Bylgja VE 75 kemur til Vestmannaeyja

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Bylgja VE 75 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Mattíhas Óskarsson útgerðarmann og skipstjóra árið 1992.

Hún hefur alla tíð verið í eigu hans en fyrirtækið heitir Bylgja VE 75 ehf.

Bylgja VE 75 er  33,74 m á lengd og  8,6 m á breidd. Hún mælist  277 brl./477 BT að stærð. Búin 1224 hestafla Yanmar aðalvél.

Í 3. Tbl. Ægis 1992 sagði m.a:

Nýtt fiskiskip bættis við flota Eyjamanna 14. mars s.l., en þann dag afhenti Slippstöðin hf. á Akureyri m/s Bylgju VE 75, sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 70. Skipið er smíðað sem skuttogari og er með búnað til vinnslu og frystingar á flökum.

Skipið er hannað af Slippstöðinni hf. og hófst smíðin fyrir nokkrum árum án kaupanda. Á s.l. hausti, er smíði skipsins var lokið að mestu að undanskilinni tækjaniðursetningu og ýmsum frágangi, samdi núverandi eigandi um kaup á skipinu.

Bylgja VE 75 er annað skipið sem Slippstöðin afhendir á skömmum tíma til Vestmannaeyja, hið fyrra var Þórunn Sveinsdóttir, afhent í júlí á s.l. ári.

Hin nýja Bylgja VE 75 kemur í stað Bylgju VE 75 (sk.skr. nr. 1443), 149 rúmlesta stálfiskiskips, sem smíðuð var í Stálvfk hf. árið 1976 og skemmdist í bruna á s. I. hausti.

Bylgja VE 75 er í eigu Matthíasar Óskarssonar í Vestmannaeyjum, sem jafnframt er skipstjóri. Yfirvélstjóri á skipinu er Einar Axel Gústafsson.

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Eins og áður hefur komið fram á síðunni hefur Ós ehf. leigt skipið um tíma. Er það tilkomið vegna lengingar Þórunnars Sveinsdóttur VE 401 sem sagt var frá á dögunum.

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Á þessum myndum Hólmgeirs Austfjörð er Bylgja VE 75 að koma til löndunar í vikunni.

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s