Bjarki ÞH 271

5525. Bjarki ÞH 271 ex Sæfari ÞH 271. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér kemur Bjarki ÞH 271 að landi undir stjórna Helga Héðinssonar, sumarið 2000 er tíminn.

Bjarki ÞH 271 var smíðaður árið 1962 í bátastöðinni Bárunni í Hafnarfirði. 

Héðinn Maríusson faðir Helga lét smíða hann fyrir sig og nefndi Sæfara ÞH 271. Sæfari var fjögur tonn að stærð og búinn 25 hestafla Guldner vél. Í hann fór síðar Petter vél og önnur sömu gerðar leysti hana af hólmi. Að lokum var sett í hann 36 hestafla Bukh vél. 

Helgi eignast bátinn 1976 og fær hann þá nafnið Bjarki ÞH 271 þar sem aðrir aðila reyndust eiga einkaleyfi á Sæfaranafninu. 

Helgi réri Bjarka fram yfir aldamótin síðustu en gaf hann að lokum Sjóminjasafninu á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s