Sjødis á siglingu inn Jössingfjörðinn

Sjødis R-17-SK. Ljósmynd Baldur Sigurgeirsson 2019.

Sjødis heitir hann þessi eikarbátur sem Baldur Sigurgeirsson myndaði í Jössingfirðinum norska í dag.

Báturinn, sem í dag er frístundabátur í eigu Dalane Folkemuseum í Egersund, var smíðaður hjá Eidsbotten Båtbyggeri í Kopervik og afhentur frá þeim í janúar 1966.

Sjødis er 17,53 metrar að lengd, breiddin er 5,21 metrar og hún mælist 25 tonn að stærð. Í bátnum er 195 hestafla Callesen frá 1965.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Afi fór á sjó

Afi á leið í róður í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Afi fór á sjó frá Húsavík í dag en þar sem báturinn hefur engin sjáanleg númer er lítið um han að segja. Nema jú að Ægir Eiríks var með hann.

Annars var rjómablíða við Skjálfanda í dag líkt og undanfarna daga og Ægir nýtt sér það til að veiða í soðið. Það held ég nú.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Mjaldur ÞH 4

7171. Mjaldur ÞH 4 ex Ólöf. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Af hverju er nýi Vörður ekki ÞH 4 spurði mig maður um daginn en eins og margir vita var til Vörður með því númeri um margra áratugaskeið.

Því er til að svara að fyrir er bátur með ÞH 4. Mjaldur heitir hann og er með heimhöfn á Kópaskeri og samkvæmt skipaskrá Samgöngustofu í eigu Stefáns Hauks Grímssonar ofl. manna á Kópaskeri.

Um Mjald ÞH 4 er lítið að hafa hvað upplýsingar varða en hann hét áður Ólöf samkvæmt skipaskrá 200 mílna Morgunblaðsins. Skráður skemmtibátur í dag.

Smíðaður á Blönduósi 1987, mesta lengd 6,8 metrar og brl. eru 3,45. Vélin Volvo Penta.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution