
Hér kemur Bjarki ÞH 271 að landi undir stjórna Helga Héðinssonar, sumarið 2000 er tíminn.
Bjarki ÞH 271 var smíðaður árið 1962 í bátastöðinni Bárunni í Hafnarfirði.
Héðinn Maríusson faðir Helga lét smíða hann fyrir sig og nefndi Sæfara ÞH 271. Sæfari var fjögur tonn að stærð og búinn 25 hestafla Guldner vél. Í hann fór síðar Petter vél og önnur sömu gerðar leysti hana af hólmi. Að lokum var sett í hann 36 hestafla Bukh vél.
Helgi eignast bátinn 1976 og fær hann þá nafnið Bjarki ÞH 271 þar sem aðrir aðila reyndust eiga einkaleyfi á Sæfaranafninu.
Helgi réri Bjarka fram yfir aldamótin síðustu en gaf hann að lokum Sjóminjasafninu á Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.