Björgúlfur EA 312

2892. Björgúlfur EA 312. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Samherjatogarinn Björgúlfur EA 312 kom til heimahafnar úr Barentshafinu í dag og tók Haukur Sigtryggur þessa mynd þá.

Björgúlfur var smíðaður í Tyrklandi árið 2017 og kom til heimahafnar á Dalvík 1. júní það ár.

Björgúlfur er einn fjögurra togara sem smíðaður er eftir sömu teikningu fyrir íslenskar útgerðir í Tyrklandi. Kaldbakur EA kom fyrstur, síðan Björgúlfur EA og næst kemur Drangey SK og loks Björg EA.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

BG nes ehf. kaupir Hafrúnu ÍS 54 frá Flateyri

2585. Hafrún ÍS 54 ex Rósi ÍS 54. Ljósmynd Flateyrarhöfn 2018.

BG nes ehf. í Fjallabyggð hefur keypt línubátinn Hafrúnu ÍS 54 af West Seafood ehf. á Flateyri.

Fréttavefurinn bb.is greinir frá þessu í dag.

West Seafood ehf. tekur 6991 Odd á Nesi ÓF 176 upp í en eins og fram kom hér á síðunni um helgina tók BG nes ehf. hann upp í þegar fyrirtækið seldi 2500. Odd á Nesi ÓF 176 á dögunum til Stakkavíkur ehf. í Grindavík.

6991. Jói Brands GK 517 ex Hilmir SH 340. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Jói Brands GK 517 hét upphaflega Kvika ÞH 345 og átti heimahöfn á Mývatni. Síðar fékk báturinn nafnið Sigrún GK 17, næst Hilmir SH 297, SH 197 og SH 340. Því næst Jói Brands GK 517.

2585. Venni GK 167. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Hafrún ÍS 54 hét hins vegar upphaflega Venni GK 167 og átti heimahöfn í Grindavík. Síðar Ragnar SF 550, því næst Guðmundur Sig. SF 650. Næsta nafn var Selnes SU 14 og loks Rósi ÍS 54 áður en hann fékk Hafrúnarnafnið. Það má gera að því skóna að næsta nafn hans verði Oddur á Nesi.

2585. Hafrún ÍS 54 ex Rósi ÍS 54. Ljósmynd Flateyrarhöfn 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðfinnur KE 19

2606. Guðfinnur KE 19 ex Kristbjörg ST 6. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Guðfinnur KE 19 öslar hér til hafnar í Sandgerði vorið 2006 en bátur þessi hét upphaflega Kristbjörg ST 6.

Kristbjörg ST 6 var smíðuð hjá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði fyrir Guðmund Ragnar Guðmundsson útgerðarmaður frá Drangsnesi. Báturinn, sem er af gerðinni Cleopatra 38, var afhentur í febrúar 2004.

Guðfinnsnafnið fær Kristbjörg ST 6 í upphafi árs 2006 og heldur því í um ár þegar báturinn fær nafnið Örninn GK 204.

Í marsmánuði 2014 er hann seldur norður og verður Örninn ÓF 28, í apríl 2016 fær hann nafnið Jón á Nesi ÓF 28.

Um mitt síðasta ár er báturinn aftur kominn suður og heitir í dag Lómur KE 67.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Þórunn Sveinsdóttir í Karstensens Skibsværft

2401. Þórunn Sveinsdóttir í Karstensens Skibsværft í Skagen. Ljósmynd Ásgeir Kristjánsson 2019.

Í síðustu viku var byrjað að púsla Þórunni Sveinsdóttur VE 401 saman í Karstensens Skibsværft A/S í Skagen.

Þar er verið að lengja hana um 6,6 metra sem mun gera þetta glæsilega skip enn glæsilegra.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution