þessari mynd frá Raufarhöfn má sjá síldarbáta liggja við Skorarbryggjuna. Þeir eru tómir og því má gera að því skóna að það hafi verið bræla úti fyrir.

Þessi mynd birtist fyrir mörgum árum á gömlu síðunni og þar voru komin nöfn á þessa fjóra sem liggja saman.

Við bryggjuna er Grótta RE 128, því næst Höfrungur III AK 250, þá Guðrún Jónsdótir ÍS 267 og ystur er Ólafur Sigurðsson AK 370. Þetta sögðu spekingarnir þá og einn kom með nafnið á bryggjunni.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution