Sólfari AK 170

1156. Sólfari AK 170 ex Fagurey SH 71. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér er Sólfari AK 170 að færa sig til í Hafnarfjarðarhöfn um árið en Sólfari hét upphaflega Arinbjörn RE 54 og var smíðaður á Akureyri 1971.

Í 12. tbl. Ægis 1971 sagði m.a:

Í apríl mánuði s.l. hljóp af stokkunum nýtt 149 brl. stálfiskiskip hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri og hlaut það nafnið Arinbjörn RE 54.

Skipið er um 31 m. langt, 6.70 m. breitt og 3,35 m. djúpt. Það er útbúið til línu-, neta-, tog- og nótaveiða og í því eru öll fullkomnustu fiskleitar- og siglingatæki og má þar nefna 2 Kelvin Hughes radara 48 smál. og 68 smál., Simrad S. K. 3 asdic, Kelvin Hughes fisksjá, Kodan miðunarstöð og Kelvin dýptarmæli.

Aðalvélin er 660 hö Alpha, ljósavélar eru 2 af Mercedes Benz gerð 57 hö. hvor og stærð rafala 37 KW. Togvindan er smíðuð af Sigurði Sveinbjarnarsyni Garðahreppi (stærð 16 tonn). Kælibúnaður er í lestum og einnig í línu- og beitugeymslu. Vistarverur eru fyrir 12 manna áhöfn.

Eigandi hins nýja skips er Sæfinnur h.f., Reykjavík, og óskar Ægir eiganda til hamingju með hinn nýja farkost.

1156. Sólfari AK 170 ex Fagurey SH 71. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987

Arinbjörn hét síðar Elías Steinsson VE 167, Fagurey SH 71, Sólfari AK 170, Lómur SH 177,  Lómur BA 257,  Jón Klemenz ÁR 313,  Trausti ÁR 313,  Hrausti ÁR 313, Látraröst ÍS 100, Látraröst GK 306, Sólfari RE 26, Sólfari BA 26, Sólfari RE 16 og Sólfari SU 16.

Afskráður og tekinn úr rekstri 23.05.2008. 

Sólfari AK 170 er sagður, í skipaskrá Siglingamalarstofnunar, yfirbyggður 1987.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s