Brynjólfur ÁR 3

93. Brynjólfur ÁR 3 ex Nói EA 477. Ljósmynd Þorgeir Baldursson 1995.

Þorgeir Baldursson tók þessa mynd um árið þegar Brynjólfur ÁR 3 var búinn í slipp á Akureyri en Meitillinn hf. í Þorláksshöfn keypti hann af Samherja haustið 1995.

Upphaflega hét báturinn Helgi Flóventsson ÞH 77 og var smíðaður fyrir Svan h/f á Húsavík í Risör í Noregi árið 1962.

Helgi Fló var seldur frá Húsavík árið 1971 og kaupandinn var Þórður Óskarsson h/f á Akranes sem gaf honum nafnið Sólfari AK 170.

Sólfari AK 170 skemmdist mikið þegar eldur kom upp í honum árið 1973. Þá var báturinn að veiðum fyrir sunnan land og dró strandferðaskipið Esja hann til Njarðvíkur.

Eftir endurbyggingu á bátnum en hann var mikið skemmdur, sjá hér, fékk hann nafnið Skjaldborg RE 40. Árið 1977 er hann kominn til Eyja sem Stígandi VE 77 og 1979 er hann seldur Þorbirninum h/f í Grindavík.

Þar fær hann nafnið Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10 og er yfirbyggður árið 1982. Báturinn fór til Danmerkur í breytingar árið 1986 þar sem hann var m.a lengdur um fimm metra.

Árið 1988 er báturinn seldur til Eyrarbakka þar sem hann fékk nafnið Særún ÁR 400 og 1990 fær hann nafnið Náttfari HF 185.

Árið 1992 er Náttfari HF 185 seldur norður á Dalvík þar sem hann fær síðan nafnið Nói EA 477 og þrem árum síðar kaupir Meitillinn h/f hann suður aftur. Og þar fær hann nafnið sem hann ber á myndinni.

Brynjólfur ÁR 3 var gerður út frá Vestmannaeyjum eftir sameiningu Vinnslustöðvarinnar og Meitilsins og árið 2005 var komið að endalokum hans. Báturinn fór í brotajárn til Danmerkur það ár.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s