Þórður ÞH 92

5476. Þórður ÞH 92. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér er Þórður ÞH 92 í fjörunni neðan Beinabakkans á Húsavík og greinilega verið að skvera bátinn.

Jóhann Sigvaldason bátasmiður á Húsavík smíðaði Þórð ÞH 92 fyrir Viðar Þórðarson árið 1961. Báturinn var 3,51 brl. að stærð, smíðaður úr furu og eik. Búinn 33 heestafla Volvo Penta.

Ekki er ég með miklar upplýsingar um bátinn handægar en á vef Árna Björns Árnasonar, aba.is, segir að Viðar Þórðarson hafi átt hann í fjögur ár.

Jón Ágúst Bjarnason átti hann um tíma og Viðar keypti hann af honum árið 1983 og eignaðist þar með Þórð í annað sinn. Spurning hverjum hann seldi 1965 og hver átti hann þar til Jón Ágúst keypti hann.

Síðunni hefur borist svar við spurningunni að ofan nema ártöl eru önnur en svona var svarið:

Viddi kaupir hann 62, selur Sedda 66, Seddi selur Trausta Jóns og Heimi Bessa 76 sem selja Krók 78 sem selur Vidda Þórðar 1983. Viddi seldi bátinn suður 1987. Eftir það fer hann á milli manna fyrir sunnan ýmist í Reykjavík eða á Suðurnesjum. Er skáður á Ísafirði 1997.

Það var s.s Sigurjón Kristjánsson sem átti hann á eftir Viðari, síðan kaupa Trausti Jónsson og Heimir Bessason bátinn og Jón Ágúst Bjarnason kaupir af þeim þegar þeir keyptu stærri bát. Og Viðar kaupir hann af Jóni og selur hann síðan suður 1987. Þá hafði báturinn verið gerður út frá Húsavík í kvartöld undir nafninu Þórður ÞH 92.

Á aba.is segir m.a:

Frá árinu 1987 hét báturinn Þórey RE-107, Reykjavík; 
Frá árinu 1987 Linda KE-240, Keflavík; Frá árinu 1991 hét báturinn Linda ÍS-278, Ísafirði og það nafn bar hann þegar hann var felldur af skipaskrá 23. desember 1998 með þeirri athugasemd að hann hafi ekki verið skoðaður árum saman.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s