Gissur ÁR 6

1752. Gissur Ár 6. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Á þessari mynd Olgeirs Sigurðssonar sjáum við rækjutogarann Gissur ÁR 6 sem Ljósavík í Þorlákshöfn átti og gerði út.

Gissur ÁR 6 hét Flatey ÞH 383 um tíma en heitir í dag Brynjólfur VE 3 og er gerður út jöfnum höndum til neta- og togveiða. Brynjólfur er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Í 8. tbl. Ægis 1987 sagði m.a svo frá:

Nýtt fiskiskip bættist í fiskiskipastólinn 18. mars sl., er Þorgeir & Ellert h.f., Akranesi, afhenti m/s Gissur ÁR 6 sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 37.

Skip þetta er smíðað sem skuttogari og er sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð.

Skipið er hannað í samvinnu milli skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts h.f., og Slippstöðvarinnar h.f., í framhaldi af „Samstarfsverkefni um hönnun og raðsmíði fiskiskipa“, sem Félag Dráttarbrauta og Skipasmiðja stóð fyrir á árunum 1980-81.

Hafnarey SU, smíðað hjá Þorgeir & Ellert h.f, var fyrsta skipið sem afhent var í hinu svonefnda raðsmíðaverkefni stærstu stöðvanna, afhent í mars ’83, Oddeyrin EA (afhent ídes. ’86) var annað skipið, og Nökkvi HU (afhentur ífebr. ’87) hið þriðja í röðinni, en bæði þessi skip voru smíðuð hjá Slippstöðinni h.f.

Gissur ÁR er smíðaður eftir sömu frumteikningu og Oddeyrin og Nökkvi, en er 3.0 m lengri(smíðalengd), og 6.6 m lengri en frumútgáfan, Hafnarey SU.

Ýmiss frávik eru í fyrirkomulagi og búnaði frá því sem er í tveimur fyrrnefndu skipunum, sem einnig eru sérstaklega útbúin til rækjuveiða.

Eigandi skipsins er Ljósavík s.f., Þorlákshöfn,en aðaleigendur þess eru   Unnþór Halldórsson og Guðmundur Baldursson. Skipstjóri á skipinu er Guðmundur Guðfinnsson og yfirvélstjóri Jón Ingi Gunnsteinsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s