
Trudovaya Slava heitir þetta 12,487 brúttótonna skip sem pabbi myndaði þegar hann var á Dagfara ÞH 70 við síldveiðar norður í höfum. 1968 eða þar um bil.
Þetta skip var byggt í Kiel í Vestur-Þýskalandi árið 1965 og var einhversskonar verksmiðjuskip. Þarna má sjá síldartunnur og því má ætla að það hafi verið að salta síld þegar þetta var. Eða m.a átt að gera það, lítið var um síld þegar þarna var komið.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.